Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 25. janúar 1997 íDagur-ÍCmrám Foreldrar verða að komast yfír múrinn Unnur Halldórsdóttir, framkvœmdastjóri Heimilis og skóla, hvetur til róttœkrar end- urskoðunar á skólakerfinu þannig að skól- inn taki meira mið af raunveruleikanum. Hún undirstrikar mikilvœgi þess að gott samstarf sé milli heimilis og skóla. Unnur Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Allir tala um mikilvægi góðs samstarfs heimilis og skóla, bæði foreldrar og skóli telja sig teygja sig í þessa átt. Ég veit að skólinn býður foreldra yfirleitt vel- komna en verður fyrir von- brigðum þegar þeir koma ekki og segir að foreldrarnir komi bara þegar eitthvað er að. Það er eins með foreldrana. Þeir segja að það sé aldrei hringt eða haft sam- band þegar allt gengur vel. Við viljum hafa samstarfið gott en vitum ekki alveg hvernig við eigum að gera það og óöryggi háir samstarfinu á báða bóga,“ segir Unnur Halldórsdóttir, framkvæmda- stjóri samtak- anna Heimili og skóh. Undanfarin misseri hafa miklar breytingar verið í grunnskólamálum hérlendis, til dæmis flutningur á grunnskól- anum til sveitarfélaganna síð- asta haust. Þessu fylgja auknar skyldur foreldra, m.a. vegna starfa þeirra í foreldraráðum sem eiga að veita umsögn um innra starf skólanna til skóla og skólanefnda. Foreldrafélög eru starfandi í flestum grunnskól- um landsins en víða eru þau að breytast úr því að vera skemmti- og ferðafélög í vett- vang fyrir samráð foreldra inn- byrðis og samstarf við kennara. Unnur telur að þessi breyting sé af hinu góða. Björninn sé þó ekki unninn því að enn sé „múr“ kringum skólana sem foreldrar þurfa að komast gegnum. Alþjóðlegir múrar „Hópur íslenskra foreldra fór á ráðstefnu í Danmörku í nóvem- ber þar sem fræðimenn úr öll- um heimsálfum kynntu niður- stöður úr rannsóknum um sam- starf heimilis og skóla og kom- ust að því að þessir „múrar“ eru alþjóðlegir. Menn eru alls staðar sammála um að það þurfi að efla kennaramenntun- ina og þjálfa kennara í að hafa samstarf við foreldra. Skólinn þarf að vera opnari og taka meira mark á foreldrum. For- eldrar þurfa að setja sig meira inn í skólastarfið," segir Unnur og vitnar í skýrslu frá OECD þar sem segir að eitt af því sem skipti almestu máli í skólastarf- inu sé áhugi og stuðningur for- eldra. - En hvað er til ráða hér á landi? „Mér finnst skólinn að sumu leyti merkilega góður miðað við hvað við setjum börn almennt í lítinn forgang á íslandi. Ég held að það þurfi að vera frá fyrstu tíð mun meira upplýsinga- streymi til heimilanna og áhersla lögð á það hvað for- eldrarnir geta gert til að stuðla að vel- gengni barna sinna í námi. Foreldrar þurfa að tala við börnin sín, lesa fyrir þau og koma fram við þau eins og fólk. Börn þurfa að vera södd og sæl þegar þau fara í skólann svo að þau geti lært. Nám í dansi og söng Skólinn þarf líka að skoða sitt innra starf. Við núverandi að- stæður getum við ekki gert allt og því getur vel verið að skólinn verði að henda út einhverju eins og hefur gerst á heimilun- um og rökstyðja það faglega. Við húsmæður erum hættar að baka 18 sortir og prjóna ullar- sokka á börnin okkar. Við fór- um út á vinnumarkaðinn og urðum að velja og hafna. Ég held að skólinn verði líka að skoða þetta og þora að taka mið af raunveruleikanum og þeim börnum sem koma í skól- ann. Ég velti til dæmis fyrir mér hvort það sé nauðsynlegt að all- ir læri að prjóna," segir Unnur. Hún dregur til dæmis í efa að margir drengir notfæri sér kunnáttu sína í prjónaskap síð- ar á lífsleiðinni og bendir á að það geti nýst börnum vel að kunna að syngja og dansa og standa upp og segja skoðun sína. Það sé kunnátta sem þau eigi eftir að nota mikið á lífs- leiðinni. Hún varpar því fram hvort of mikil orka fari í það að halda