Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Side 10
10 - Miðvikudagur 24. september 1997
®agur-'S3mbm
/ Þ R Ó T T l R
KNATTSPYRNA
Fór hluti af félagaskiptum
Þorvalds tiam undti borði?
Rannsóknarnefnd á vegum enska knattspyrnu-
sambandsins hefur gert athugasemd við félaga-
skipti Þorvalds Örlygssonar, frá KA til Nottingham
Forest, sem áttu sér stað haustið 1989. Leitt er
getum að því að hluti greiðslunnar, 45 þúsund
pund (um 5 millj. að núvirði), hafi verið fluttur
með fiskiskipi frá Akureyri og runnið í vasa
framkvæmdastjóra enska félagsins.
Nefndin skilaði greinar-
gerð um málið sl. föstu-
dag og var hún birt
breskum fjölmiðium. Málsatvik
eru þau að Nottingham Forest
sýndi leikmanni KA, Þorvaldi
Örlygssyni, áhuga. Pegar Forest
fór að spyrjast fyrir um kaup-
verð á Þorvaldi var það sagt
vera 150 þúsund sterlingspund,
en eftir að Ronnie Fenton, að-
stoðarmaður Brian Glough
framkvæmdastjóra, hafði komið
til Akureyrar, var verðið
skyndilega orðið 174 þús. pund.
Vitni hafa síðan sagt frá því að
Fenton haíl farið frá Notting-
ham til Hull, til að sækja 45
þúsund sterlingspund, sem
komu með fiskiskipi frá Akur-
eyri og voru greidd „undir
borðið". Hvað varð af þeim
peningum hefur ekki komið í
ljós, að mati nefndarinnar, en
lesa má á milli línanna að talið
er að þeim fjármunum hafi ver-
ið skipt á milli framkvæmda-
stjóranna, Glough og Fenton.
Enska rannsóknarnefndin
hefur tekið ijölmarga menn tali
vegna þessa máls, marga
starfsmenn enska félagsins á
þeim tíma sem um ræðir, svo og
forráðamenn Knattspyrnudeild-
ar KA.
Fengum það sem um
var samið
„Við þekkjum ekki til þessa
máls, annað en það sem snýr
að okkur,“ sagði Stefán Gunn-
laugsson, sem var formaður
knattspyrnudeildar KA, sem
hafði með málið að gera.
„Það var gengið frá óform-
legu tilboði í ágústmánuði, þeg-
ar við fórum út, ég og Þorvald-
ur. Síðan hækkuðu þessar upp-
hæðir eftir að KA varð íslands-
meistari í september og eftir að
Þorvaldur var valinn leikmaður
ársins," sagði Stefán.
Aðspurður um hvort hluti af
greiðslunni fyrir Þorvald hafi
farið utan á ný, með fiskibát
sagði hann svo ekki hafa verið.
Enska félagið hefði í hvívetna
staðið við sinn hluta. „Við feng-
um það verð sém um var
samið. Fenton var sá eini sem
vann í þessu máli fyrir enska
liðið og hann kom hingað til
lands og gekk frá málinu.
Enska félagið greiddi uppsett
kaupverð og sú upphæð fór inn
á okkar reikning í einu lagi.“
Þorvaldur Örlygsson.
Aðspurður um hvert kaup-
verðið hefði verið, sagði Stefán
að það gæti verið rétt sem
stendur í skýrslu nefndarinnar
að það hefði verið 174 þúsund
pund, en að KA hefði þó langt í
frá fengið alla þá upphæð, hluti
af greiðslunni hafi til að mynda
runnið til Þorvalds. KA hafi
hins vegar gert hreint fyrir sín-
um dyrum við rannsóknar-
nefndina og sýnt fram á banka-
innlegg frá þeim tíma sem um
ræðir.
KNATTSPYRNA
Utilsvirðing
Hvað eftir annað gerist
það að kvennaknatt-
spyrnunni er sýnd lít-
ilsvirðing af knattspyrnufor-
ystunni. Seinasta dæmið um
það er hörmuleg umgjörð
meistarakeppninnar á laug-
ardaginn. í stað þess að
sýna leiknum þann sóma
sem hann átti skilið, að vera
leikinn á þjóðarleikvangin-
um í Laugar-
dal, var hann
settur á Vals-
völlinn að
Hlíðarenda
og það á
sama tíma og
lokaumferðin
í fyrstu deild
karla fór
fram. Vals-
völlurinn er
alls góðs
verður en
þar á ekki að
leika úrslita-
leik í meist-
arakeppni á
vegum KSÍ.
Aðstaðan þar
er engin fyrir
þá fjölmiðlamenn sem
sýndu stelpunum þá virð-
ingu að láta sjá sig. í rign-
ingarsuddanum var hvergi
afdrep til skrifta og kannski
þessvegna fengu þeir ekki
einu sinni leikskýrslur fyrir
leikinn nema að eltast við
þær um allt svæðið. Mér er
til efs að október leikur ÍBV
og Keflvíkinga fari fram, lít-
ið sem ekkert auglýstur, á
Fylkisvellinum. Umfjöllun
um leikina er í réttu hlut-
falli við áhuga KSÍ á þeim.
