Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 7
VOO ^ 1 a '» m i « T C <mnAV»*»n>MTn 1 ^ t* Laugardagur 25. janúar 1997 -19 frrn'i ■t'í).-.'Tir,TÍTí' JbtgUX-'ðlajTOTO Hríkalegt peningaplokk Þœr eru fallegur, frœgar og á forsíðum tískublað- anna. Tágrannar, heims- frœgar fyrirsœtur með himinhá laun. Ungar stúlkur líta upp til þeirra og vilja líkjast þeim. Langar til að vera þœr, því hver vill ekki njóta at- hygli og aðdáunar? En framinn er ekki ókeypis í tísku- heiminum frekar en annarsstaðar. Mörgu þarf að fórna til að ná ár- angri, fleiru en marga stúlkuna grunar. Frægðin og framinn kosta ekki bara mikla vinnu og , Á tíma, heldur líka peninga og stundum heils- una. En þegar vel gengur er gaman og þá -» gleymist oft hitt, sem var svo erfitt í byrj- un. Unnur Kristín Friðriksdóttir, 19 ára menntaskólanemi á Akureyri, er ein þeirra ijölmörgu stúlkna sem hefur áhuga á fyrirsætustörfum og hefur tekið þátt í fyrirsætukeppnum. Enn hefur hún ekki reynt fyrir sér erlendis, en er þó al- varlega að velta fyrir sér að láta af því verða í sumar. „Þetta byrjaði þegar ég tók þátt í Fordkeppninni. Mig langaði að prófa, fór suður í myndatöku, sendi inn myndir og komst í úrslit," segir hún. Fá var hún 17 ára gömul. í framhaldi af þeirri keppni bauðst skrifstofa í Reykja- vík til að aðstoða hana ef hún vildi reyna fyrir sér erlendis en henni fannst tilboð- ið óöruggt. „Ég vildi ekki fara út nema allt væri pottþétt. Margt getur gerst, ljósmyndarar gabba fyrirsætur t.d. oft, draga þær í myndatökur og borga svo ekkert fyrir. Þannig að það er vissara að hafa allt á hreinu.“ Úr myndamöppu Unnar. Mynd: Bonni Harkan kom á óvart í fyrravetur tók Unnur síðan aftur upp þráðinn og tók þátt í tveimur keppnum á stuttum tíma. Fyrst var hún í Fegurðar- samkeppni Norðurlands og síðan fór hún til New York á vegum John Casa- blanca skólans og tók þar þátt í keppni sem samtökin MAAI (Model Association of America International) standa fyrir. í þá keppni mæta mörg hundruð um- boðsmenn víðsvegar að úr heimin- um í leit að nýjum andlitum og þátttakendur eru á annað þús- und. „Þarna fékk ég smjörþefm af því hvað þetta er virkilega harður heimur.“ -Kom harkan þér á óvart? „Já, reyndar kom hún mér svolítið á óvart. Ég var þó búin að gera mér nokkra grein fyrir því hvern- ig þetta gengi fyrir sig eftir Fordkeppnina. Þó við værum með mann- eskju með okkur þurft- um við að sjá um okkur sjálf og í raun stóðum við algjörlega á eigin fótum. Þurftum t.d. sjálf að taka okkur til fyrir allar keppn- irnar, komast að því hvar við ættum að mæta og hvenær. Hreinskilnin er líka svo ótrúlega mikil. Þetta er ekkert fyrir við- kvæmar sálir því ekki allir þola að sagt sé við þá mörgum sinnum á dag hve þeir séu ómögulegir, með allt of margar ból- ur, ljótar fætur, of feit, of mjó og framvegis. Þeir vilja fá að móta mann og maður verður að líta á sig sem söluvöru." -Fannst þér það óþægileg tilfinn- ing? „Já, ég er þessi viðkvæma týpa. Ann- aðhvort brotnar maður algjörlega niður eða verður rosalega harður." Mikill kostnaður Keppni eins og sú sem Unnur tók þátt í gefur mörgu ungu fólki tækifæri í fyrir- sætubransanum en tækifærin eru ekki ókeypis. Ungmennin verða að greiða all- an kostnað sjálf og segir Unnur að ferðin „Þessi bransi er hrikalegt peningaplokk. Þegar fyrirsætur eru að koma sér af stað eru allir að sníkja af þeim,“ segir Unnur Kristín Friðriksdóttir m.a. í viðtalinu. til New York í fyrra hafi verið henni mjög dýr. „Þessi bransi er hrikalegt pen- ingaplokk. Þegar fyrirsætur eru að koma sér af stað eru allir að sníkja af þeim. Ein myndataka hjá góðum ljósmyndara getur t.d. kostað tugi þúsunda. En þær sem komast áfram fá allt til baka.