Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 25. janúar 1997 jDayur-ÍEíúnmn Höskuldur fór til ráð- gjafa fyrir ári síðan vegna hjónabandsörð- ugleika og ojvirkniein- kenna tveggja sona sinna. Hann greindist þá sjálfur með athygl- isbrest. Orðið hljómar ekki skelfilega en hef- ur þó haft umtalsverð áhrifá lífhans. Lengst verið 2 ár í sömu vinnu Ofvirkni er orðið eins kon- ar regnhlífarhugtak yfír ýmsar truflanir á heila- starfsemi en þær geta verið í mismiklum mæli. Viðmælandi Dags-Tímans, sem við skulum kalla Höskuld, var greindur með athyglisbrest. Ofan á það bættist þunglyndi sem er reynd- ar algengur fylgikvilli ofvirkni. Höskuldur stendur á fer- tugu, hefur verið giftur í 12 ár og er 3ja sona faðir. Athyghs- bresturinn hefur háð honum ilia alla tíð en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem Stefán Jó- hannsson, ráðgjafi, greindi þessa röskun í heilastarfsemi hans. Höskuldur segir það mik- inn létti að hafa fengið nafn á þennan hluta persónuleika síns og um leið skýringu á því hvers vegna honum hefur ekki vegn- að í lífinu eins og efni stóðu til. Stundum er sagt að hverju ofvirku barni fylgi ofvirkt for- eldri. Ofvirkni hggur oftast nær í ættum, þó að ýmis utanað- komandi áföll svo sem höfuð- högg geti líka orsakað ofvirkni. Höskuldur telur líklegt að faðir hans hafi verið ofvirkur, en hann var einnig alkóhólisti, og sömuleiðis hefur ofvirkni verið að greinast víðar í ættinni. „Þannig að ég er ansi sterkur kokteill." Ofvirkir fullorðnir sem ekki tekst að lifa með sínum kvillum ieiðast oft út í neyslu vímuefna. Höskuldur segist aldrei hafa farið út í misnotkun á eiturlylj- um eða áfengi enda kynnst af- leiðingum of mikillar neyslu á æskuheimilinu. „Nei, ég ætlaði sko ekki að ganga niður Lauga- veginn í þeim málum.“ Skólagangan Höskuldur fór í gegnum grunn- skóla án teljandi erfiðleika en átti þó ahtaf erfitt með greinar eins og stafsetningu og fleira sem krafðist einbeitingar. „Stærðfræðin reyndist auðveld- ari, hún var röklegri." Það fór lítið fyrir Höskuldi í skóla og hann átti erfitt með að fylgjast með í tímum. Hann hef- ur einnig alla tíð átt í erfiðleik- um með að samlaga sig hópum og segist ætíð hafa verið á ystu mörkum félagslega, þó ekki fyr- ir utan. „Ég átti aldrei meira en 1 vin. Ég hafði meira gaman af því að horfa á hina leika sér.“ Eftir skólaskylduna tók Höskuldur sveinspróf í húsasmíði og lauk henni á eðli- legum tíma. „Mig grunar þó að mér hafi verið gefin íslenskan til að koma mér í gegn.“ Starfsferill- inn Það var ekki fyrr en út á vinnu- markaðinn var komið að Hösk- uldur fór að finna verulega fyrir þeim tak- mörkunum sem fylgja einbeiting- arskorti. Hann hefur verið á ijölda vinnustaða og segist iðulega finna smám sam- an að hann er ekki sá starfsmaður sem vinnu- veitendurnir vilji halda sem lengst í. Þegar sú tilfinning magnast segir hann starfi sínu lausu. „Það lengsta sem ég hef verið hjá sama vinnuveitanda er 2 ár.