Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Side 8
8 - Laugardagur 4. janúar 1997 jDagur-®tmimx PJÓÐMÁL Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Blöðin í fyrsta lagi Markmið Dags-Tímans með samruna tveggja gam- algróinna dagblaða er að byggja upp og efla dag- blað á landsvísu: þriðja aflið á blaðamarkaðnum. Spekingar sögðu okkur stefnt gegn veikum héraðs- fréttablöðum. Við höfum þvert á móti leitað eftir samstarfi við þau til að eíla þá tegund blaða- mennsku sem þau stunda - og skjóta jafnframt styrkari stoðum undir Dag-Tímann. Þegar hið landskunna Víkurblað á Húsavík lýsti yfir að það óskaði samstarfsaðilja hófust viðræður um sam- starf til að tryggja áframhaldandi blaðaþjónustu á Húsavík og í Þingeyjarsýslum - öllum til hagsbóta. Dagur-Tíminn vill efla héraðsfréttamennsku um land allt. Það sama á við um þjóðmálaumræðuna og fréttir á landsvísu. Það eru hagsmunir almennings á ís- landi að hér komi sterkt mótvægi við ríkjandi fjöl- miðla. Það blað þarf að vera farvegur fyrir fréttir og uppiýsingar, skemmtiefni og þjóðmálaumræðu sem hefur almannahylli og víða skírskotun um land allt. Tugir þúsunda heimila á iandinu eru án morgunblaðs við sitt hæfi. Hvers vegna þá að vesl- ast upp hver í sínu horni? í þriðja lagi Frá upphafi hefur verið ljóst að til að öðlast víða skírskotun til landsmanna yrði blaðið að vera óháð flokkspólitískum hagsmunum. Það er það. Sam- tímis hefur verið ljóst að blaðið yrði að lifa sjálf- stæðu ritstjórnarlífi óháð einkahagsmunum eig- enda. Það hefur gerst. Blaðið er í frumbernsku, en vill þróast hratt með liðsauka þar sem hann fæst. Dagur-Tíminn hefur hvorki vilja né burði til að gína yfir annarra hlut. Ástæður eða aðstæður til að ganga til samstarfs við Dag-Tímann geta verið misjafnar. Eigendur annarra blaða verða að meta hagsmuni sína, eins og við okkar. Út frá hagsmun- um almennings. Stefán Jón Hafstein. V__________________________________!____________________/ Leita þarf aftur til ársins 1968 til að finna jafn fá banaslys í umferðinni og urðu í fyrra. Sýnir það að íslendingar eru farnir að læra að aka bil? Sigurður Helgason Umferöarráði Maður vonar það og einnig að fólk sé orðið meðvitaðra um alls konar öryggisbún- að sem kemur í veg fyrir alvarlegustu slysin. Það er t.d. ljóst að t.d. aukin beltanotkun spilar hér mjög mikið inn í. Nú er að fara í gang umferðarör- yggisáætlun sem stendur til aldamóta og við vonum svo sannarlega að bana- slysum sem öðrum slysum fækki vegna hennar. Runólfur Ólafsson framkvœmdastjóri FÍB Þetta er góður áfangi og sýnir að við erum á réttri leið. Fjölgun bíla og lengra vegakerfi sýnir að við erum nú að horfa á besta árangur sem náðst hefur hlutfallslega. í erlendu riti skrifar Ragnar Arnason grein þar sem fram kemúr að slysum miðað við ekna kílómetra hefur stórfækkað það sem af er þessum áratug. Færri h'ða fyrir umferðarslys og þetta kemur einnig neyt- endum til góða. ♦ Herdís Storgaard fulltrúi hjá Stysa- varnafélagi íslands Mér finnst hæpið að taka svona tölur frá einu ári, það er ekkert hægt að Iesa úr þeim annað en það að maður vonar að þetta sé upphafið á góðu framhaldi. Björn Sigurðsson sérlvyfishaji á Húsavík Mér finnst lands- mönnum ganga ósköp hægt að bæta umferðarmenning- una. Þeir virðast seint læra að miða akstur við aðstæð- ur. Ilraðakstur er vandmál en „dól“ - of hægur akstur - auk þess sem menn stöðva oft bíla á þjóðveg- um, skapar einnig stór- hættu. Tíðarfarið var óvenju gott í fyrra og ég tel að það spili hér inn í. Heildbrigðir sjúklingar??????? Hannes Hólmsleinn „dekkaður" „Upp kom sú hugmynd að halda Hannesi (Hólmsteini) við efnið í rit- deilu í Alþýðublaðinu það sem eftir lifði til (forseta)kosninga og var það kallað að „dekka Hannes“ og lík- ingin tekin úr íþróttamáli. Þótti mönnum sem þarna væri ágætur farvegur til að svara árásum á Ólaf (Ragnar Grímsson) án þess að efna til áberandi deilna, enda Alþýðu- blaðið ekki víðlesið." - Upplýsingar um þessa skemmtilegu „leikfléttu“ fann Alþýðublaðið í „For- setabókinni" Fœðist, lijir og degr... „Um þetta er eins konar þjóðarsátt íhaldssams meirihluta þjóðarinnar, sem ekki vill láta trufla kyrrstöðu sína. Hann vill mikil ríkisafskipti, mikið skipulag að ofan, mikið af reglugerðum, mikið af réttlæti. Hann vill frið um það sem fyrir er... f grundvallaratriðum var ekk- ert að frétta af þjóðinni á liðnu ári og ekki við neinum fréttum af henni á þessu ári. Fólk fæðist bara, lifir og deyr.