“ -Þær stelpur sem ákveða að freista gæfunnar en gefast síðan upp, eru þær þá að koma heim með skuldir á bakinu? „Oftast er það þannig hjá þeim sem fara út að þær borga ferðina út en fá síðan vasapening frá umboðsskrifstof- unni sem þær borga til baka með vinn- unni sinni. Þær byrja því í mínus og vinna sig upp. Þegar þær eru komnar upp fyrir núllið byrja þær að græða. En ef þær gefast upp og hætta standa þær ekki í neinni skuld heldur er það um- boðsskrifstofan sem tekur áhættu. Mesti kostnaðurinn felst í því að koma sér á framfæri." Lystarstol og lotugræðgi Eftir keppnina í New York kom Unnur aftur heim, ákvað að láta fyrirsætustörf- in bíða betri tíma en einbeita sér að því að klára skólann. Þar spilaði inn f að gamall sjúkdómur, sem hún hafði barist við í nokkur ár, tók sig upp aftur. Sjúk- dómurinn er anorexia, eða lystarstol, og í framhaldi af þvi kljáði hún við annan skyldan sjúkdóm, bullemíu, eða lotu- græðgi. „Það þýðir ekki að fara út með svoleiðis,“ segir hún ákveðin. Lystarstol og lotugræðgi virðist þó vera nokkuð al- gengir sjúkdómar í fyrirsætuheiminum og vilja margir kenna um hve mikil áhersla er lögð á að fyrirsætur séu tá- grannar. Er Unnur sammála þessu? „Já, líka bara kröfurnar frá umhverf- inu. Fjölmiðlar og auglýsingar til dæmis. Eiginlega allt í Ijölmiðlum gefur okkur þau skilaboð að þetta sé hin fullkomna ímynd. Svona eigi þetta að vera. Auðvit- að langar mann til að vera flott og í góðu formi en bilið milli þess að vera í formi og vera komin með anorexíu er ótrúlega lítið. Rosalega margar stelpur lenda í þessu og það þarf að passa sig virkilega vel. Það skiptir miklu að vera meðvitað- ur um sjálfa sig, sínar tilfinningar og sinn líkama ef ætlunin er að fara út í fyr- irsætustörf.“ Áhuginn skiptir mestu Unnur hefur ekki enn gefið fyrirsætu- drauminn upp á bátinn. Hún er aðeins að velta fyrir sér að reyna fyrir sér er- lendis í sumar, en er þó ekki búin að taka ákvörðun þar um. í möppunni sem hún tók með sér í viðtalið gefur að líta fjölda mynda af hárri, grannri stúlku með sítt og mikið ljóst hár. Sú Unnur sem situr fyrir framan blaðamann er ekki ólík þeirri á myndinni, en þó er ör- lítið meiri fylling í andlitinu. „Ég leyfði mér að fitna svolítið í vetur og ef ég ætla mér að fara út í sumar verð ég að fara að skera mig, fara í myndatökur og pæla betur í þessu,“ segir hún. -Ekkert hrædd um að veikindin taki sig upp aftur? „Það er bara að ná tökum á þessu. Þá er ég fær í flestan sjó. Áhuginn skiptir mestu máli. Ef ég hef virkilegan áhuga gæti ég kannski eytt 3-4 árum í að koma mér á framfæri, safnað í góða möppu og fengið mörg góð verkefni. En þá verður áhuginn líka að vera til staðar. Það er ekki nóg að vera falleg, eða vera há og mjó, heldur þarf að vera með allt á hreinu. Hvernig á að haga sér, klæða sig mála sig og framvegis. Auðvitað þarf að uppfylla ákveðin skilyrði í sambandi við hæð og þyngd en mín skoðun er sú að svo framarlega sem þeir þættir séu í lagi geti hver sem er orðið módel sé áhuginn fjrir hendi og ef viðkomandi hafi vissan karakter. Gengur ekki að vera lokuð, bæld og ósjálfstæð. En fegurðin, hún er svo afstæð.“ AI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.