Auglýsingar fyrir leikinn
voru einnig skornar við
nögl. Kannski var ekki ætl-
ast til þess að fólk kæmi að
horfa á stelpurnar. Kannski
hefðu liðin átt að skrýðast
hermannabúningum í felu-
litum til þess að tryggja að
sem allra fæstir yrðu varir
við að þarna væru stelpurn-
ar að berjast um titilinn,
MEISTARAR MEISTAR-
ANNA. Það tókst líka ágæt-
lega að forða fólki frá því að
koma á leikinr því þegar
hann hófst voru 19 manns í
stúkunni,
blaða- og
kvikmynda-
tökufólk
meðtalið.
Það ljölgaði
aðeins þegar
á leikinn leið
og nokkrar
fjölskyldur í
Vesturbæn-
um höfðu
haft spurnir
af hvað væri
að gerast á
Hlíðarenda.
Það er
tími til kom-
inn að menn
fari að taka
sig saman í andlitinu og
standa við stóru orðin um
jafnréttið. Stelpurnar leggja
ekkert minna á sig en karl-
arnir þegar að knattspyrn-
unni og öðrum íþróttum
kemur. Það er nefnilega
ekki bara við KSÍ að sakast í
þessum efnum. Stelpurnar
eiga fullkomlega skilið að
peningar séu settir í
kvennaflokkana og að
þeirra úrslitaleikjum sé gert
jafn hátt undir höíði og úr-
slitaleikjum karla. Við, fjöl-
miðlarnir, KSÍ, og hin sér-
samböndin, getum ekkert
annað gert en að taka okk-
ur á í þessum efnum. Lægra
er ekki hægt að leggjast.
GuðniÞ. Ölversson.
íþróttir eru
forvarnastarf. Svo
segja forystusauð-
irnir alla vega
þegar þeir eru að
seilast í vasa
skattborgara eftir
sjálfsögðum styrkj-
um. Þarf kannski
ekkert forvarna-
starf hjá stelpum.
HANDBOLTI
Spenn-
andifrá
upphafí
Blenda
Þorbjörn Jensson er bjartsýnn á
handboltavertíðina.
Svo mælti Þorbjörn Jensson,
landsliðsþjálfari, eftir leik
Hauka og Vals í annarri
umferð Nissandeildarinnar á
sunnudag. Leiknum lauk með
jafntefli, 26-26. Júlíus Gunnars-
son tryggði Valsmönnum stigið
með skoti á síðustu sekúndu
leiksins. Þá voru Haukarnir enn
að fagna marki Arons Krist-
jánssonar, sem hann skoraði sjö
sekúndum áður og þeir héldu
að væri sigurmark leiksins. Þó
svo að Valsararnir hafi verið
yfir í fyrri hálfleik hafði maður
ekki á tilfinningunni að það
væri það sem koma skyldi í
leiknum,“ sagði Þorbjörn enn
fremur. „Haukarnir jöfnuðu
strax í seinni hálfleik og voru
nánast með yfirhöndina síðustu
fimmtán mínúturnar í leiknum.
Valsararnir voru þó alltaf að
narta í hælana á þeim. Síðan
var þetta bara einn hasar í
restina, heppnismörk voru
skoruð og leikurinn endar í
jafntefli.“ Þorbjörn var nokkuð
sáttur við handboltann sem
leikinn var í Strandgötunni
“Það var margt jákvætt við
handboltann. Bæði liðin spiluðu
þokkalega vörn í fyrri hálfleik
en smá misbrestur var þar á í
seinni hálfleiknum. Þá léku
menn meira af kappi en forsjá.
Annars var þetta leikur eins og
fólk vill koma og horfa á.“
Davíð Ólafsson lék mjög vel
með Valsliðinu, skoraði fimm
mörk og gerði sóknarmönnum
Hauka oft erfitt fyrir. “Já, hann
var að spila vel. Þetta árið er
hann ekkert meiddur og hann
er að koma vel til. Svo eru fleiri
strákar í báðum liðum sem
voru að spila vel í kvöld.
“Hvernig finnst landsliðsþjálf-
aranum íslandsmótið fara af
stað? “Mér líst nú bara vel á
þetta. Ég gat því miður ekki
fylgst með fyrri umferðinni
nema í sjónvarpi. En ég er bara
nokkuð ánægður með það sem
er að gerast þrátt fyrir að við
séum búnir að missa marga af
bestu leikmönnum okkar til út-
landa. Það er bara svo mikil
handboltahefð hjá okkur. Þó
aðal hetjurnar fari út koma
bara nýjar hetjur í staðinn.
“Önnur úrslit urðu nokkurn
veginn eftir bókinni ef frá er
talinn leikur íslandsmeistar-
anna KA og FH. Gestirnir úr
Hafnarfirði unnu þar stærri sig-
ur og sætari en búast mátti við,
28-34. Annars voru úrslit helg-
arinnar þessi:
Haukar-Valur 26-26
HK-Stjarnan 25-23
UMFA-Fram 25-22
Víkingur-ÍBV 26-28
ÍR-Breiðabl. 37-24
KA-FH 28-34