Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 2
_ T 14- Laugardagur 22. febrúar 1997 Fyrir smáfólkið Úrslit í Tónabæ Dekur- og daðurdagar eru ekki bara fyrir fullorðna heldur er sjálfsagt að dekra svolítið við börnin líka. Hvernig líst ykkur á tillögurnar sem á eftir fara? Tanja tatarastelpa í dag kemur „Tanja tatara- stelpa“ í heimsókn í Ævintýra- Kringluna í Reykjavík. Tanja hefur farið víða en eins og flest- ir vita eru tatarar þekktir fyrir að ferðast um heima og geima. Það er alveg öruggt að Tanja hefur frá ýmsu að segja. Ólöf Sverrisdóttir, leikkona, samdi leikþáttinn og hefur sýnt á leik- skólum og víðar. Leikritið hefst klukkan 14:30 í dag. Aðgangs- eyrir er 300. Á skíðum skemmti ég mér Nú er um að gera að nota allan snjóinn og bregða sér á skíði. Bruna nokkrar ferðir niður brekkurnar og dekra svo við sig og sína með kakói og kleinum þegar heim er komið. Fyrir stálpuðu börnin er Tóna- bær staðurinn til að heimsækja í dag. Æsispennandi úrslit verði í íslandsmeistarakeppninni í frjálsum dönsum hjá krökkum 10-12 ára í dag. Keppnin hefst klukkan tvö í Tónabæ. Eldri krakkar verða með skemmtiat- riði og Magnús Scheving kynnir en keppendur eru 85 talsins. Stelpur í skákkeppni Stelpur og strákar, og allir skákáhugamenn athugið. Grunnskólaskákmót stúlkna verður haldið á sunnudaginn í húsnæði Skáksambandsins að Faxafeni 12 og byrjar taflið klukkan tvö eftir hádegi. Keppt verður í tveimur aldursflokk- um, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri, þannig að allar geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Æskan og hesturinn Hvaða barn hefur ekki gaman af „ho ho“? Þeir sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu geta lagt leið sína í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Þar standa hesta- mannafélög standa fyrir dag- skrá sem ber yfirskriftina „Æskan og hesturinn." Þar verður ýmislegt sem gleður augað eins og hindrunarstökk, hlýðniæfingar og fleira. Dag- skráin stendur frá eitt til fimm og er frítt inn á svæðið. ÍJI Ifi Konudagsblóm í úrvali Gleðjum þessar elskur með góðri gjöf. Opið sunnudag frá kl. 8-21 <Stóma/mám4s AKURW Kaupangi v/Mýrarveg • Sími 462 4800 i[bjgur-®ímimx Hjálpum Herdísi Herdís Hauksdóttir er ein af þessum mörgu sjúk- lingum sem fáir vita af. Hún hefur sinnt vinnu sinni og reynt að lifa lífinu eins og að- stæður hennar hafa leyft. Nú í febrúar fór hún til Kaupmanna- hafnar, ásamt foreldrum sínum og eldri systur. Þar gengust þær systur undir aðgerð - og þar gaf eldri systir Herdísar henni ann- að nýra sitt - enda voru nýru Herdísar nánast óstarfhæf,“ segja Bryndís Baldursdóttir og Þóra Björg Magnúsdóttir á Ak- ureyri. Þær stöllur hafa, ásamt fleir- um, stofnað til ljársöfnunar til styrktar Herdísi Hauksdóttur. „Það er þungt að vakna við áhyggjur heilsuleysis, þó ekki Stofiiað hefiir verið til fiársöfnunar á Akureyri til styktar Herdísi Hauksdóttur, sem hefur átt við erfið veikindi að stríða. bætist ofan á áhyggjur vegna ijárhagsþrenginga,“ segja Þóra Björg og Bryndís. - Opnaður hefur verið bankareikingur í Brekkuafgreiðslu Landsbanka íslands á Akureyri, kjörbók nr. 63100. Reikningurinn er á nafni Herdísar, sem er til heim- ilis að Einholti 2b á Akureyri. „Hvernig aðgerðin í Kaup- mannahöfn hefur tekist tii er of fljótt að fullyrða um. En auðvit- að biðjum við þess öll að Guð gefi góðan bata og Herdís geti notið nýra systur sinnar. Það er ekki á okkar vaidi að ráða við illlæknandi veikindi, en hins- vegar getum við létt fjárhags- byrðinni af Herdís - ef við stöndum saman,“ segja Bryndís og Þóra Björg. -Sbs. Vetrarleikar á Leiratjöm Mikið stendur til hjá íþróttadeild hesta- mannafélagsins Léttis á Akureyri í dag. Fjöldi hesta- manna á öllum aldri mun safn- ast saman ásamt hestum sínum Tölt á ís. Frá Vetrarleikum Léttis 1995. á ísnum á Leirutjörn, austan við svæði Skautafélags Akur- eyrar, og gera sér glaðan dag. Ástæðan er hinir árlegu Vetrarleikar sem félagið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Dag- skráin í dag byrjar klukkan eitt. Fyrst verður keppt í tölti á ís í barna-, unglinga-, xmg- mennaflokki og einnig tveimur fullorðinsflokkum. Síðan verða stóðhesta- og hryssusýningar. Síðasti dagskrárliðurinn er skeiðkappreiðar en áætlað er að leikunum ljxíki milli fjögur og fimm. „Svo er bara að vona að veðrið verði gott,“ segir Höskuldur Jónsson, sem er einn þeirra sem staðið hefur í undir- búningi. Matthías Gestsson hefur fylgst með Vetrarleikunum und- anfarin ár og einnig ískappleik- unum sem haldnir voru áður en Vetrarleikarnir komu til. Hann segir muninn á því að vera á ís og venjulegum reiðvelli tölu- verðan. „Það þykir gott að hleypa á ís en hins vegar getur verið hætta á að hrossin fari flöt í beygjum. Því þarf að hafa þau sérstaklega vel járnuð þeg- ar keppt er á ís,“ segir Matthí- as. AI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.