Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Blaðsíða 2
2 - Miðvikudagur 24. september 1997 ^JDagur^EÍOTtrai F R É T T I R Heiti Potturinn Kozyrev, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Rússa og þingmaður frá Múrmansk hefur verið hér í heimsókn og hitt marga fyrirmenn að máli. Það vakti athygli manna sem fylgdust með heimsókn ráðherrans fyrrver- andi að hann virtist hafa frekar einhæfan fatasmekk því tvo fyrstu dagana var hann alltaf í eins fötum. í pottinum kunnu menn skýr- ingu á þessu, þvf taksan hans hafði ekki skilað sér með flugvélinni og því var hann alltaf í sömu ferðaföt- unum..... Pottverjar segja augljóst að Kvennalistinn sé kom- inn í hrossakaupin, eftir síð- ustu vendingar í útvarpsráði. Kvennalistakonan greiddi at- kvæði með Helga H. gegn Elínu, Kristínu og Jóhönnu Vigdísi. Konur í stjórnunar- stöður? Nei, ekki ef faglegt mat ræður. Eða hrossakaup. Ásdís Ól- sen (kona) fékk á móti fjögur atkvæði í stöðu fram- kvæmdastjóra Sjónvarps gegn fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Nú fær Pétur Guð- finnsson það skemmtilega verkefni að greiða öðru sinni atkvæði gegn meirihluta út- varpsráðs, og vera samstíga Birni Bjarna í þeim efnum, sem fljótlega skipar fram- kvæmdastjóra. Þrjár topp- stöður mannaðar hjá RÚV þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn fær sitt, einn gegn öllum. Nema Pétur velji Helga? Og í pottinum skemmta menn sér yfir örlögum frjálshyggjunnar, hvar væri hún án ríkisvaldsins? Sandgerði ■ Borgarráð Það er hluti af menntaátaki Sandgerðisbæjar að kenna öllum grunnskólabörnum á tölvur. Myndin sýnir áhuga- sama nemendur og kennara Framtíðarbarna. Myn&.pök Tölvukennsla keypt af Framtíðarbörnum Sandgerðisbær ver tæplega þremur millj- ónum króna í þriggja ára átak við tölvu- kennslu allra grunn- skólabarna bæjarins og hefur gert samn- ing við einkafyrirtæk- ið Framtíðarbörn. Sandgerðisbær hefur samið við tölvukennslufyrirtækið Framtíðarbörn um tölvu- kennslu í grunnskólanum og er samningurinn sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Gert er ráð fyrir því að grunnskóla- kennararnir annist kennsluna sjálfa, en að þeir verði þjálfaðir af Framtíðarbörnum, sem auk þess útvega allt námsefni. Sandgerðisbær hefur fest kaup á 12 tölvum, sem kemur til viðbótar kostnaðinum við tölvukennsluna. Tölvukennsl- unni er ætlað að ná til allra 290-300 nemenda grunnskól- ans og segist Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri ekki vita til þess að annar grunn- skóli á landinu bjóði upp á slíkt. Hann tekur fram að tölvu- kennslan eigi ekki að auka kennslumagnið í heild og undir- strikar að hún sé aðeins eitt af mörgu, sem eigi að gera til að bæta stöðu skólans fyrir sam- ræmdu prófrn. „Við ákváðum að bregðast með einhverjum áþreifanlegum hætti við útkomunni úr sam- ræmdu prófunum og þetta stór- átak varð niðurstaðan. Pað fylgir þessu vissulega nokkur kostnaður, en við erum að von- ast til þess að þetta skili sér vel á endanum. Það er síðan ómaksins vert að stuðla að því að tölvan sé eitthvað annað og meira en bara leikjatölva í höndum yngri barnanna," segir Sigurður Valur. Baldvin Valtýsson, fram- kvæmdastjóri Framtíðarbarna, segist vera mjög ánægður með samninginn. „Þetta sýnir mikla framsækni. Ég er sannfærður um að við séum með frábæra vöru í höndunum, einmitt fyrir skólana og við erum mjög spenntir að sjá hvernig þetta kemur út.