Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 19
Jbtgur-®tntmn
Laugardagur 22. febrúar 1997 - 31
Stúlknastórveldi að myndast
Umsjónarmaður
Magnús Geir Guðmundsson
Spice Girls í öllu sínu ögrandi veldi. Þær uppfyila vafalaust ekki kröfur margra kvenfrelsis-
sinna hvað ímynd og útlit snertir, en eru þó á góðri leið með að ná öllu sínu fram til jafns við
karlpoppstjörnur og rúmlega það. Þar spilar og fleira inn í en bara ímynd og sætt útlit.
- Spice Girls eru á góðri
leið með að leggja undir
sig poppheiminn
Það fer vel á því þar sem hinn ramm-
íslenski konudagur er á morgun, að
konum sé gert hátt undir höfði að þessu
sinni. Ekki það að það sé ekki gert
venjulega, það er reynt eftir getu, en það
má samt alltaf gera betur. Svo er nú
staðreynd, að „hið veikara kyn er sífellt,
sem betur fer, að sækja í sig veðrið og er
það meira en vel. í tónlistiimi er þetta
ekki hvað síst áberandi og eru þær sífelt
fleiri konurnar sem ná vel að hasla sér
völl og rúmlega það. Það er reyndar svo
komið að kvenstjörnur í poppinu og
rokkinu eru alveg jafn vinsælar og karl-
stjörnur og ef eitthvað er, eru þær nú að
verða fengsælli en þeir. í ofanálag virðist
svo margt benda til þess, að hreint
kvennastórveldi sé að myndast í formi
hljómsveitar að nafni Spice Girls.
Poppheimurinn undirlagður
Með áræðni, djörfung, hispursleysi,
taumlausri gleði og ánægju í sínu lauf-
létta og dansfléttaða poppi, eru nefni-
lega fimm ungar breskar stúlkur á aldr-
inum 21 til 24 ára nú komnar langleið-
ina með að leggja undir sig poppheiminn
og flest sem í honum er. Þær Jerry, Mel-
anie, Melaine C., Victoria og Emma, eiga
það allar sameiginlegt (eins og
meðfylgjandi mynd ber með sér) að vera
vel snoppufríðar og á það auðvitað sinn
þátt í uppgangi þeirra. En þær hafa líka
fleira til brunns að bera, semja allt sjálf-
ar, lög og texta og eru í flestu eða öllu
sínir eigin „herrar“. Þær fara sem sagt
sínu fram og það nákvæmlega eins og
þær sjálfar vilja og láta ekkert að því er
virðist aftra sér. Þannig sýnist manni að
þær hafi fyllt í eitthvert gat sem fyrir var
og það stórt, gat sem myndast hefur ein-
faldlega vegna þess að kvennahljóm-
sveitir hafa ekki fyrr komið fram sem
Spice Girls. Það sem er m.ö.o. að gerast,
að ungir karlar eru loksins fyrir alvöru
að eignast kvenátrúnaðargoð, sem
standa undir nafni og eru sambærileg
við, svo nærtækt dæmi í tíma sé tekið,
Take That. Slíkt hefur vart gerst fyrr,
þannig að á nokkurn hátt er um jafnrétt-
isávinning að ræða. Margar af stórsöng-
konum samtímans, Madonna, Whitney
Houston, Celine Dion, Alanis Morrisette
o.fl. hafa vissulega hrifið margan dreng-
inn um heim allan, en þeirra vinsældir
eru einhvern veginn bara öðru vísi vaxn-
ar og með öðrum blæ. Þeirra vinsældir
eru auðvitað líka breiðari, en það eru
þær einnig svo sannarlega að verða hjá
Spice Girls.
