Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 22. janúar 1997 JDagur-ÍIJmrám B R I D G E Sontag kom ekki til einskis Björn Þorláksson skrifar S g kom nú ekki bara pen- inganna vegna, þetta snýst um miklu íleira en það,“ sagði Alan Sontag, glað- beittur við umsjónarmann eftir að ljóst varð að hann hafði haft sigur í tvímenningi Bridgehátíð- ar ásamt Mark Feldman. Þeir félagar komu á eigin vegum og þurfa ekki að sjá eftir því, 3.400 dalir, í höfn, en eins og Sontag segir réttilega, þá snýst stórmót Flugleiða, BSÍ og BR um svo margt annað en peninga. Framkvæmd Bridgehátíðar var til fyrirmyndar og þreytast erlendu pörin ekki á að lýsa undrun sinni yfir því hve gott „rennsli" er á mótinu, sérstak- lega í tvímenningnum og má þakka það góðri stjórnun og starfsfólki. Sterkari spilarar ís- lenskir (ekki síst þeir sem náðu engum árangri!) kvörtuðu þó nokkuð undan því að misjöfn geta keppenda kæmi í veg fyrir að nokkurt vit væri í mótinu en monrad-kerfið á þó að hjálpa til þar. Hitt er eðlilegt að sumir sakni hins sterka fámenna tví- mennings sem áður var boðið upp á á Bridgehátíð. Lokastaðan í tvímenningnum varð þessi: 1. Alan Sontag- Mark Feldman, BNA 1104 2. Sverrir Ármannsson- Sævar Þorbjörnsson 1061 3. AlainLevy- Christian Mari, Frakkl. 762 4. Henri Szwarc- Philippe Cronier, Frakkl. 760 5. Lis McGowan- Ken Baxter, Bretlandi 701 6. Stefán Stefánsson- Hróðmar Sigurbjörnsson 574 7. Kristján M. Gunnarsson- Helgi G. Helgason 552 8. Jónas P. Erlingsson- Steinar Jónsson 550 9. Magnús Magnússon- Sigurður Vilhjálmsson 511 10. Esther Jakobsdóttir- Valgerður Kristjónsdóttir 505 Þegar umsjónarmaður falað- ist eftir eftirminnilegu spili hjá Sontag úr mótinu hafði hann ekki neitt á takteinum, en sagð- ist hafa fengið athyglisverða hönd á Grand National móti í Bandaríkjunum fyrir þremur vikum: Suður/Allir 4 Á6543 V KD4 ♦ 8 * 8543 N S * 2 V7 ♦ ÁKDGT8765 «4 K2 „Ég sat í suður og sagði einn tígul — þú hefðir gert það sama er það ekki, hann vinnst! Næsti sagði 4 hjörtu, makker dobl sem er úttektarkennt, austur pass og ég hólkaði mér í fimm tígla. Vestur doblaði og þar við sat. Útspilið var spaði og nú færðu 10 sekúndur til að vinna spilið. Ef þú sérð ekki lausnina strax þá kemur hún ekkert yfir höfuð,“ sagði Sontag sem er þekktur fyrir allt annað en ró- legheit, hvort sem er við spila- borðið eða utan þess. Umsjón- armaður var rétt byrjaður að telja tíglana þegar Sontag reif servíettuna aftur til sín sem hann hafði notað til að skrifa spilið á og þrumaði: „Hver er lfldegasta skipting vesturs? Hann á sennilega 8 hjörtu, hugsanlega einn tígul og svörtu litirnir gætu þá skipst 2-2. Hann á báða ásana eftir doblið þannig að ég drap útspilið með ás, stakk spaða heim. Tók tígl- ana, og spilaði hjarta. Vestur var nú dauður. Ef hann dúkkar, er spilið unnið, en hann drap í reyndinni og var endaspilaður, varð annað hvort að gefa mér 11. slaginn á lauf eða hjarta. Þetta máttu nota,“ sagði Sontag og var þar með rokinn." En það verður ekki vikist undan því að birta eitt spil út tvímenningskeppni Bridgehá- tíðar: Hvað myndi lesandinn segja í norður með 632-K- ÁT98762-32 ef hann kýs að passa í fyrstu hendi, tvö pöss fylgja og síðan einn spaði? Sumir kusu að passa í upp- hafi en hindruðu síðan á þrem- ur tíglum eftir einn spaða vest- urs. Vafasöm sögn eins og kom á daginn. 