Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Side 11
Jktgur-'Etmtmt
Miðvikudagur 24. september 1997 - 11
H E S T A R
Ásaþór frá Feti Kraflarssonur úr ræktun Brynjars Vilmundarsonar. Knapi Erlingur Erlingsson. Myn&.Ej
Reglur um matárækt-
unarmanni ársins
HESTA-
IVIÓT
Kári
Arnórsson
I^síðustu HESTAMÓTUM var
íjallað um verðlaunastig
kynbótahrossa, einkum
stóðhesta. Þar var þess getið að
hvað hryssur varðar þá væri
matið þar ekki síður athugavert
en á stóðhestunum. Á fjórð-
ungsmótinu á Kaldármelum í
sumar þá hlutu hvorki meira né
minna en 12 hryssur 1. verð-
laun fyrir afkvæmi. Ég held að
þetta mat sé óhjákvæmilegt að
endurskoða. Það gengur ein-
faldlega ekki upp að hryssur
sem fá umsögn, eins og margar
sem þarna komu fram eigi að
hljóta 1. verðlaun. Sé það hins
vegar talið rétt þá tapar þetta
verðlaunastig allri merkingu. í
umsögn um mörg þessi hross
kemur fram að þau séu sæmi-
leg. Hross sem hljóta 1. verð-
laun fyrir afkvæmi eiga að gefa
verulega góð afkvæmi og heið-
ursverðlaunahross afbragðsaf-
kvæmi. Þarna held ég menn
verði að gera mun meiri kröfur.
Hvernig á að velja rækt-
unarmann ársins?
En úr því minnst er á mat á
hrossum þá er ástæða til að
minnast á þær reglur sem gilda
um val á ræktunarmanni árs-
ins. Samkvæmt reglunum eins
og þær eru í dag þá skiptir
mestu máli hvort ræktandinn
hafl komið upp stóðhesti sem
síðar hefur hlotið heiðursverð-
laun. Víst er það virðingarvert
en hitt finnst mér þó skipta
meira máli að ræktandinn sem
þennan titil hlýtur hverju sinni
hafi það árið skarað fram úr í
sinni ræktun. En þeir sem t.d.
skara fram úr með mjög góðan
hryssuhóp eiga ekki mikla
möguleika á að hijóta þennan
titil ef þeir hafa ekki fram að
bjóða stóðhest sem hlotið hefur
verðlaun fyrir afkvæmi. Nú er
það svo með stóðhesta sem slík
verðlaun hljóta að það er undir
hælinn lagt hvort þau afkvæmi
sem lyft hafa honum til verð-
launa séu í eigu þess sem stóð-
hestinn er fæddur hjá. Venju-
lega eru afkvæmin dreifð milli
eigenda og upphaflegi eigand-
inn ekkert haft með það að
gera hvernig hesturinn var not-
aður.
Þeim sem koma með úrvals-
hryssur þarf að gera hærra
undir höfði. Þess eru dæmi að
menn hafi hlotið þennan heiður
þó svo þeir hafi ekki átt hryssur
til margra ára sem staðið hafa
framarlega. Enginn neitar því
að þeir sem tekst að rækta
stóðhesta sem skila góðum af-
kvæmum eigi ekki allt gott skil-
ið en hinu má þó ekki gleyma
að góður hryssustofn er það
sem gefur ræktandanum bestan
árangur og er uppistaðan í
hverju stóði og ræktandinn
sjálfur stjórnar því undir hvaða
hest hann leiðir hryssur sínar.
Stóðhestanotkunin er hins veg-
ar breytileg milli ára. Eins má
minna á það að hvatning til að
nota eingöngu góðar hryssur í
folaldseign er nauðsynleg. Þess
vegna á sá ræktunarmaður
sem kemur fram með góðan
hryssuhóp að eiga jafna mögu-
leika á við stóðhestabóndann.
