Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Qupperneq 4
4 - Miðvikudagur 24. september 1997
®agur-®œttrat
Til íbúa
á Eyjafjarðarsvœðinu
Opna stofu í október næstkomandi
hjá Lœknaþjónustunni, Hafnarstrœti 95, Akureyri.
Tímapantanir alla virka daga,
frá kl. 12.00 til kl.l 4.00.
Sími 462 2315.
Gunnar Rafh Jónsson
Sérgrein - almennar skurölækningar
Sýslumaðurinn á Akureyri
Dýrahald í atvinnuskyni
Samkvæmt nýrri reglugerð nr. 499/1997, um dýrahald í
atvinnuskyni, sem sett eru samkvæmt lögum nr.
15/1994 um dýravernd, er hvers konar starfsemi með
dýr, sem gjald er tekið fyrir háð leyfí sýslumanns, t.d.
dýraræktun,
dýragæsla,
dýrasnyrtistofur,
tamningastöðvar dýra,
einangrunarstöðvar dýra,
dýrasýningar,
og dýragarðar.
dýraverslun,
dýraspítalar,
dýraleiga (t.d. hestaleiga),
þjálfunarskólar dýra,
dýrakeppnir,
dýraflutningar
t>eim sem stunda starfsemi sem er leyfísskyld sam-
kvæmt reglugerðinni ber að sækja um leyfi til sýslu-
manns fyrir 1. október 1997. Þann 1. janúar 1998 falla
niður útgefin leyfi samkvæmt reglugerð nr. 67/1971 um
dýragarða og sýningar á dýrum.
Akureyri 22. september 1997.
Sýslumaðurinn á Akureyri.
Fasteignaauglýsingar
Bannað að mismuna
eftir félagsaðild
Félag fasteignasala
má ekki framvegis
birta auglýsingar eða
tilkynningar til neyt-
enda, þar sem munur
er gerður á stöðu
fasteignasala sem fé-
laga eða utanfélags-
manna hvað varðar
gæði þjónustu eða
öryggi I viðskiptum.
Félag fasteignasala birti
auglýsingar í Morgunblað-
inu og Dagskránni á Ak-
ureyri, sem kærendur úr hópi
utanfélagsmanna í fasteigna-
salastéttinni töldu villandi og
ósanngjarnar. í auglýsingunum
var vísað til merkis Félags fast-
eignasala og neytendur um leið
hvattir til að hafa öryggi og
reynslu í fyrirrúmi og bent á að
ekki væri tekið við kvörtunum
vegna utanfélagsmanna.
í erindi Tryggva Pálssonar
lögfræðings líkti hann þessu við
atvinnuróg eða að minnsta
kosti óréttmæta viðskiptahætti.
Um leið benti hann á að „á
meðan félagafrelsi sé við lýði
eigi þeir aðilar sem standi utan
hagsmunafélaga rétt á að gera
það einir og óáreittir." Por-
steinn Hjaltason lögfræðingur
taldi og að verið væri að koma
þeirri hugmynd inn hjá neyt-
endum að eitthvað væri að hjá
fasteignasölum sem ekki séu í
Félagi fasteignasala.
Samkeppnisráð féllst á rök-
semdir lögfræðinganna og taldi
að hlutlæg og málefnaleg sjón-
armið gætu ekki legið til grund-
vallar þessari háttsemi Félags
fasteignasala. fþg
Alþingi
Forseti Alþingis hefur ákveðið að birta ekki viðverulista þingmanna.
ví J
Viðverulistiiin ekki birtur
Haskólastofnun
Háskólamenntaður maður, karl eða kona, óskast til
þess að vinna að stofnun og skipulagningu náms í
nýjum verslunarháskóla. Ráðgert er að kennsla hefj-
ist 1. september 1998 í húsnæði sem nú er verið að
reisa við Ofanleiti nr. 2 í Rvk.
Fyrirhugað er að innrita 150 nýstúdenta til þessa
náms næsta haust. T.V.Í. mun einnig flytja í hið nýja
húsnæði en þar stunda nú um 200 nemendur nám.
