Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Qupperneq 6
6 - Miðvikudagur 24. september 1997
^Dagmr-®ímntn
Reykjavík 8%^
Reykjanes 15%^
p v
t • ' ' , h '
I— Suður[and14%^
Austurland 12%
Norðurland eystra 21%
Norðurland vestra 8%
Vestfirðir 8%
Vesturland 10°/
Hlutfall kvótaeignar kjördæmanna
af heildarkvótanum. Eins og sjá
má skiptist kvótinn misjafnlega
milli kjördæma.
Rót á kvóta
Hafliði
Helgason
skrifar
Norðlendingar hafa
keypt mestan kvóta á
síðustu tíu árum og
Reykvíkingar og
Reyknesingar seit
mest.
Frjáls viðskipti með afla-
heimildir hafa orðið til
þess að kvóti fyrir millj-
arða króna hefur skipt um eig-
endur. Afar mismunandi er
milli kjördæma hversu mikill
kvóti hefur færst til. Reykjavík,
Reykjanes og Austurland hafa
látið frá sér talsverðar veiði-
heimildir. Einungis tvö kjör-
dæmi auka veiðiheimildir sínar
með kvótakaupum, en það eru
Norðurland-vestra og þó eink-
um Norðurland-eystra, en
þangað hefur bróðurpartur
seldra veiðiheimilda farið. Þessi
breyting á kvóteign byggðarlag-
anna verður þrátt fyrir að
ákvæði í lögum um sölu afla-
heimilda geri ráð fyrir að sveit-
arfélögin hafi forkaupsrétt á
skipum sem skráð eru í byggð-
arlaginu.
Þetta kemur fram í lokarit-
gerð Magnúsar Pálma örnólfs-
sonar, en hann útskrifaðist úr
hagfræði frá Háskóla íslands
síðastliðið vor. Magnús skoðaði
í ritgerð sinn sölu varanlegra
aflaheimilda á tíu ára tímabili,
frá 1986-1996. Ekki er tekið
með í reikninginn leiga á kvóta,
en gera má ráð fyrir að slík við-
skipti séu umtalsverð.
Verðmætið 200
milljarðar
Verðmæti heildarkvóta og
þeirra varanlegu aflaheimilda
sem skipt hafa um eigendur er
áætlað út frá kvótaverði í ágúst
í fyrra og samkvæmt þeirri nið-
urstöðu er verðmæti kvóta
landsmanna í kringum 200
milljarðar. Þetta þýðir að ef
kvótanum yrði skipt á milli
allra íslendinga kæmi kvóti að
verðmæti 740 þúsund í hlut
hvers. Magnús segir að þetta sé
sett fram til skemmtunar og
verði að taka með fyrirvara.
Ljóst sé að ef stór hluti kvótans
færi á einu bretti á markað þá
myndi verðið lækka verulega.
Verðmæti þeirra aflaheim-
ilda sem skipt hafa um eigend-
ur er 14,5 milljarðar. Af þessum
viðskiptum hefur kvóti fyrir um
10 milljarða verið keyptur til
Norðurlands eystra og hefur
kvótaeign á Norð-austurlandi
vaxið um rúm 42%. Af þessu
má sjá að 7% heildarkvótans
hafa skipt um eigendur á 10
ára tímabili og 5% kvótans hafa
verið keypt til Norðurlands-
eystra.
Sjö mögur ár
Heildarkvóti Norðurlands-
eystra er 21,1% af heildarkvóta
landsmanna og akureyrsk fyrir-
tæki eiga rúm 44% af heildar-
Þetta þýðir að ef að
kvótanum yrði skipt á
milli allra íslendinga
kæmi kvóti að verð-
mæti 740 þúsund í
hlut hvers íslendings.
kvóta kjördæmisins. Magnús
Pálmi segir að það sé athyglis-
vert að lítil viðskipti hafa verið
með varanlegan þorskkvóta.