“ fþg Borgar- mála- punktar Borgarráð hefur sam- þykkt breytingar á reglum um bók- menntaverðlaun sem kennd eru við Tómas Guð- mundsson skáld. Sam- kvæmt því er skilafrestur á handritum til 1. maí 1998. Borgarráð hefur ákveðið að veita Náttúrufræðistofn- un íslands 200 þúsund króna styrk vegna „Hvals 2000“. Það er vinnuheiti á náttúru- og vísindasýningu sem ætlunin er að halda í Reykjavík árið 2000. Áður hafði Atvinnu- og ferða- málanefnd samþykkt er- indið fyrir sitt Ieyti. Þá hefur Ólafur Þórðarson sótt um 500 þúsund króna styrk frá Atvinnu- og ferða- málanefnd vegna kynning- ar- og markaðsátaks hjá umboðsskrifstofunni Þús- und þjalir. Hún er í eigu Ólafs sem sjálfur hefur lagt 3 milljónir í fyrirtækið. Borgarráð hefur einnig samþykkt úthlutun styrkja frá fþrótta- og tómstunda- ráði að upphæð 1.920 þús- und krónur. Það skiptist þannig að íþróttafélag heyrnarlausra fær 500 þúsund krónur og sömu- leiðis Taflfélagið Hellir. Skáksambandið fær 400 þúsund kr. vegna skóla- móta, fræðslu- og þjón- ustudeild kirkjunnar 350 þúsund vegna starfs með nýbúum og skáksveit Hóla- brekkuskóla 170 þúsund krónur. - grh jFRÉTTAVIBTALIB Ekki á leið úr pólitík Guðmundur Bjarnason varaformaður Framsóknar- flokksins og ráðherra Sterkur orðrómur hefur heyrst um að Guðmundur Bjarnason sé að hœtta í pólitík Hvað segir hann sjálfur? „Neinei, það má segja að sögur af því séu stórlega ýktar. Það er hins veg- ar gaman að velta þessari umræðu í blöðunum um það fyrir sér. Ég kannast ekki við neina alvöru umræðu um það.“ - Að allt öðru. Pegar viðtalið birtist hefur útvarpsstjóri vœntanlega skipað nýjan fréttastjóra hjá Sjónvarpinu. Stjórnarflokkarnir hafa verið mjög áberandi í umrœðu um þá stöðu. „Útvarpsráð er náttúrlega kosið pólitískri kosningu, þar sitja fulltrúar flokkanna. Alltaf þegar svoleiðis háttar til má búast við að pólitíkin ráði. Ég tel þó að almennt eigi að huga að verð- leikum manna til að gegna verkefnum, hvort sem um ræðir fréttastjóraemb- ætti eða eitthvað annað.“ - En þetta hljóta að vera tvö ósam- rœmanleg hlutverk. Annars vegar að neyðast til að greiða pólitískt atkvœði og hins vegar að huga að besta um- sœkjandanum? „Þetta er alltaf vandasamt, hvar sem maður situr, hvort sem er í útvarpsráði, ráðherrastól eða á Al- þingi. Menn verða að meta aðstæður og taka skynsamlegar ákvarðanir. Auðvitað geta pólitísk sjónarmið haft áhrif á flestum stöðum í þjóðfélaginu. Pólitískur flokksstimpill á ekki að ráða umfram annað í þessu efni, en heldur ekki að koma í veg fyrir að menn njóti hæfileika sinna.“ - Pað hafa verið pólitísk átök milli stjórnarjlokkanna vegna ráðninga hjá hjá RÚV. „Ég hef ekki tengst þeirri umræðu sjálfur en við vitum að afgreiðslu út- varpsráðs var ítrekað frestað. Það er sýnilegt að atkvæði hafa fallið þannig á einstaklinga að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga hvað varðar fréttastjór- ann. Annað hef ég ekki um það að segja." - Pú kannast ekki við sundurlyndi í stjórnarsamstarfinu vegna þessa? „Nei ég tel að svona mál geti ekki verið af þeirri stærðargráðu að valda erfíðleikum í stjórnarsamstarfi." - Nú spyr ég þig sem ráðherra um- hverfismála. Kísiliðjan við Mývatn hef- ur verið umdeild frá upphafi. Stendur það þér fyrir þrifum að þú ert líka þingmaður Nl.kjördœmis eystra? „Nei, það held ég ekki þótt enginn sé dómari í eigin sök. Það er skylda mín að huga að öllum þáttum málsins, umhverfísmálum sem og hagsmunum annarra atvinnugreina. Það bendir flest til að líftími verksmiðjunnar sé skammur." - Ilvað finnst þér um hugmyndir um nýjar vinnsluaðferðir? „Mér finnst ábyrgðarlaust að skoða ekki hvort tæknin leyfir einhverja möguleika. Þetta hefur þó ekki komið með formlegum hætti til ráðuneytis enn.“ - Leggurðu dóm á framtíð Kísiliðj- unnar? „Engan nema að það er ekkert nýtt í stöðunni. Verksmiðjan er búin að fá þau leyfi sem ég tel líklegt að hún fái. Það yrðu væntanlega gríðarleg átök að tryggja henni vinnslu í vatninu ef ekk- ert nýtt kemur til. En þarna eru miklir hagsmunir í húfi.“ BÞ

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.