Eitt stórt ævintýri
Þegar litið er á feril Spice Girls líkist
hann í fáum orðum sagt, einu stóru
ævintýri, sem átt hefur sér stað á ótrú-
lega skömmum tíma. Það eru ekki nema
sjö mánuðir frá því að fyrsta smáskífan
kom út með stelpunum, Wannabe, og
vissu þá fáir utan Bretlands a.m.k.
hverjar þær voru. Jarðvegurinn hafði þó
verið vel undirbúinn og þær þá þegar
skapað sér orðspor fyrir hflega fram-
komu með meiru. Færði það þeim samn-
ing við Virgin-útgáfuna, sem eins og
frægt varð af fréttum er í eigu loftbelg-
skappans Richards Bransons. Eins og
hrakfarir hans reyndust miklar með því
tiltæki, þá var happafengur hans með af
taka Spice Girls upp á sína arma, af
sama skapi mikill, ef ekki meiri. Fór
Wannabe rakleiðis á toppinn í heima-
landinu þegar hún kom út í júlí og það
gerðu einnig tvær aðrar smáskífur sem
komu út í kjölfarið á árinu 1996, Say
you’ll be there og 2 becomes 1. Tvær
fyrrtöldu smáskífurnar reyndust svo
vera númer tvö og fimm yfir best seldu
smáskífur ársins í Bretlandi á síðasta
ári. Fyrsta stóra platan, Spice, kom svo
út í seinni hluta nóvembermánaðar og
rauk eins og smáskífurnar beint á topp
sölulistans. Reyndist hún svo vera átt-
unda mest selda platan í Bretlandi yfir
árið.
Heimsyfirráð að hætti
Bítlanna
Er mi svo komið, að á þessum aðeins
röska sjö mánaða útgáfuferli hafa stúlk-
urnar í Spice Girls selt yfir 8 milljónir af
smáskífunum þremur og um 6 milljónir
af stóru plötunni, sem eins og áður
sagði, er aðeins um þriggja mánaða
gömul. Flæða vinsældir þeirra gjörsam-
lega út um allt þessa dagana og hafa
hvergi dalað. Eru fræðingar í poppinu
farnir að ganga svo langt að spá því að
Spice Girls geti náð viðlíka hylli og sjálfir
Bítlarnir. Kann það eflaust að hljóma út í
hött í eyrum margra, en samt er það nú
þannig að stúlkurnar eru nú þegar farn-
ar að ná svipuðum árangri og í sumum
tilfellum jafnvel betri. Wannabe hefur
t.d. náð á toppinn í hvorki fleiri né færri
en rúmlega 30 löndum í flestum ef ekki
öllum heimsálfum, sem er til jafns við
Liverpoolgoðin. í Bandaríkjunum, þar
sem alltaf er svo mikilvægt að festa sig í
sessi, eru þær svo þessa dagana að
„mála bæinn rauðan“ og hafa þar slegið
Bítlunum við. Wannabe gerði nefnilega
enn betur en fyrsta smáskífa þeirra fyrir
rúmum 30 árum, I wanna hold your
hand, gerði. Fóru þær beint í 11. sæti
Billboardlistans, en Bítlarnir fóru á sín-
um tíma í það 17. í síðustu viku náði svo
lagið á toppinn, aðeins þremur vikum
eftir útkomu. Talið er svo næsta víst að
Spice fylgi þessum árangri eftir í kjölfar-
ið. Það segir svo meira en meira en
mörg orð um uppganginn í Bandaríkjun-
um, að jafn frægt og virðulegt tímarit og
Time, leggur heilar þrjár síður undir
umljöllun um Spice Girls fyrir skömmu.
Slíkt gerist nær aldrei þegar um eina
hljómsveit er bara að ræða og oftast er
bara hálf síða eða svo látin nægja í
hverju tölublaði. Hvort hins vegar stúlk-
urnar ná að standa undir þessum gríð-
arþunga frægðarinnar til langframa
verður tíminn að leiða í ljós, en í dag
bendir ekkert til annars en að þær verði
sannkallað stúlknastórveldi í poppheim-
inum.
11 GAIXID I
LUKKA
Eins og þeir vita sem
grannt fylgjast með í tón-
listinni bæði hér heima og
erlendis, þá er eitt allra vinsæl-
asta lagið á íslandi og víðar
þessa dagana Don’t speak með
bandarísku skapopp/pönksveit-
inni No Doubt. Fínt lag þar sem
góð laglína fer saman með
nokkuð svo kröftugum flutningi.
