Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 7
iTTÍ_. IDagur-'CEímhm Laugardagur 22. febrúar 1997-19 Það er eins og gögnin séu vistuð á Pentium vél þegar Tryggvi er spurður um einhvern gaml- an vélbát úr Eyja- flotanum fyrr á öld- inni. Fyrr en varir hefur Tryggvi tínt til allt um sögu báts- ins, um smíðina, skipstjóra, vélar- tegund og örlög bátsins. Sé miðað við tímakaup næði það hins vegar ekki verka- mannataxta. Langafi Tryggva, Gunnar Marel Jónsson í Dráttarbraut Vestmannaeyja, var þekktur skipasmiður fyrr á öldinni. Hann smíðaði alls tólf báta í fullri stærð. Barnabarnabarnið hans er hins vegar að smíða öllu minni báta en þeir eiga það sameiginlegt, Gunnar Mar- el og Tryggvi, að vera miklir handverksmenn. Tryggvi er algjörlega sjálf- menntaður í módelsmíðinni. Hann hefur aldrei farið á nám- skeið heldur hefur prófað sig áfram. Vélstjóramenntunin kemur reyndar að góðum not- um því Tryggvi þarf að leysa ýmis vandamál sem koma upp og þá kemur tækniþekkingin úr vélasalnum sér vel. Tryggvi segir að galdurinn við módel- smíðina sé að hafa ríkulega þolinmæði í bland við hæfilega mikla útsjónarsemi. „Gamlir sjóarar hafa gaman að því að spjalla við mig um gamla vélbáta. Þeir fylgjast vel með smíðinni og sýna henni áhuga. Ég hef gaman af því enda eru margir af köllunum afar fróðir um gamla tímann. Gaman væri ef einhverjir sem eiga gamlar myndir, bæði af bátum og einnig þegar þeir voru í smíðum, aðallega Eyja- bátum en einnig annars staðar frá, að fá að taka eftir þeim,“ segir Tryggvi. Módel af Jötni VE 273. Þarna sést vel á þilfarið og hve mikil nákvæmnisvinna liggur þar að baki. Hafsjór af fróðleik um bátaflotann Áhugamál fólks eru margvís- leg, svo ekki sé meira sagt. Líkt og ungar stúlkur geta þul- ið upp ýmis smáatriði í ævi- ágripum poppstjarna og leik- ara, og ungir menn kunna staðreyndir um ensku knatt- spyrnuna eða NBA-deildina betur en landafræði- og sögu- bækurnar í skólanum, er Tryggvi eins og alfræðiorðabók þegar kemur að ástum og ör- lögum Eyjaflotans og reyndar alls íslenska togara- og báta- flotans. Það er eins og gögnin séu vistuð á Pentium vél þegar Tryggvi er spurður um ein- hvern gamlan vélbát úr Eyja- flotanum fyrr á öldinni. Fyrr en varir hefur Tryggvi tínt til allt um sögu bátsins, um smíð- ina, skipstjóra, vélartegund og örlög bátsins. Tryggvi segist hafa brennandi áhuga fyrir öllu sem viðkemur Eyjaflotan- um frá því vélbátaútgerð hófst 1906. Fyrir utan sögulegan fróðleik hefur Tryggvi safnað myndum af Eyjabátum og öðr- um íslenskum bátum og á hann svo til allan flotann í myndrænu formi aftur til árs- ins 1940. Hann hefur sjálfur myndað alla nýja báta frá 1984 og hafa bátamyndir hans birst víða. Við módelsmíði sína styðst Tryggvi við teikningar Siglingamálastofnunar að grunni til. En þegar kemur að útlitinu og smáatriðunum á bátnum sjálfum styðst Tryggvi við ljósmyndirnar. Vestmanna- eyingar sem þekkja til Tryggva vita að hann hefur fleiri áhugamál. Meðal annars er hann með ólæknandi mótor- hjóladellu og hefur átt ýmsa mótorfáka frá því hann var unglingur. Þegar hann kvæntist fyrir nokkrum árum kom hann ásamt tilvonandi eiginkonu á mótorhjóli til kirkju! Mótor- hjóladellan hefur síður en svo bráð af honum þrátt fyrir að hann hafi haldið upp á fertugs- afmæli sitt um daginn. Hann er enn með tryllitæki sem hann notar til að tæta og trylla upp malbikið á góðviðrisdögum. Tryggvi segist ekki tíma að hanga yfir sjónvarpinu þegar hann er í landi. Hann notar það eingöngu til að drepa tím- ann út á sjó. Honum þykir greinilega vænna um tímann í Iandi! Síminn hringir. Óskar á Há- eyri er á hinum endanum. Það er ræs. Tryggvi verður að leggja frá sér málningarpensil- inn og ganga frá áður en hann fer um borð í Frá VE. Loka- frágangur á Austfirðingi verð- ur að bíða um sinn, eða þang- að til í næstu brælu... ÞoGu/Eyjum Tryggvi og síldarflutningaskipið Haförninn. STARFSMANNAFÉLAG AKUREYRARBÆJAR STAK og BSRB auglýsa: Starfslokanámskeið Starfsmannafélag Akureyrarbæjar og Norðurbandalag BSRB standa fyrir starfslokanámskeiði sem er opið öll- um félögum í STAK og BSRB á Norðurlandi. Nám- skeiðið verður haldið tvo laugardaga, þ.e. 1. mars og 15. mars nk. í Þjónustumiðstöðinni, Víðilundi 24. Dagskráin Laugard. Kl. 13.00-13.10 13.15-14.40 14.40- 15.10 15.10-15.40 15.40- 16.15. 16.20-16.50 er eftirfarandi: 1. mars 1997. Efni Setning Öldrunarþjón. ríkis og sveitarfélaga Húsnæðismál Kaffihlé Tómstundast. aldraðra Lífeyrissjóðir Laugard. 15. mars 1997 13.00-14.45 14.45-15.15 15.15-15.45 15.55-16.30 16.35-17.00 Líkamsþjálfun Kaffihlé Tryggingar, bætur Handverk á Punktinum Námskeiðslok og umræður Leiðbeinendur: A. Jakobína Bjömsd. Bjöm Þórleifsson Guðríður Friðriksdóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Birna Jóhannesdóttir Stefán Ólafsson Kristjana Baldursdóttir Kristbjörg Magnadóttir A. Jakobína Bjömsdóttir Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til skrifstofu STAK í síma 461 1599 í síðasta lagi 26. febrúar 1997. Með félagskveðju, Skrifstofa STAK.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.