Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Qupperneq 3
|DagurJ3Iímtrm Miðvikudagur 24. september 1997 - 3 F R É T T I R Neytendasamtökin Sjónvarpið Samkomulag við eyfírsk stéttarfélög Drífa Sigfúsdóttir, formaður Neytendasamtakanna, og Vilhjálmur Ingi Árnason, starfsmaður þeirra á Akureyri, ásamt Birni Snæbjörnssyni, formanni Verkaiýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði. Væntanlega hefur ölduganginn lægt í samskiptum félaganna við undirskriftina, en oft var samkomulagið stirt og áhersluatriðin ólík. uyna.Bnnk Neytendasamtökin og stéttarfélögin á Eyjaflarð- arsvæðinu hafa gert með sér samning sem tryggja á öfl- ugt neytendastarf á svæðinu, og er samningurinn afturvirkur frá 1. janúar 1997. Um er að ræða Verkalýðsfélagið Einingu, Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Sjómannafélag Eyjaíjarðar, Starfsmannafélag Akureyrar- bæjar og Iðju - fólag verk- smiðjufólks. Mánaðargreiðsla verkalýðsfélaganna er tæpar 38 þúsund krónur en hækkar eitt- hvað komi Félag byggingar- manna Eyjafirði með. Það var með í samstarfi sem hófst fyrir nokkrum árum, en samstarfið var æði stormasamt og að lok- um ákvað félagið að draga sig út úr því. Þá var oft tekist á með ýmsum hætti. Neytendasamtök- in munu samkvæmt þessu sam- komulagi halda uppi öflugu starfi og gangast fyrir verð- könnun til að tryggja virka sam- keppni og sem lægst verð á vöru og þjónustu á Eyjaijarðarsvæð- inu. Félagsmenn þessara stétt- arfélaga fá leiðbeiningar og upplýsingar hjá kvörtunar- og upplýsingaþjónustu Neytenda- samtakanna, einnig frumráðgjöf hjá lögfræðingi samtakanna. Verkalýðsfélagið Eining mun stuðla að því gegnum skrifstofur sínar á Dalvík og í Ólafsfirði og trúnaðarmenn á öðrum þéttbýl- isstöðum að hægt verði að fram- kvæma reglubundnar kannanir og eftirlit á öllu svæðinu. Fyrir þá vinnu þurfa verkalýðsfélögin ekki að greiða, hún er hluti af styrk stéttarfélaganna til Neyt- endasamtakanna. Björn Snæbjörnsson, formað- ur Einingar, segist fagna þessu samkomulagi sem mun leiða til örari verðkannana og betri þjónustu. Drífa Sigfúsdóttir, for- maður Neytendasamtakanna, segist mjög ánægð með þann stuðning sem verkalýðsfélög á svæðinu hafi veitt neytendum undanfarin ár og það sé m.a. ástæðan fyrir því að þar hafi verið starfsmaður. Neytenda- samtökin stefni að því að þóttríða þjónustunetið um allt land þannig að þjónustan nái til sem allra flestra landsmanna. GG Útvarpsstjóri frestaði Igær tók útvarpsráð loks ákvörðun varðandi umsækj- endur um fréttastjórastarfið hjá sjónvarpinu. Helgi H. Jónsson, núverandi varafréttastjóri sjón- varpsins, fékk 4 atkvæði fulltrúa Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Elín Hirst fékk 3 atkvæði fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. í stað þess að ganga frá ráðningu fréttastjórans, strax að fenginni umsögn útvarps- ráðs, eins og búist var við, frestaði Pétur Guðfinnsson út- varpsstjóri því af ókunnum ástæðum. Þó ber að taka fram að Björn Bjarnason mennta- málaráðherra var erlendis en átti að koma heim f gærkvöld. Guðrún Helgadóttir lét undan þrýstingi flokksfélaga sinna og studdi Helga H. Jónsson. Hún hafði áður lýst því yfir að hún teldi Elínu Hirst hæfasta um- sækjendann. Hún lét bóka í út- varpsráði í gær að vandaræða- gangurinn í þessu máli væri út- varpsráði til vansa. Þá vekur það athygli að full- trúi Kvennalista greiðir karl- manni atkvæði sitt þótt þrjár konur væru meðal umsækjenda. Þetta mál hefur, eins og al- þjóð veit, verið allt hið vand- ræðalegasta fyrir stjórnarflokk- ana og útvarpsráð. Þrisvar sinn- um var því frestað í útvarpsráði að taka ákvörðun vegna deilu um málið innan stjórnarflokk- anna. -S.dór Borgarráð