“ En hvers vegna? Höskuldur lýsir því svo að hann eigi það til að týna sér í smáatriðum. Bygg- ingarbransinn er ekki umburð- arlyndur bransi. Þar er einatt unnið eftir stífum verkáætlun- um og oftar en ekki verður mik- il tímapressa í lok verks. En tímapressa og álag fara öfuga leið ofan í ofvirka. Ofvirk börn bregðast t.d. gjarnan við álagi á þann hátt að þau fara í 1. gír og geta luhað þar þótt allt sé komið í háaloft í kringum þau. Höskuldur segir að álag hafi far- ið mjög illa í sig. Hann gat t.d. verið að smíða veggja- mót og verið gjörsamlega á fullu, síneglandi og hamrandi, en eftir hálf- tíma væri ekk- ert unnið. Álag- ið blindar sýn og einbeiting- arskorturinn hleypur fram í fingurna. Eftir því sem árin liðu skyldi engan undra að Höskuldur hafði orðið heldur lít- ið álit á sjálfum sér. Þannig vatt ástandið upp á sig. „Ég hafði litla trú á sjálfum mér og aðrir þar af leiðandi líka.“ Höskuldur hefur lítið sem ekkert verið í vinnu síðustu tvö ár, m.a. vegna bakveiki, en það var lítil gleði í augum hans þeg- ar hann minntist á að líklega þyrfti hann bráðlega að fara að leita fyrir sér. En þess má geta að stuttu eftir að viðtalið átti sér stað fékk Höskuldur starf í fisk- vinnslu og er nú kominn í fulla vinnu eftir 2ja ára hlé. Hjónabandið riðaði Þegar fjölskyldumaður eins og Höskuldur á í hlut eru fleiri sem h'ða. „Helsta umkvörtunar- efni konunnar er viljaskortur minn og hvað ég er passífur. Þannig að það hafa verið hót- anir á báða vegu. Svo hef ég lít- inn sjálfsaga í stærri verk.“ „Ja, ég byrjaði t.d. að smíða rúm handa strákunum fyrir fimm árum. Þeir sofa enn á gólfinu. Svo er búið að standa lengi til að taka eldhúsið í gegn. Það vantar í mig eitthvert dræv. Ég hef verið með ýmsar afsakanir um aðstöðuleysi. Það sé erfitt að smíða í þetta þrönga og gluggalausa herbergi," sagði hann en lagði greinilega sjálfur litla trú á þessar afsakanir. Gangandi maskína Eftir greininguna á síðasta ári fór Höskuldur á þunglyndislyf og öh ijölskyldan fór saman í meðferð hjá ráðgjafa hér í bæ. Höskuldur segist enn vera á upplýsingastiginu og sé ekki enn farinn að vinna verulega úr sínum málum. „Maður er enn á upplýsingastiginu. En næsta skref verður að byggja upp eitt- hvert prógramm eða ryþma til að fylgja heimafyrir." „Ég kvíði því að vísu svolítið. Ég er dáh'tið hræddur um að maður verði eins og gangandi maskína. En maður verður bara að finna munstur sem maður er sáttur við. Fyrst mað- ur hefur ekki þennan sjálfsaga að innanverðu verður hann að koma utanfrá." Þökk sé þunglyndislyfjunum, meðferðinni og greiningunni segir Höskuldur: „Við áttum okkar bestu jól núna.“ lóa Driven to Distraction er frœg metsölubók í Bandaríkjunum skrifuð af barnageðlœknun- um Hallowell og Ratey sem segjast reyndar báðir vera ofvirkir. „Þeir tala mikið um að of- virkir einstaklingar geti verið mjög skapandi og hugmyndaríkir. Stundum er líka talað um ofureinbeitingu, að margir ofvirkir geti, ef þeir detta ofan á eitthvað sem virkilegafang- ar þá, náð rosalegri einbeitingu, miklu meiri en aðrir. Þannig geta þeir einmitt náð árangrt “ „Helsta umkvörtunar- efni konunnar er viljaskortur minn og hvað ég er passífur. Þannig að það hafa verið hót- anir á báða vegu. Svo hef ég lítinn sjálfsaga í stœrri verk. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.