Ástæðu þessa segir hann vera
að menn geri sér vonir um að
skerðingar á aflaheimildum
gangi til baka og menn vilji ekki
rýra möguleika sína tfl hlut-
deildar í væntanlegri aukningu
í tegundinni. Tilfærsla þorsk-
kvóta hefur einkum verið frá
Reykjavík til Norðurlands-
eystra. Þetta litla framboð á
varanlegum heimildum í þorski
endurspeglast í verðinu, en 720
krónur hafa verið greiddar fyrir
kílóið af varanlegum þorsk-
kvóta. Algengt verð fyrir kíló af
þorski á fiskmarkaði er 100
krónur kflóið, þannig að sjö ár
tekur að veiða fyrir kvótaverð-
inu og er þá ekki tekið tillit til
kostnaðar við veiðarnar.
Vestfirðingar látið
minnst frá sér
Vestfirðingar hafa kvartað mik-
ið undan kvótakerfinu, en sam-
kvæmt könnun Magnúsar hafa
Vestfirðingar látið minnstan
kvóta frá sér af þeim kjördæm-
um sem selt hafa frá sér kvóta
á annað borð. Magnús segir
skýringuna á þessu vera þá að
skerðing á þorskkvóta sem hef-
ur verið veruleg á síðustu árum
hafi bitnað mest á Vestfirðing-
um þar sem hlutur þorsks í afla
þeirra sé mikill. Hann segir al-
gengan misskilning felast í því
að rugla saman kvóta í tegund-
inni þorskur við kvóta veginn
og mældan í þorskígildistonn-
um. Góðu fréttirnar fyrir Vest-
firðinga séu þær að aukinn
þorskafli muni skila sér til
þeirra í réttu hlutfalli við skerð-
inguna sem þeir urðu fyrir þeg-
ar dregið var úr veiðiheimild-
um.
Almennt séð er niðurstaða
Magnúsar sú að kvótakerfið
leiði til þess að kvótinn leiti
þangað sem hagkvæmnin sé
mest. í því sambandi tekur
hann dæmi af skelfiski, en
veiðiheimildir í hörpuskel skipt-
ast nú á milli þriggja kjördæma,
en þegar veiðiheimildum var
upphaflega úthlutað, þá skiptist
kvótinn á milli fimm kjördæma.
Sérhæfingin er ein af þeim að-
ferðum sem menn hafa notað
til að tryggja afkomu fyrirtækj-
anna, menn kaupa þá kvóta í
tegund sem þeir ætla að leggja
áherslu á og selja í öðrum.
Þannig verða til öflug sérhæfð
fyrirtæki sem geta nýtt sérhæf-
inguna til hagræðingar.
Sveitarfélög verða án
veiðiheimilda
Tilfærsla veiðiheimilda milli
kjördæma segir samt ekki alla
söguna, því veruleg tilfærsla
hefur orðið milli einstakra
sveitarfélaga í sama kjördæmi.
Þannig hefur kvóti Suðureyrar
minnkað um 80% en kvóti ís-
firðinga hefur vaxið um 71%.
Það eru því fremur einstök
sveitarfélög sem auka kvótann
eða minnka hann, fremur en að
sveiflan sé mikil milli kjör-
dæma.
Ritgerð Magnúsar mun ef-
laust ekki verða til þess að deil-
ur um leiðir við fiskveiðistjórn-
un verði lagðar niður. Ilins veg-
ar liggja fyrir góðar upplýsing-
ar um stöðu mála sem menn
geta rætt málin útfrá. Fylgjend-
ur veiðigjalds benda á að þess-
ar tölur sýni að fyrst fyrirtæki
geti keypt aflaheimildir fyrir
14,5 milljarða, þá geti þau allt
eins greitt veiðigjald. Fylgjend-
ur ríkjandi kerfis benda á hag-
ræðinguna sem kerfið skapi.
Svo eru líka þeir sem líta til fé-
lagslegrar afleiðingar þess að
einhver sveitarfélög muni á
endanum sitja eftir án nokk-
urra veiðiheimilda.
Umræðan um réttmæti þess
að úthluta verðmætum lands-
manna á þann hátt sem nú er
gert mun halda áfram. Innlegg
Magnúsar Pálma í þá umræðu
er að sýna á skilmerkilegan
hátt hvaða fjármunir það eru
sem skipta um eigendur og
hvert verðmæti eignar þjóðar-
innar er miðað við viðskipti
með hana.
Súluritið til vinstri sýnir verðmæti keypts og selds kvóta í milljörðum króna. Súluritið til hægri sýnir hlutfallslega
minnkun eða aukningu kvóta einstakra kjördæma.
II