Borgaryfirvöld hafa ákveðið að loka gæsluvöllum við Dunhaga, Sæviðarsund og Yrsufell. Tekist á um gæsluvellina Borgarráð samþykkti í gær að vísa frá tillögu sjálfstæðismanna um að hætt verði við að loka gæsluvöllum við Dunhaga, Sæviðarsund og Yrsufell. Þess í stað yrðu þeir opnir eftir hádegi. í frávísunartillögu borg- arstjóra kom fram að á sl. 10 árum hefur 10 gæsluvöllum verið lokað á sama tíma og 7 nýir hafa verið opnaðir. Þar var jafn- framt bent á að mjög hefur dregið úr aðsókn á gæslu- völlinn f Sæviðarsundi. í starfsáætlun Dagvistar barna fyrir yfírstandandi ár hefði verið gert ráð fyrir lokun vallarins, en því var frestað fram til haustsins vegna óska foreldra. Ekki sé hægt að endurskoða þá áætlun, enda gefur fjár- hagsáætlun Dagvistar barna ekki svigrúm til þess. í til- lögu borgarstjóra er jafn- framt vakin athygli á því að sjálfstæðismenn hafa hvorki gert tillögu um aukafjárveit- ingu eða niðurskurð til að mæta þeim kostnaði sem þeir gera tillögu um. Enn- fremur hefði fulltrúi sjálf- stæðismanna í stjórn Dag- vistar barna ekki gert at- hugasemdir við samþykkt stjórnarinnar f þessu máli. -grh Framsóknarflokkurinn Ein á móti öllum Stjórnarfrumvarp um miðhálendið kallar á eilífan vandræðagang að mati Sivjar Friðleifsdóttur. Hún hefur engan stuðning í þingflokki Framsóknar. Skipulagsmálin á miðhá- lendinu hafa verið í mikl- um ólestri. Þarna eru tæp- lega 400 byggingar og aðeins þriðjungur með tilskilin leyfi. Fráveitumálin eru víða í ólestri og við höfum gengið illa um. Það á sér stað mikil landeyðing. Það hefur aldrei verið tekist á um jafn stórbrotið skipulags- verkefni og við erum að tala um núna,“ segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks- ins. Hún er gegn stefnu eigin þingflokks hvað varðar stjórn- sýslu á miðhálendinu en stjórn- arfrumvarp um miðhálendið verður væntanlega lagt fyrir Al- þingi í haust. Þar kemur m.a. fram að ætlast sé til að þau 40 sveitarfélög sem liggi að miðhá- lendinu eigi að ráða yfir skipu- lags- og byggingamálum, en Siv vill að miðhálendið verði ein stj órnsýslueining. Siv Friðleifsdóttir er á móti hugmyndum flokkssystkina sinna um skipulag á miðhálendinu. „Miðhálendið nær yflr um 40% landsins og er ein mesta náttúruperla íslands. Það er „Ég hef það sterka sannfæringu í þessu máli að það er ekki erfitt að standa ein gegn öllum þing- flokknum.“ eðlilegt að allt svæðið verði ein stjórnsýslueining í stað þess að skipta því upp milli 40 sveitar- félaga sem liggja að miðhálend- inu. Miðhálendið á að gera að þjóðgarði í framtíðinni með Vatnajökul sem miðpunkt og það er miklu eðlilegra að ein nefnd fari með öll skipulags- og byggingarmál en ekki 40 sveit- arfélög," segir Siv. Þau rök heyrast einnig að það skjóti skökku við að í þess- um 40 sveitarfélögum búi að- eins 4% landsmanna. Siv segir að þótt notendur séu auðvitað landsmenn allir sem og erlendir ferðamenn hafi hún frekar at- hugasemdir við aðra hlið mála, burtséð frá því hve margir búa í sveitarfélögunum. „Þetta særir réttlætiskennd sumra en fyrir mér er það miklu meira áhyggjuefni að margir aðilar eigi að skipuleggja þessar eins- leitu landslagsheildir, jökla, óbyggðir og hraunbreiður. Af hverju á að deila þessu upp í 40 renninga? Það hlýtur að vera mjög óæskilegt.“ Skipulags- og byggingamál falla undir umhverfisráðuneytið en ríkisstjórnin leggur öll fram frumvarpið í sínu nafni. Siv hef- ur engan pólitískan stuðning fengið hjá eigin þingflokki en henni fmnst það ekki erfið staða. “Nei, mér finnst hún ekki erfið. Ég hef það sterka sann- færingu í þessu máli. Núverandi frumvarpsdrög munu kalla á eintóman vandræðagang." BÞ

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.