Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Side 7
|Dítgur-‘®mimt
Miðvikudagur 24. september 1997 - 7
1 R L L N D A R I R L I 1 1 R
Norsk rúletta
Baksvið
Dagur Þorleifsson
Sigurvegarar nýafstaðinna
stórþingkosninga í Noregi
urðu Framfaraílokkurinn,
sem fékk meira fylgi en nokkru
sinni fyrr, yfir 15% greiddra at-
kvæða, og er eftir kosningarnar
annar stærsti flokkur landsins,
og Kristilegi þjóðarflokkurinn,
sem tvöfaldaði fylgi sitt frá því í
næstu stórþingkosningum á
undan. Fyrrnefndi flokkurinn
er yfirleitt talinn hægri- og ný-
frjálshyggjusinnaður og þjóð-
ernissinnaður, en sá síðarnefndi
leggur áherslu á kristileg gildi.
Annað mesta
olíuútflutningslandið
Framfaraflokkurinn telur
stjórnvöld of eftirlát við útlend-
inga, sem setjast vilja að í Nor-
egi, hefur Qölmiðlana mestan-
part á móti sér og allir hinir
norsku stjórnmálaflokkarnir eru
sammála um að samstarf við
hann komi ekki til greina. Hann
hefur auk annars verið talinn til
óánægjuflokka. Þjóðfylkingin í
Frakklandi, sem er á eitthvað
líkri hnu og Framfaraflokkurinn
í innflytjenda- og nýbúamálum
og hefur einnig verið talinn óá-
nægjuflokkur, hefur átt vaxandi
fylgi að fagna og ótryggt ástand
í efnahags- og kjaramálum þar-
Iendis oft verið talið aðalástæð-
an til þess. Bágindi í efna-
hagsmálum geta hins vegar
varla hafa orsakað sigur Fram-
faraflokksins, því að í þeim
blómstrar Noregur nú svo mjög
að um þessar mundir á það sér
varla hliðstæðu. Algengast er að
fyrir kosningar sé deilt um úr-
ræði í vandræðum sem stafa af
skorti á fé, en í Noregi hrúgast
peningarnir svo mjög í þjóðar-
búið að þar virðast menn eiga
erfitt með að ráða með sér hvað
við þá skuli gert. Tekjuafgangur
á fjáriögum er gríðarhár, um
7% vergrar þjóðarframleiðslu,
og atvinnuleysi um 4% sem þyk-
ir ekki mikið nú. Velgengni
þessa á Noregur ekki síst að
þakka olíunni og jarðgasinu,
sem dælt er upp úr hafsbotnin-
um úti fyrir ströndum landsins.
Noregur er nú annað mesta ol-
íuútflutningsríki heims, á eftir
Saúdi-Arabíu.
Efnahagsmálastefna
Jóakims frænda
Danska blaðið Politiken, sem
býr að gamalli evrópskri
radíkal-líberal hefð, froðufellir í
HJALPAR
MEÐ
HVERJUM
BITA
3Kristjánsbakarí
leqgur
kr. af nverju
Heimilisbrauði
til hjálparstarfs.
<2uT HJfllPflRSTOFHUN
KIRKJUHHAR
Carl I. Hagen, formaður Framfara-
flokksins, er talinn eiga sigur sinn
ekki síst því að þakka að hann
beitti sér fyrir kjarabótum fyrir
aldraða.
leiðara yfir kosningaúrslitunum
í Noregi og kallar það firn mikil
að samfélag, sem aki á „fyrsta
farrými" út á olíu sína og jarð-
gas, keyri með kosningum
„beint út í póhtískt og siðrænt
fen.“ Blaðið segir Framfara-
flokkinn „hálfrasískan" og virð-
ist ekki hafa miklu hærri hug-
myndir um Kristilega þjóðar-
flokkinn. Framfaraflokkurinn
kann að eiga sigur sinn að ein-
hverju leyti því að þakka að
leiðtogi hans, Carl Ivar Hagen,
þykir koma vel fyrir í sjónvarpi.
En margra mál er að drýgri
ástæða til sigurs flokksins hafi
verið að hann beitti sér fyrir
auknum íjárveitingum til heil-
brigðismála og til þess að bæta
hag aldraðra, en sumra sögn er
að í þeim efnum standi Noregur
að baki Danmörku og Svíþjóð.
Kvað Hagen ríkið hafa vel efni á
þessu. „Fjöldi fólks, sérstaklega
það aldraða, er búið að fá nóg
af því að heyra í sífellu sagt að
við séum eitt ríkustu landa
heims en höfum þó ekki nóg af
peningum handa því,“ sagði
Hagen. Ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins undir forystu
Thorbjnrns Jagland, forsætis-
ráðherra, beitti sér hins vegar
fyrir því að Noregur legði fyrir
mikið af gróðanum, meðan
hann væri sem mestur, til þess
að eiga í handraðanum er
öldruðum landsmönnum hefði
fjölgað drjúgt hlutfailslega frá
því sem nú er, en ráð er fyrir því
gert í fólksíjöldaspám fyrir Nor-
eg sem önnur iðnvædd ríki.
