Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 3
T
íDagur-Œtmhm Laugardagur 25. janúar 1997 -15
Barátta góðs og ills
Það er Þórarinn Eldjárn
sem semur söngtexta og Jó-
hann G. Jóhannsson, tónlist-
arstjóri Þjóðleikhússins, sem-
ur tónlistina. Aðalleikarar
itli-KIáus er bláfátækur
en bæði glaður og nægju-
samur. Stóri-Kláus er
hinsvegar steinríkur en bæði
skapillur og gráðugur, og lokst
verður Lith- Kláus að taka til
Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á leikritinu um litla og stóra Kláus.
Myndirnar eru teknar á æfingu. Myndir. Pjetur
eru Bergur Þór Ingólfsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir,
Bryndís Pétursdóttir, Jóhann
Sigurðarson, Guðrún Þor-
valdsdóttir og Örn Árnason.
AI
sinna ráða.
Þetta er söguþráðurinn í hinu sígilda
verki „Litli-Kláus og Stóri-Kláus" eftir H.C.
Andersen sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á
fimmtudaginn. Leikritið hefur verið sýnt
tvisvar sinnum áðiu- í Þjóðleikhúsinu við
miklar vinsældir, 1952 og
1971, en er komið í glænýjan
búning í uppfærslu Ásdísar
Þórhallsdóttur, sem leikstýrir
nú í fyrsta sinn í Þjóðleikhús-
inu. „Mér líður bara mjög
vel, svolítill fiðringur í mag-
anum,“ sagði Ásdís í stuttu
samtali við blaðið hálftíma
fyrir frumsýninguna. Verkið
er það stærsta sem hún hefur
leikstýrt fram að þessu en
faðir Ásdísar, Þórhallm- Sig-
urðarsson, er leikhúsunn-
endum að góðu kunnur bæði
sem leikstjóri og leikari.
Boðskapurinn í leikritinu
er skýr að mati Ásdísar. Ann-
ars vegar er fjallað um góð-
semina og gjafmildina og
hinsvegar gráðuga illvirkja.
„Og við tökum eindregna af-
stöðu með hinu góða,“ segir
Ásdís.
Lltli-Kláus er fátækur en glaður en Stóri-Kláus er skapillur og gráðugur þó hann
sé ríkur.
Sjö bakarar og kökuskreytinga-
menn keppa um íslandsmeistara-
titilinn í kökuskreytingum í Perl-
unni um helgina.
Mynd: ÞÖK
Spennandi
keppni
í köku-
skreytingum
íslandsmeistarakeppni
í kökuskreytingum fer
fram íPerlunni í dag
og verða úrslitin kynnt
síðdegis. Keppnin er
opin almenningi
Kökuskreytingar eru mikil
Iistgrein sem tiltölulega
fáum hefur auðnast að
iæra til fulls. Þar fara þó að
sjálfsögðu fremstir í flokki bak-
arar og sérmenntaðir köku-
skreytingamenn, sem leggja sig
í líma við að skreyta kökur á
frumlegan og skemmtilegan
hátt. Um þessa helgi fá sjö
kökuskreytingamenn tækifæri
til að sýna livað í þeim býr því
að þá verður haldin íslands-
meistarakeppni í Perlunni.
„Nánast öll vinna fer fram
hér uppi í Perlu. Þeir höfðu tím-
ann frá eitt til sex í gær og síð-
an mæta þeir klukkan tíu á
laugardagsmorgun og eiga að
vera búnir að ljúka störfum
klukkan tvö. Þema keppninnar
er ísland, land og þjóð og þeir
eiga að vinna út frá því,“ segir
Ester Steinsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands bakara-
meistara.
Þetta er í þriðja sinn sem ís-
landsmeistarakeppni er haldin í
kökuskreytingum. Keppendurn-
ir eiga að skila skreyttri köku á
borði sem er 1,80 sinnum 80
cm að stærð og eru verðlaun af-
hent klukkan sex. Keppendur
verða svo við kökurnar sínar á
morgun, sunnudag, og spjalla
við gesti.
Kynþokkafyllstu karlarair
Hlustendur Rásar 2 völdu í gær
kynþokkafyllsta íslenska karl-
manninn. Áhuginn mun
hafa verið svo mikill að 8 síma-
línur voru rauðglóandi frá níu um
morguninn fram til klukkan íjögur.
Dagur-Tíminn birtir hér listann yfir
tíu efstu menn í kjörinu.
1. Jón Arnar Magnússon,
íþróttakappi.
2. Logi Bergman Eiðsson,
dagskrárgerðarmaður.
3. Baltasar Kormákur,
leikari og leikstjóri.
4. -5. Ingvi Hansen,
samskiptafulltrúi
Samherja og Páll Óskar
Hjálmtýsson, söngvari.
6. Sigurðiu Nikulás
Kristinsson, Frystihús-
inu á Eskifirði.
7. -9. Gaui litli, Jóhann Jón
ísleifsson í Plastprenti og
Magnús Magnússon, veit-
ingamaður hjá Riis á
Hólmavík.
10. Ingvar E. Sigurðsson,
leikari.