Að Ofanleiti 2 verður rúm fyrir 500 nemendur.
Verkefnið er í því fólgið að fara yfir allar fyrirliggjandi
áætlanir, endurskoða þær og kynna þegar fullnaðar-
samþykkt skólanefndar liggur fyrir. Enn fremur að-
stoða við faglega uppbyggingu og ráðningu kennara.
Æskilegt er að umsækjandi hafi víðtæka þekkingu á
alþjóðlegu viðskiptalífi, nútíma háskólastarfi og há-
skólakennslu.
Laun eru skv. samkomulagi og fara eftir menntun,
starfsreynslu og hæfileikum.
Umsóknir skal senda til undirritaðs sem einnig veitir
allar frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 15. október nk.
Tölvuháskóli V.í. Þorvarður Elíasson
skólastjóri, Ofanleiti 1.
Thorvald@tvi.is, fax 568 8024, sími 568 8400.
að hefur verið snúið svo-
lítið út úr orðum mínum.
Ég sagði að það kæmi til
greina að birta viðveruskrá
þingmanna á nefndarfundum.
Ég hef aldrei talað um þing-
fundina sjálfa, eins og menn
fóru að ræða um. Ég hef aldrei
ætlast til þess að menn sætu
alla þingfundi undir misjafn-
lega skynsamlegum ræðum. Ég
legg hins vegar áherslu á að
menn sitji nefndarfundi. Pað
hefur því miður verið misbrest-
ur á því,“ sagði Ólafur G. Ein-
arsson, forseti Aiþingis, um
hina margumræddu viðveru-
skrá alþingismanna.
Hann segir að það liggi alveg
ljóst fyrir að það verður engin
viðveruskrá birt fyrir liðinn
tíma. Pað segir hann aldrei
Smuguveiðar
hafa staðið til.
„Það gæti aftur á móti vel
komið til greina að gera það
næsta vor þegar hlé verður gert
á störfum Alþingis. Ég viður-
kenni það auðvitað að ég er að
þessu til þess að hvetja þing-
menn til að mæta á nefndar-
fundi, sem ég tel ekki vanþörf
á,“ sagði Ólafur G. Einarsson.
- S.dór
Algjör ördeyða í Smugunni
Smuguveiðum er lok-
ið í ár. Aflinn er að-
eins fimmtungur þess
sem var í fyrra.
Síðustu íslensku togararnir
sem hafa verið á veiðum í
Smugunni eru á heimleið.
Aflinn er ekki nema liðlega 5
þúsund tonn sem er aðeins
fimmtungur þess sem hann var
í fyrra, en þá veiddust tæplega
25 þúsund tonn.
Þorvaldur Svavarsson, skip-
stjóri á Rán frá Hafnarfirði,
segir að Smugan hafi verið al-
gjör eyðimörk. Aðeins tvo daga
var vottur af afla. Þorvaldur
segir algjört reiðileysi hafa ríkt
á öllum flotanum, ekki bara vatnsfötufiskerí, örfáir fiskar
þeim ísfenska, heldur einnig sem við fengum í holi. Við höf-
þeim norska, breska, portúg- um verið í 45 daga þarna en við
alska og hentifánaskipunum. ætlum að koma við á Halanum
„Ég hef stundað þessar veið- til að reyna að bjarga túrnum."
Brynjólfur Odds-
son, skipstjóri á
Highlander, sem
Samherji á, segir
hvergi neina veiði
að hafa í Barents-
hafinu. Ördeyðan
sé ekki bundin við
Smuguna.
„Það eina
óvenjulega var að
við sóttum meira í
að veiða skrápílúru
vegna þess að það
ar í Smugunni undanfarin 8 ár var ekkert annað að hafa,“ sagði
en ég hef aldrei séð þetta svona Þorvaldur Svavarsson skipstjóri.
dapurt. Þetta hefur verið algjört GG
Þorvaldur Svavarsson
skipstjóri
„Þetta hefur verið algjört vatns-
fötufiskerí, örfáirfiskar sem við
fengum í holi. “