4 632 ^K ♦ ÁT98762 * 93 4 ÁK854 VÁT9 ♦ D4 ♦ ÁG7 N V A S 4 7 V D8753 ♦ KG53 <4 D86 4 DGT9 4P G642 ♦ - * KT542 Sagnir: Norður Austur Suður Vestur pass pass pass lspaði 3 tíglar pass pass dobl pass pass pass Esther Jakobsdóttir og Val- gerður Kristjónsdóttir sem stóðu sig mjög vel í tvímenn- ingnum voru ekki á skotskón- um í þessu spili, en þær voru langt í frá þær einu sem spiluðu þrjá tígla doblaða. Vestur hlýtur að dobla til úttektar og sýna með því styrk, og austur með einspilið í spaða hefur val á að hoppa í hjartageim eða sitja. Það reyndist töluvert betra að sitja. Gegn Esther og Valgerði kom út einspilið í spaða. Vestur tók tvo efstu þar og fékk kall í hjarta, spilaði síðan minnsta spaðanum til að benda á lauf. Austur trompaði og skipti í laufdrottningu, sagnhafi prófaði kónginn og vestur drap. Þá kom laufás og hjartaás (getur ekki sakað) og hjartakóngurinn féll í. Eftir þetta fær vörnin þrjá tíg- Sigurvegarar í tvímenningnum á Bridgehátíð. Frá vinstri Levi og Mari, þá Feldman og Sontag og íslensku keppendurnir Sverrir Ármansson og Sævar Þorbjörnsson. Myndir: Bjöm Þorláksson. ulslagi eða 8 alls, 1100 niður. Sú tala gaf toppskor en 800 sást á mörgum borðum. Franskur sigur í sveitakeppninni í sveitakeppninni sigraði sveit Frakklands eftir harða baráttu þar sem sveit Roche leiddi framan af. Ólympíumeistararn- ir voru vel að sigrinum komnir, en nokkrar íslenskar sveitir stæðingarnir höfðu sagt tvö hjörtu eðlilega ofan í multi. „Fittið" var 2-2 og spilið „lak“ sex niður. í leik Dags-Tímans og ónefndrar sveitar kom jafnvel enn skemmtilegri staða upp. Umsjónarmaður átti 18 punkta, brotinn fimmlit í hjarta og opn- aði á einu slíku. Andstæðing- arnir voru á hættu gegn utan og án umhugsunar sagði næsti tvö hjörtu. Michaels? spurði makk- austur í 5 tígla á hættunni með sjölit í tígli. Blindur reyndist svo eiga tvo hunda í spaða, ÁKGTxx í hjarta, eyðu í tígli og laufkóng þriðja. Natúral, sko! Spilið fór 1100 niður til að gera langa sögu stutta, en dálítið skemmti- legt þetta með útskýringuna. „Það eina sem ég veit er að hann er stuttur í hjarta!" En eins og ágætur andstæðingur sagði eftir mótið við umsjónar- mann: „Þeir sem ekki geta spil- að bridge, ættu ekki að skrifa um bridge." Og þá er ekkert annað að gera en skrifa bara svolítið um „ekki-bridge“. Gleðilegan konudag og ekki klikka á blómunum! hefðu allt eins getað endað á toppnum. Sú sjaldgæfa staða kom upp hjá VÍB að sveitin fékk eggið í leik gegn Sontag og þeg- ar Matthías Þorvaldsson var spurður hve langt hann þyrfti að fara aftur í tímann til að minnast þess að hafa fengið 0 í jafnstuttum leik, klóraði hann sér lengi í hausnum og svaraði síðan: „Það get ég ekki munað.“ Annars varð lokastaða efstu sveita þannig: 1. Frakkland 198 2. VÍB 187 3. Hjördís Eyþórsdóttir 186 4. Landsbréf 185 5. Roche 181 6. Samvinnuferðir Landssýnl79 7. Mark Feldman 179 8. Málning 178 9. KÁ Selfossi 178 10. Hjólbarðahöllin 178 11. Eurocard 178 Það gerist margt skrýtið í sveitakeppninni sbr. lokasamn- ing ágæts íslensks pars sem spilaði 4 hjörtu eftir að and- er eftir að austur gaf viðvörun, en hann sagði svo ekki vera, sögnin þýddi aðeins að vestur væri stuttur í hjarta og tæki þá Alan Sontag brosir breitt eftir tví- menninginn. Hann hlaut tæplega 60% skor ásamt Mark Feldman. væntanlega við hinum litunum. Makker sagði dobl og nú stökk Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Hamri laugardaginn 1. mars kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Til sölu Bronco árg. ’75. 8 cyl., 351 w, ekinn 50.000 km á vél. Dekurbíll í sérflokki. Til sýnis og sölu í Höföa- höllinni, Vagnhöfða 9, Reykjavík. Uppl. í síma 567 4840. Ólympíumeistarar Frakka,

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.