“ - Framtíðin, eins og ritstjóri DV lýsir henni í leiðara. „f frumvarpi til laga um réttindi sjúklinga, sem lagt var fram á Al- þingi í vor eru skilgreiningar á hugtökum sem fjallað er um. Ein þeirra vekur sérstaka athygli: „Sjúklingur: Notandi heilbrigðis- þjónustu, heilbrigður eða sjúkur.“ Verður heilbrigður maður að sjúk- lingi við það eitt að nota hoilbrigð- isþjónustuna? Er sama þótt ein- ungis sé um að ræða forvarnir, ráðgjöf eða ónæmisaðgerð?“ - spyr blaðið Heilbrigðismál, alveg steinhissa, að vonum. Atvinniikratar í festum Hópur manna situr um helstu embætti íslensku þjóðarinnar og lítur á opinbera þjónustu sem ævilöng hlunnindi. Séu embættin ekki laus þegar kallið kemur verða stjórn- völd að finna smugur í kerfinu til að hreiðra um þessa menn og hvort sem þörf er fyrir þjónustu þeirra eða ekki. Svona atvinnumenn dafna best í skjóli stjórnmálaflokkanna og krafa þeirra á hendur þjóðfélaginu virðist aldrei fyrn- ast og gengur í arf til barna og tengda- barna. Um daginn kom einn atvinnukratinn heim frá útlöndum með hatt og staf og beið hans staða í Stjórnarráðinu frá vel- mektardögum AJþýðuflokksins á þeim bæ. f millitíðinni komst Framsókn hins vegar til valda og lái henni hver sem vill að hugsa sig um tvisvar. Lausn málsins var því frestað og kratinnn geymdur á lofti Stjórnarráðsins við erlenda ráðgjöf þangað til næst skiptir um ríkisstjórn. Svona geymsluloft eru líka oft köllluð sérverkefni. Nú er aðeins gott eitt að segja um kratann sem málið snýst um í dag og sjálfsagt er hann vel fallinn til að sinna öllum embættum sem ríki og sveitarfé- lög geta boðið. Á morgun þarf svo að finna matarholu handa einhverjum frammara og sjalla hinn daginn. En embætti í festum hafa löngum valdið usla í þjóðfélaginu og eru hluti af gömlu lénsskipulagi mið- alda. Æviráðning heyrir til sögunni og opinberir starfsmenn verða að þola sama atvinnuöryggi og fólkið sem borgar þeim launin. Stjórn- málaflokkunum líðst hins vegar ennþá að geyma bása þegar gæðingar skreppa frá og treysta sór ekki til að sleppa hendinni af ríkissjóði á meðan. Eflaust er flókið mál að finna lausn fyrir allt fólkið í embættum hinna heit- bundnu en auðvelt er að leysa hnútinn þegar helstu yfirmenn ríkis og bæja eiga í hlut. Hægt er að slá tvær flugur í einu höggi og efla lýðræðið í kosningum tif Alþingis og byggðarstjórna um leið. Kjósendur í lýðræðisríkjum vilja að andrúmið umhverfis frambjóðendur þeirra fylgi þeim eftir til pólitískra met- orða. Þannig er lýðræðið í framkvæmd og öðruvísi ná kosningar ekki tilgangi sínum. Kjósandinn og lýðræðið ætlast til að kjörnir fulltrúar hafi nóg svigrúm til að koma sínum bar- áttumálum í höfn og séu ekki ofurseldir gömlum og heima- kærum yfirmönnum ráðuneyta og sveitar- félaga. Eða þá pólit- ískum gæðingum og flokkshestum sem eiga sitt veraldar- gengi undir einum stjórnmálaflokki eða jafnvel einum stjórnmálamanni. Nýr ráðherra á vitaskuld að velja sér eigin ráðuneytisstjóra og aðra helstu yfirmenn í ráðuneyti sínu. Annað verk- lag er út í hött og bein ögrun við lýðræð- ið. Það er útbreiddur misskilningur að ráðuneyti sé einhvers konar sjálfstæður vinnustaður með eigin stefnu og starfs- fólk. Ráðuneyti er ekkert annað en vilji ráðherrans á hverjum tíma og búið. Hins vegar eru því miður allt of fáir ráð- herrar sem þora að reka ráðuneyti sín eins og andinn á bakvið lýðræðislegar kosningar gerir ráð fyrir og er það mið- ur. Kjósendur verða að sjá atkvæðið sitt bera ávöxt annars hætta þeir að taka kosningar alvarlega. Sama máli gegnir um sveitarstjórnir og borgarstjórn Reykjavíkur. Nýr meiri- hluti kýs oft nýjan bæjarstjóra til að hrinda stefnu meirihlutans og vilja kjós- enda í framkvæmd en skilur eftir gömlu embættismennina á helstu póstum byggðarlagsins í stað þess að skipta um þá líka. Yfirmenn rikis og bæja eru trúnaðarmenn kjörinna fulltrúa og eiga að fylgja þeim í embætti en sitja aldrei lengur en flokkurinn eða fulltrúinn sem réði þá. Á þennan hátt er bæði hægt að leysa helstu embætti þjóðarinnar úr festum og efla kosningaréttinn í landinu. CLiíjeitt Manneó

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.