Ennfremur sagði Jagland að
rétt væri að horfa fram til þess
tíma er oh'an yrði þrotin og
spara með það í huga. Politiken
líkir þeirri stefnu við stefnu
Jóakims frænda (í Andrési önd)
í efnahagsmálum, en hún gekk
sem kunnugt má vera út á það
að safna sem mestu í pen-
ingatankinn. Virðist Politiken
telja þá varúð nánast hlægilega.
Verkamannaflokkur
og Hægri saman?
Úrsht kosninganna geta einnig
verið merki inn að Norðmenn
halli sér nú í vaxandi mæU að
gamaigrónum gildum þjóðernis-
hyggju og kristni. Það gæti staf-
að af því að velgengnin í efna-
hagsmálum hefði eflt með þjóð-
inni sjálfstraust, trú á eigin
sjálfsímynd. Ekki mundi alveg
úr vegi að taka þjóðaratkvæða-
greiðsluna 1994, er Norðmenn
höfnuðu því að ganga í Evrópu-
sambandið, sem merki um það.
Ýmsum þykir Jagland hafa
farist klaufalega, með því að
sverja að ríkissljórn Verka-
mannaflokksins færi frá ef hann
tapaði fylgi, sama hve h'tið væri.
Hann „spilaði norska rúlettu,"
segir Politiken. Verkamanna-
flokkurinn tapaði ekki miklu
fylgi og hefði átt að geta haldið
áfram að stjórna þess vegna, en
verður nú að hætta vegna þess
að hann tapaði í „rúlettunni.“
Líklegast þykir að þegar Jag-
land hættir (sem hann gerir
ekki fyrr en um miðjan næsta
mánuð) taki við miðjuflokka-
stjórn með mikinn minnihluta
þingmanna á bak við sig og eftir
því óstöðug. En einhverjir eru
þegar farnir að spá því að innan
ekki mjög langs tíma munu
gömlu höfuðandstæðingarnir í
norskum stjórnmálum, Verka-
mannaflokkurinn og Hægri-
flokkurinn, mynda stjórn sam-
an. Miðað við ganginn í stjórn-
málum í Vestur-Evrópu frá því
að kalda stríðinu lauk þyrfti það
ekki að koma á óvart.
Hross í óskilum
í Önguls staðadeild fjallskiladeildar Eyjafjarðarsveitar eru
eftirtalin hross í óskilum:
1. Brúnskjótt hryssa ómörkuð ca. 3 vetra.
2. Brún hryssa fullorðin, mörkuð.
Þeir sem telja sig eiga þessi hross og geta fært sönnur á
það vitji þeirra hjá undirrituðum og greiði áfallinn kostnað.
Upplýsingar í síma 463 1212.
Fjallskilastjóri.
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Hentugt skrifstofuhúsnæði er til leigu í Hafnar-
stræti 93-95, fjórðu hæð. Húsnæðið, sem er um
350 fermetrar að stærð, er tilbúið til útleigu með
mjög stuttum fyrirvara. Upplýsingar gefur Sigurð-
ur Jóhannesson, aðalfulltrúi, símar 463 0300 og
852 0126.
Kaupfélag Eyfirðinga.
ÞROSKAHJÁLP
Á NORÐURLANDI EYSTRA
Félagsfundur verður laugardaginn 27.
september kl. 14.00 í Kaupangi.
Nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Stjórnin.
3 KirUUG RÍKISINS
Auglýsing
um mat á umhverfisáhrifum - niðurstöður frekari at-
hugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins.
Urðun sorps á Vesturlandi
Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum.
Fallist er á fyrirhugaða urðun sorps í Fíflholtum eins
og henni er lýst í skýrslu um frekara mat á umhverf-
isáhrifum með skilyrðum.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipulagi
ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskm'ðinn
er einnig að finna á heimasíðu Skipulags ríkisins:
http://www.islag.is.
Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfisráð-
herra og er kærufrestur til 22. október 1997.
Skipulagsstjóri ríkisins.
- fyrir þig!
í sláturtíð
Löguð lifrapylsa 454 kr. kg
' Lagaður blóðmör425 kr.kg
Hjörtu 374 kr. kg
Lifur 220 kr. kg
Nýru 158 kr. kg
Svið (Hreinsuð) 383 kr. kg
TILBOÐ
Kindasnitsel 979 kr. kg
Kindagullas 979 kr. kg
Haustsprengjan í fullum gangi.
Gerið góð kaup
Hrísalundur sér um sína