Þær reglur sem nú eru í gildi
eru þannig:
Stóðhestar með afkvæmum
heiðursv. 12 stig
1. verðl. 10 stig
2. v. 4 stig
Hryssur með afkvœmum
heiðursv. 10 stig
1. verðl. 4 stig
Einstaklingar, stóðhestar og
hryssur:
einkunn hœrri en 8,15
6 v og eldri 8 stig
5 v. 10 stig
4 v. 12 stig
einkunn 8,00-8,14
6 v og eldri 4 stig
5 v. 6 stig
4 v. 8 stig
einkunn 7,75 - 7,99
6 v og eldri 2 stig
5 v. 3 stig
4 v. 4 stig
Þessi viðurkenning er
skemmtileg tilbreyting og á að
mínu viti að veitast þeim sem
nær almennt séð besta árangri
hvers árs. Ef maður ætti að spá
í ræktunarmann þessa árs þá
kemur manni fyrst í hug Brynj-
ar Vilmundarson, sem auk þess
að sýna hátt dæmdan stóðhest
úr sinni ræktun, sýndi hóp af
mjög góðum hryssum. Mér
finnst enginn ræktandi hafa
sýnt glæsilegri árangur á þessu
ári. Auk þess sýndi Brynar
stóðhestinn Kraflar frá Miðsitju
til 1. verðlauna og mun hann
vera í efsta sæti hesta sem eiga
færri en 15 afkvæmi dæmd. En
Kraflar er fæddur Jóhanni Þor-
steinssyni í Miðsitju en ekki
Brynjari.
Sverir hálsar
dæmdir niður
s
þessu sumri urðu
greinilega breytingar
í dómum þar sem
verið var að taka á sköpu-
lagsþáttum og var það að
þessu sinni hálsinn sem nú
var dæmdur harðar en áður.
Einkunn fyrir háls og herðar
hefur hvað hæst vægi í
sköpulagsdómi. Mörg und-
anfarin ár hafa einkunnir
fyrir þennan eiginleika verið
háar þó svo að hesturinn
hefði sveran og djúpan háls.
Þá hefur meira ráðið hve vel
hesturinn hefur nýtt hálsinn
sem kallað er þ.e. hve vel
hann hefur komið úr herð-
um. Þetta hefur áður verið
gagnrýnt hér í HESTAMÓT-
UM því sá háls sem í hlut
hefur átt er ekki æskilegur
og ekki í samræmi við þá
skilgreiningu sem er að
finna á bakvið einkunnina.
Þetta leiðir hugann að því
hvort ekki sé rétt að aðskilja
einkunn fyrir háls og herðar.
Þá er hægt að taka hart á
því ef hestar eru með þykk-
an svíra en gefa þeim hins
vegar gott fyrir herðar ef
þeir koma vel úr þeim
þannig að reisingin sé góð.
Því hefur verið svarað til að
það sé ekki æskilegt að
íjölga dómsþáttum. En há
einkunn fyrir háls og herðar
sem nær eingöngu byggir á
góðri reisingu er ekki hvati
til að rækta fínan og grann-
an háls. Þessir hestar eru yf-
irleitt líka það þykkir í kverk
að þeir geta sjaldnast borið
höfuð í lóð. I staðinn fyrir
sveigðan makka þá verður
makkinn beinn.
Það var því ástæða til að
taka á þessum þætti bygg-
ingar, en spurning hvort
hægt sé að gera það nógu
vel án þess að aðskilja háls
og herðar í einkunn.
Nú er verið að leggja síð-
ustu hönd á útreikninga fyr-
ir BLUPið og fróðlegt verður
að sjá hver áhrif breytinga í
dómum hafa haft þar. Ileyrst
hefur að nú vegi meira ein-
staklingsdómur á hestinum
og erfðir frá honum en ættin
fái minna vægi, sem hefur
verið mjög áhrifamikil í mat-
inu til þessa.
