Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Blaðsíða 5
ÍDíigur-^mmm
TJ lí 17 T T T B
Þriðjudagur 24. september 1997 - 5
TBBIBHjllBM
Launabilið hefur aukist
Jóngeir H. Hlinason
framkvæmdastjóri VMS
Meiri launahœkkun en almennt
hefur verið.
Ófaglærðir huga að
leiðréttingu á laun-
um. Verkalýðshreyf-
ingin getur ekki öf-
undast út í þá sem
semja betur.
Svo kann að fara að Starfs-
mannafélagið Sókn kreiji
borgina um leiðréttingu á
launum ófaglærðs
starfsfólks á leik-
skólum í framhaldi
af nýgerðum
samningi leik-
skólakennara. Jón-
geir H. Hlinason,
fr amkvæmdastj óri
Vinnumálasam-
bandsins, segir að
þótt samningur
leikskólakennara
feli í sér meiri
launahækkun en samið hefur
verið um, þá geti verkalýðs-
hreyfmgin ekki verið með neina
öfund út í þá sem semji betur.
„Það kom svona launabil á
milli starfsfólks á leikskólum
árið 1987. Þá gengum við á
fund Davíðs Oddssonar, þáver-
andi borgarstjóra, sem leiðrétti
kjör ófaglærðra um einn launa-
flokk. Það eru til fordæmi fyrir
hinu og þessu,“ segir Þórunn
Sveinbjörnsdóttir, formaður
Starfsmannafélagsins Sóknar.
Enn sem komið er hefur það
ekki verið rætt innan stjórnar
Sóknar hvort farið verði fram á
leiðréttingu á launum ófag-
lærðra á leikskólum. Þórunn
útilokar ekki að það verði skoð-
að nánar síðar á árinu. Vanda-
málið sé hinsvegar að félagið sé
með bundinn samning út samn-
ingstímann. Sjálf segist hún
fagna því þegar aðrir hópar ná
árangri við samningaborðið og
þá sérstaklega kvennastéttir
sem einatt eigi undir að högg
að sækja. f kjarasamningi sín-
um sl. vor fengu ófaglærðir
starfsmenn leikskóla um 20%
launahækkun á móti 24-26% í
nýgerðum samningi leikskóla-
kennara. Samningstími þeirra
síðastnefndu er jafnframt
nokkru lengri en hjá Sókn, eða
tU ársloka árið 2000.
Framkvæmdastjóri Vinnu-
málasambandsins bendir á að
almennt sé kauphækkun á
samningstímanum á almenna
markaðnum um 13-16%, þótt
finna megi dæmi um meiri
hækkanir hjá einstaka einstakl-
ingum. í þeim efnum getur ver-
ið um að ræða allt að 25-30%
hækkanir og jafnvel meira. Á
móti var samið um ákveðna
hagræðingu í samningum á al-
menna markaðnum, sem ekki
virðist vera að finna í leikskóla-
samningnum. Þá er samnings-
tíminn lengri hjá leikskólakenn-
urum, eða til ársloka árið 2000.
Á almenna markaðnum er gild-
istími margra samninga fram í
febrúarlok sama ár -grh
Ófaglært starfsfólk á leikskólum telur að launabilið meðal starfsmanna hafi aukist með nýgerðum samningi leik-
skólakennara.
Hagkaup
opnar verslun
Unnið af kappi að undirbúningi að lagningu bundins slitlags á Strákavegi
fyrir skemmstu. Þá verður langþráðum áfanga í náð í samgöngumálum
Siglfirðinga. MyndiGS
Almenningar lagðir
bundnu slitlagi
Unnið hefur verið í sumar
við endurbætur á þjóð-
veginum um Almenn-
inga, þ.e. á Strákavegi milh
Siglufjarðar og Fljóta. Þessa
dagana er verið að undirbúa
veginn undir lagningu á varan-
legu slitlagi sem lagt verður
næstu daga. Þá geta Siglfirðing-
ar ekið á bundnu slitlagi frá
Siglufirði að Reykjahólabökkum
í Fljótum, en þaðan og í Hofsós
er enn ekið á malarvegi. Frá
Hofsósi er svo hægt að aka á
bundnu slitlagi til Reykjavíkur.
