Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 12
24 - Laugardagur 25. janúar 1997 ^Dagur-^Lttrttrtrt Ptgur-mtemm n'Latarkrókur essar uppskriftir eru sitt úr hverri áttinni," segir þingmaðurinn Einar K. Guðfinnsson, gestur í Matar- króki að þessu sinni. „Eftir að ég fór ásamt nokkrum vinum mínum að veiða lunda fyrir nokkrum árum vaknaði áhugi minn á matseld á þessum ágæta fugli. Ég datt niður á þessa uppskrift, hef prófað hana nokkrum sinnum og líkaði vel. Það var líka fyrir nokkrum árum sem ég kynntist framand- legri eldamennsku á saltfiski. Þá uppgötvaði ég að saltfisk má matreiða á annan veg en þann hefðbundna sem maður hefur vanist. Loks læt ég í té rækju- uppskrift sem ég lærði á fyrstu búskaparárum okkar Sigrúnar, konu minnar, og við gripum oft til þegar gesti bar að garði.“ Einar skorar á vin sinn Gunnar Jóhannsson útgerðar- stjóra, hrefnuskyttu, lunda- veiðimann og matargerðarsnill- ing á Hólmavík að koma með uppskriftir um næstu helgi í blaðið. Pönnusteiktar lundabringur 8 lundar (16 lunddbringur) 200 g sveppir salt og pipar 2 msk. koníak eða brandí 2 dl rjómi hveiti smjör Úrbeinið lundana og látið bringurnar liggja í mjólk yfir nótt. Kryddið með salti og pipar og veltið upp úr hveiti. Skerið sveppina niður. Snöggsteikið lundabringurnar á báðum hlið- um, ca. 30 sekúndur á hvorri hlið, síðan er sveppunum bætt á pönnuna, koníakinu hellt yfir og kveikt í. Helhð að síðustu rjómanum yfir og látinn þykkna örlítið. Berið fram með kartöflum, hugsanlega smjörsteiktum, og rifsberjasultu. Saltfiskur að portúgölskum hœtti 350 g saltfiskur 250 g kartöflur 2 laukar 6 egg steinselja Fiskurinn er útvatnaður með eðlilegum hætti, roðflettur og beinhreinsaður og síðan skor- inn í þunnar sneiðar. Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og lát- inn krauma í olífuolíu á pönnu, án þess að brúnast. Bætið fisk- Einar K. Guðfinnsson, þingmaður, býður lesendum upp á lunda, salt- fisk og rækjurétt. inum saman við og látið sjóða í nokkra stund. Þvínæst eru kart- öflin-, hrærð egg og söxuð stein- selja sett útí. Hrærið saman. Rœkjur m/dilli og hrísgrjónum 500 g rœkjur 225 g hrísgrjón 6 msk. rjómi 'k tsk. salt / tsk. sykur / tsk. hvítur pipar 25 g smjör 1 msk. hveiti 2 msk. niðursneitt dill 6 msk. olífuolía 1-2 tsk. paprikuduft pipar Afþýðið rækjuna. Sjóðið hrís- grjónin í söltu vatni. Hitið rjóma í 250 ml vatni, saltinu, sykrinum og piparnum. Búið til hveitijafning og setjið saman við rjómann. Hellið út á dillið og rækjurnar. Eftir að vatninu hefur verið hellt af hrísgrjónun- um er þeim blandað saman við oh'fuolíima og papriku. Þau eru síðan mótuð í hring á góðum diski og rækjujafningnum hellt saman við. Dilli er síðan stráð lítillega yfir. Hrísgrión Asíu eru til ótal þjóðsögur um hrísgrjón og þau talin vera gjöf guðanna til mannkyns. ngin ein fæðutegimd er til um hvort alhr hafi nóg að jafnmikið borðuð í heiminum og hrísgrjón. Hrís- grjón eru uppi- staðan í fæðu meirihluta íbúa Asíu, sem er fjöl- mennasta heims- álfan. Rétt eins og við Vestur- landabúar borð- um brauð dag- lega, líður varla dagur hjá Asíu- búum án þess að þeir fái sér hrís- grjón. Hrísgrjóna- uppskeran ræður Hrísgrjónarækt er hefðbund- ið kvennastarf í flestum lönd- um Asíu þótt hér sé um erfið- isvinnu að ræða. borða það árið og stríð hafa verið háð vegna hrís- grjóna. Alexander mikli á heiðurinn af því að hafa kynnt hrísgrjónin fyrir Evrópubúum en Spánverjar og Portúgalar sáu um að koma þess- ari fæðutegund áleiðis til Nýja heimsins, þ.e.a.s. Ameríku. Nú á dögum eru hrís- grjón ræktuð í öll- um hitabeltis- og heittempruðum svæðum heims. Fag mennska og handbragð meistarans Á Ólympíuleikum matreiðslumeistara sem halJnir voru i Berlín í septemher hlaut landslið Islands mi F& lof fy rir frammistöðu sína. Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari Fiðlarans hefur átt fast sœti í landsliðinu frá árinu 1QQ3. Matreiðslan á Fiólaranum ber keim afh ví besta sem jebbist í beiminum. Fiðlarinn Restaurant, Skipagata 14, 600 Akureyri, sími 462 7100

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.