Fetar Don’t speak þar með í fót-
spor Just A Girl, sem vakti svo
um munaði athygli á hljóm-
sveitinni og varð eitt vinsælasta
lag síðasta sumars. Eru bæði
þessi lög á fyrstu plötu No Dobt,
Tragic Kingdom, sem upphaf-
lega kom út í Bandaríkjunum
síðla ársins 1995. Það tók því
sinn tíma hjá sveitinni að vekja
athygli og raunar miklu meiri
en það sem hér segir af. Ekki
aðeins leið langur tími frá út-
gáfu Tragic Kindom þar til plat-
an fór að seljast að ráði með
velgengni Don’t speak, heldur
þurfti hún að þrauka í mörg ár
við erfið skilyrði, áður en hún
fékk tækifæri til útgáfu. Það
kom loks 1995 og hefur hin
Gwen Stefani hefur átt vaxandi
vinsældum að fagna ásamt félög-
um sínum í No Doubt að undan-
förnu.
þokkafulla söngkona sveitar-
innar, Gwen Stefani, átt sinn
þátt í því auk velgengninnar í
kjölfarið. Hefur Gwen og félög-
um hennar gengið allt í haginn
á síðustu mánuðum og stóra
platan rokselst. Hefur hún að
undanförnu verið í toppsætinu í
Bandaríkjunum og í Bretlandi
var platan á miklu skriði og
náði alla leið í níunda sæti sölu-
listans. Gamla máltækið sem
segir að sígandi lukka sé best, á
því vel við um No Doubt. Líkt og
stelpurnar í Spice Girls (sem
líka prýða hér síðuna) og
reyndar margar fleiri tónlistar-
konur um þessar mundir, er
Gwen Stefani ásamt félögum
enn ein staðfestingin á
„kvennabyltingunni" sem nú á
sér stað í tónlistarheiminum.
Og er það bara ekki hið besta
mál?
iiiftiiLÉiLJki jiií k. á J i i i ÍUiiká iJáúiiiL á iúáá ii L,
t P O P P k, 1 . ií,, A .. 1 M. É W ' i i ’ ? V "V f r* f f f Í á 1 1 L i ill 1 ki Á á U t i hiLl
vvr'wrv'vv www]
• Courtney Love, söngkona
Hole, sem upp á síðkastið
hefur verið að vekja athygli
sem leikkona í myndinni
„Réttarhöldin yfir Larry
Flynn“, hefur að undanförnu
verið að vinna nýja plötu með
sveitinni sinni. Hún tók sig til
fyrir skömmu og samdi eitt
stykki lag handa annarri
söngkonu sér eldri og forn-
frægari, Stevie Nicks, ásamt
öðrum. Verður lagið væntan-
lega á nýrri plötu frá Nicks,
sem kemur út innan tíðar.
Plötu Hole er síðan að vænta
seinna á árinu.
• Það eru fleiri en Björk sem
fá að finna fyrir því að ekki
má sýna hvað sem er í sjón-
varpinu. Önnur söngkona,
sérstök eins og Björk, Skin,
ásamt félögum sínum í Skunk
Anansie, fékk nefnilega lika á
sig bann hjá MTV fyrir mynd-
bandið við sitt nýjasta smá-
skífulag, Hedoism (Just bec-
ause you feel good). Ástæð-
an? Tvær stúlkur sjást í svip
kyssast innilega og það var of
mikið af því góða fyrir „sið-
prúða“ aðstandendur popp-
sjónvarpsins. Kann þetta að
hafa eyðilagt fyrir laginu,
sem fór strax í 13. sæti í
fyrstu viku, en hrapaði jafn-
harðan þá næstu.
• Gamli sönggarpurinn úr
Free og Bad Company fyrr á
tíð, Paul Rodgers, hefur nú
nýverið sent frá sér nýja
plötu, sem einfaldlega nefn-
ist, Now. Er hún með frum-
sömdu efni, en það síðasta
sem kappinn sendi frá sér
var plata til heiðurs blúsjöfr-
inum Muddy Waters og kom
út fyrir röskum tveimur árum
eða svo.
Skin. Bönnuð, en áreiðanlega
ekki frekar en fyrr af baki dott-
in.