Verktaki að þessum fram-
kvæmdum er Möl & sandur á
Akureyri og var tilboðið upp á
30 milljónir króna. Þetta var
stærsta einstaka framkvæmdin
á Norðurlandi vestra á þessu
sumri. GG
í kring um næstu ára-
mót mun Hagkaup
opna matvöruverslun
í Borgarnesi þar sem
nú er Verslun Jóns og
Stefáns. Hagkaup
hafði frumkvæðið að
kaupunum eftir
ábendingar frá
heimamönnum, segir
Óskar Magnússon
forstjóri.
Gera má ráð fyrir að Hag-
kaup opni verslun í Borg-
arnesi í kring um næstu
áramót en nýverið var gengið
frá kaupsamningi milli Ilag-
kaups og eigenda Verslunar
Jóns og Stefáns í Borgarnesi
(JS).
Óskar Magnússon, forstjóri
Hagkaups, segir að fyrst og
fremst verði um matvöruversl-
un að ræða og núverandi
starfsfólki Verslunar Jóns og
Stefáns verði boðið starf þegar
að því kemur að Hagkaup opni
verslunina. Auk heimamanna
er horft til ferðamannaumferð-
arinnar varðandi viðskipti.
“Verslunin er ágætlega staðsett
fyrir það. Það þarf ekki að fara
langt til að komast í hana frá
gatnamótum,“ bendir Óskar á.
Aðdragandinn að kaupunum
var stuttur, eða um tvær vikur.
„Við höfðum frumkvæði að því
sjálfir þegar við fréttum af því
að þetta kynni að vera falt, eftir
ábendingu frá fleiri en einum
íbúa í Borgarnesi," segir Óskar.
“Við höldum að það geti verið
skynsamlegt og spennandi að
reka verslun í Borgarnesi og
okkur heyrist að okkur muni
verða vel tekið, ég hef ekki
heyrt neitt annað. Menn höfðu
áhyggjur af því að þarna væri
kannski að íjara út sú sam-
keppni sem hefur verið á staðn-
um og það er ef til vfll ein
ástæðan fyrir því að við heyrum
góð orð um þetta. Svo á eftir að
reyna á það allt saman."
Óskar vildi ekki viðurkenna
að í þessu fælist stefnubreyting
hjá Hagkaup varðandi verslun-
arrekstur á landsbyggðinni.
„Við höfum verið að reka búðir
úti á landi og þarna kom tæki-
færi sem okkur leist vel á. Við
höfum ekki verið með neina
sérstaka útþenslu-
stefnu í gangi en
horft í kring um
okkur ef eitthvað
hefur verið sem
okkur hefur fund-
ist spennandi,"
segir hann.
Hagkaup rekur
nú verslanir á Ak-
ureyri og í Njarð-
vík auk höfuðborg-
arsvæðisins og er
innan tíðar að
opna verslun í
Mosfellsbæ. “Þetta var einstakt
tækifæri sem kom upp og at-
hygli okkar var vakin á því og
við nýttum okkur það. Svo nær
það ekkert lengra, það er ekk-
ert tilefni til að draga neinar
víðtækari ályktanir afþessu.“
Tvær matvöruverslanir aðrar
en JS eru í Borgarnesi, báðar í
eigu Kaupfélags Borgfirðinga
(KB). Samningaviðræður höfðu
verið í gangi milli kaupfélagsins
og eigenda JS um að KB keypti
Verslun JS en kaupfélagið dró
sig út úr þeim viðræðum vegna
andstöðu við kaupin innan fé-
lagsins. -ohr
Óskar Magnússon
forstjóri Hagkaups
Við höldum að það
geti verið skgnsamlegt
og spennandi að reka
verslun í Borgarnesl