Stökkbreytingar í
stökkeinkunnum
Einn þáttur í hæfileikadómi
sýnist mér hafa tekið mikl-
um breytingum en það er
einkunn fyrir stökk. Ekki
kann ég neinar skýringar á
þessum breytingum en 40
hross hafa á þessu sumri
fengið 9 og þar yfir og þar af
sex 9,5. Þetta hlýtur einnig
að hafa breytingar á þessum
þætti í BLUPinu.
Þó nokkrar breytingar
munu vera á stigaröðun
hesta í kynbótamatinu sem
væntanlegt er næstu daga.
Heyrst hefur að þrír hestar
hafi verulega bætt stöðu sína
í einstaklingsmatinu, þeir
Toppur frá Eyjólfsstöðmn og
hálfbræðurnir Kraflar frá
Miðsitju og Trostan frá
Kjartansstöðum sem báðir
eru synir Hervars frá Sauð-
árkróki. Vonandi verður
hægt að birta kynbótamatið í
næstu HESTAMÓTUM.
Leiðrétting: í næst síðustu
HESTAMÓTUM var sagt að
hryssan Víma frá Neðri-
Vindheimum hefði hæsta
hæfileikadóm sumarsins.
Þetta er ekki rétt því stóð-
hesturinn Gustur frá Grund
hlaut 8,69 fyrir hæfileika en
Víma 8,64. Þetta leiðréttist
hér með og eru aðilar beðnir
velvirðingar á þessari mis-
sögn.
Mörg afkvæmi Orra frá Þúfu hafa þykkan háls en koma vel úr
herðum. Myn&.Ej
Kappreiðum verður sjónvarpað á Sýn
Hestamannafélagið Fákur
og sjónvarpsstöðin Sýn
stóðu fyrir þeirri ný-
breytni um síðustu helgi að
vera með gæðingamót og kapp-
reiðar á Fáksvellinum í Víðidal.
Sjónvarpað var frá kappreiðun-
um og tókust þær furðu vel
miðað við aðstæður, en það var
grenjandi rigning og vellirnir
því mjög þungir. Þetta var
skemmtileg nýbreytni sem leng-
ir keppnistímann og þarna var
starfræktur veðbanki og var
þátttaka í veðmálum talsverð.
Þetta var tilraunamót og von-
andi verður framhald á í vetur
og næsta sumar.
Oft hefur verið á það minnst
að nauðsyn sé að koma hesta-
íþróttum meira að í sjónvarpi
en hingað til hefur verið. Sjón-
varpsstöðvarnar passa sig mjög
vel á því að birta helst ekkert
frá keppnum í hestaíþróttum þó
svo smá viðburðir í öðrum
íþróttum virðist eiga greiðan
aðgang að útsendingum.
En leiðin til að komast að
þessum íjölmiðlum er í gegnum
kostun þ.e. að fá fyrirtæki til að
styrkja þessi mót gegn því að
þau komi sér um leið á fram-
færi við áhorfendur. Þetta er
vonandi bara byrjunin.
í A-flokki sigraði Prins frá
Hörgshóli knapi Sigurður Sig-
urðarson og í B-Flokki Frasæll
knapi Ásgeir Svan Herbertsson.
250 metra skeiðið sigraði
Ósk frá Litla-Dal á 22,51 sek.
knapi Sigurbjörn Bárðarson.
150 metrana sigraði Bendill frá
Sauðafelli á 14,48 sek. knapi
Ragnar Hinriksson og í 300
metra stökki var sigurvegari
Kósi frá Efri-Þverá á 21,9 sek.
knapi Sigurjón Ö. Björnsson.
Veitt voru 100 þús. króna
verðlaun fyrir sigur í hverri
hlaupagrein auk þess sem sá
sem sigraði með mestum mun í
sínu hlaupi fékk 100 þús. til
viðbótar. Það var Kósi frá Efri-
Þverá. Við þetta tækifæri var
Logi Laxdal krýndur skeiðknapi
ársins 1997. Það var Skeið-
mannafélag Islands sem stóð
fyrir þeirri athöfn.