krökkum við efnið í námsgreinum, sem hafi verið lífsnauðsynlegar áður fyrr en séu það ekki í dag, og veki ekki áhuga barnanna í nútímaþjóð- félagi. Bekkjakerfið lagt niður? Unnur bendir á að margir krakkar séu mjög seigir í ensku miðað við að þeir byrji ekki í ensku fyrr en tólf ára en sjald- an sé tekið mið af kunnáttu þeirra. Að hennar mati ætti skólinn að taka meira mið af einstakhngnum og láta krakk- ana fá viðfangsefni við þeirra hæfi enda sé það þegar allt kemur til alls léttara í fram- kvæmd. Unnur er hlynnt því að skipta nemendum upp í hópa eftir getu í ákveðnum greinum og leggur til dæmis til að ung- lingastiginu verði skipt í áfanga. Nemandi í áttunda bekk geti staðið sig eins vel í ensku og krakki í tíunda bekk. Það geti hentað vel á litlum stöðum úti á landi þar sem árgangar eru fámennir og erfitt að halda uppi bekkjakennslu. Hún varpar einnig fram þeirri hugmynd að tilrauna- skóla verði komið á fót þar sem bekkjakerfið verði lagt niður í „Skólinn þarf að vera opnari og taka meira mark á foreldrum. For- eldrar þurfa að setja sig meira inn í skólastarfið," segir Unnur. núverandi mynd og segir að í Danmörku telji til dæmis marg- ir skólann vera úrelta stofnun og hvetji til þess að hann verði lagður niður í núverandi mynd. Þetta sé umræða sem eigi sér stað mjög víða á Norðurlöndum í dag. „Ég held að það sé erfitt að halda í kerfi sem gekk upp á árunum 1930-1950. í dag er verið að byggja skóla sem að útliti eru eins og þeir sem voru byggðir 1930 þó að við vitum miklu meira um nám og mennt- un í dag. Ég held að þetta kerfi með kennara að miðla þekk- ingu uppi við töflu og nemend- ur sem sitja í röðum sé alltof sjaldan brotið upp. Mikil orka fer í að láta alla sitja kyrra og námsaðgreining er lítil,“ segir hún. Framfarafélög við skólana Unnur telur æskilegt að foreldr- ar hittist reglulega og ræði upp- eldis- og skólamál, beri saman bækur sínar og velti fyrir sér hlutunum. Hún segir að for- eldrar verði að skipuleggja upplýsingastreymið í sínum hóp. Foreldrafélögin hafi ekki farið að breiðast út fyrr en eftir 1985 og þau þurfi að byggja upp. Líta verði á foreldrafélögin sem framfarafélög við skólana þar sem foreldrar leggi sitt af mörkum í umræðuna og taka starfið jafn alvarlega og annað félagsstarf. „I öðrum félögum, til dæmis Lions eða Rotary, þykir sjálfsagt að kaupa handbók, merki, eiga fána og mæta á fundi. Þar þykir náttúrulega líka sjálfsagt að hafa formann, aðalfund, reikn- inga og tekjur þannig að eitt- hvað sé hægt að gera. Við þurf- um að byggja upp hreyfinguna. Foreldrafélögin standa illa að vígi því að það kemur alltaf nýtt og nýtt fólk og byrja þarf starfið frá grunni, jafnvel árlega. Það hefur sýnt sig að stuðningur og þrýstingur foreldra skiptir oft sköpum í skólum,“ segir Unnur. Eins og garðrækt „Svo þurfum við að þjálfa okkur og styrkja í uppeldishlutverkinu og taka það alvarlega. Þegar við verðum komin á Skjól og Eir verður spurt hvað maður eigi af börnum og hvað þau geri og hvort þau komi í heimsókn. Það verður ekki spurt hvernig jeppa maður hafi átt. Mér finnst Is- lendingar standa að baki öðr- um þjóðum hvað þetta snertir. Við erum dugleg að senda börnin í dans og tónlist og allt þetta sem kostar en ég vona að við séum líka að verða dugleg að gefa þeim tíma,“ segir hún. „Þegar maður á börn verður maður að vera virkur í uppeld- inu og getur svo slakað á þegar þau eru orðin stór. Þá er tími fyrir golf og bridds. Barnarækt er eins og garðrækt. Ef maður vandar grunnvinnuna verður uppskeran góð,“ segir hún. GHS „Þegar maður á börn verður maður að vera virkur í uppeld- inu og getur svo slakað á þegar þau eru orðin stór því að þá er maður ekki að bjarga fyrir horn enda búinn að vinna heimavinnuna sína. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.