Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Qupperneq 1
Sparisjóðsstjóri Dómur fyrir íjárdrátt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Þorkel Guð- finnsson, fyrrum sparisjóðs- sfjóra á Þórshöfn, í 15 mán- aða fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Þorkell var ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 1991 til 1995, er hann var sparisjóðsstjóri, dregið sér og notað í eigin þágu alls 19,5 milljónir króna af eignum sparisjóðsins og við- skiptamanna hans og leitast við að leyna ijárdrættinum með rangfærslum í bókhaldi sjóðs- ins. Þorkell endurgreiddi stóran hluta þessara Jjármuna. Hann var og ákærður fyrir umboðssvik í þremur liðum. í fyrsta lagi fyrir að hafa skuld- bundið sparisjóðinn án vitundar stjórnar með áritun á 23 millj- óna króna skuldabréf útgerðar- félagsins Skála hf. í öðru lagi fyrir að hafa veitt heimildar- laust og án trygginga 3,5 millj- óna króna yfirdráttarheimild til viðskiptavinar og millifært fjár- hæðina á eigin reikning. í þriðja lagi að hafa gefið út sam- tals ellefu tékka upp á alls 9,5 milljónir króna, út af reikningi sparisjóðsins, í því skyni að dylja fjárdrátt sinn. fþg Samkeppnisráð Lögmannafé- lag braut lög Stjórn Lögmannafélags ís- lands braut ákvæði sam- keppnislaga með beitingu gjaldskrár við meðferð úr- skurðarvalds síns, að mati Samkeppnisráðs. Það var Sveinn Skúlason lög- fræðingur sem vísaði máli þessu til Samkeppnisstofnunar. Þókn- anir fyrir lögmannsstörf lutu frjálsri verðlagningu og sam- ráðsbanni frá 1993. í ágreiningi sem reis milli Sveins og umbjóð- anda hans um upphæð ein- stakra reikningsliða var leitað til lögmannafélagsins. Stjórn þess úrskurðaði að tilteknir liðir væru of háir miðað við gjald- skrána frá 1992 og lækkaði upphæðirnar. Nú hefur Sam- keppnisráð úrskurðað að stjórn- in hafi með þessum vinnubrögð- um brotið samkeppnislög. fþg Fréttir og þjóðmál Akureyri Lífríki Mývatns Enn ínikill mývargur! Nýr geisladiskur Bjarkar kom í búðir á Akureyri í gær aðdáendum söngkonunnar til óblandinnar ánægju. og óþreyjufullir tónlistarunnendur létu ekki standa á viðbrögðunum. Diskarnir voru rifnir upp ur kössunum i Bokvali Mynd: Brínk Bændur við bakka Laxár í Mývatnssveit hafa aldrei séð jafn mikinn mývarg svo síðla sumars. Lífríkið í Laxá í Mývatns- sveit er nú í miklum blóma þar sem mjög mikið hefur verið af mývargi að undan- förnu. Hafa innfæddir varla kynnst þvílíku magni nú þegar komið er langt fram í septem- ber. Veðurfarið hefur mikið að segja og valda hlýindin fjölda húsanda og straumanda í ánni auk þess sem urriðinn er troð- inn af mýi. Mannskepnan er hins vegar mishrifin af mý- vargnum sem tekur mönnum blóð og hafa komið upp vand- ræði í göngum vegna ágangs bitmýsins á skepnur. Haustið minnir á sig þessa dagana, en nóg er eftir af sumrinu í mýflugunum í Laxá í Mývatnssveit og mývargurinn er enn að kvikna. fvar Stefánsson, bóndi í Haganesi, býr skammt frá Laxá, uppeldisstöðvum vargs- ins, og hann er fullviss um að mýið sé enn að kvikna. „Það er engin spurning, hann hefur vaxið frá degi til dags. Maður sér að húsöndin er alls staðar að kafa eftir honum í straumn- um, það er óvenju mikið af henni og straumönd. Húsöndin þarf ekki að flýja neitt núna til að ná í æti,“ segir ívar. Hann segir að enginn í Mý- vatnssveit viti dæmi um að mý- vargur sé enn að kvikna svona síðla sumars. Yfirleitt er talað um tvær mýgöngur á sumri en nú tala sumir um þriðju göng- una. Hestarnir hans ívars eru þó ekki hrifnir. Þeir geta ekkert verið úti nema það sé töluverð gola. Þeir voru t.d. alveg brjál- aðir í gær.“ Hin kröftuga mývargsganga kemur nú á svipuðum tíma og litla toppflugan svokallaða hrundi í sumar. fvar segir að í fyrra hafi verið mikið leirlos í vatninu sem og í sumar, en slíkt hafi varla sést síðan Kísiliðjan kom. Leirlosið er kísilþörungur sem flýtur upp og undirstaða mývargsins. „Það er einhver andskotinn að ske en ég vil ekki túlka hvað það er,“ segir ívar. BÞ Alfa Laval Varmaskiptar SINDRI -sterkur í verki I 562 7222 • in

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.