Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 22. febrúar 1997 iDagur-ÍEmrá'm sjónvarps Er sjónvarpið helgisiðabókin sem stað- festir fyrir okkur heiminn? Og lýsir þá þessi vissa sem fyllir okkur á hverju kvöldi upp bandarískan heim en ekki íslenskan? Þorbjörn Broddason fjöl- miðlafræðingur segir sjónvarpið og aðra íjöl- miðla gegna sama hlutverki og kirkjan á árum áður, þá þuldu menn bænir en nú sækja menn viðmið sín og fyrirmyndir til sjónvarpsins. Þorbjörn varði doktorsritgerð um sjónvarps- samfélagið undir heitinu Tele- vision in Time þann 29. nóvem- ber síðastliðinn en hún byggir á nær þriggja áratuga rannsókn- um á því hvernig sjónvarpið setti og setur svip sinn á líf manna. Þegar Þorbjörn hóf fram- haldsnám við Háskólann í Lundi haustið 1967 vildi svo til að sjónvarpið var að ganga yfir ísland. Þetta viðfangsefni var spennandi þar sem rannsóknir á sjónvarps- og sjónvarpslaus- um svæðum innan sömu menn- ingarheildar fyrirfundust ekki. Þetta ár hafði sjónvarpið verið eitt ár á suðvesturhorninu en var ekki komið á Norðurlandið. „Þetta voru spennandi tímar og menn stórhuga yfir sjón- varpinu enda geysilega merki- legur fjölmiðill sem sameinar í raun útvarp og kvikmyndir og flytur með undra skjótum hætti inn á hvert heimili. Þegar mað- ur skoðar landslagið á þessum árum er andstaðan við Kefla- víkursjónvarpið líka áhugaverð, þar var að vissu leyti á ferðinni andstaðan við nýjungar en sumir reyndust líka stuðnings- menn herstöðvar en samt á móti sjónvarpi og síðan voru nýjungasinnar sem voru fylgjandi sjónvarpi en ekki nær- veru hersins. Þessir urðu þá að hafa innanhúsloftnet svo eng- inn sæi til þeirra." íslensk eða bandarísk menning? Stórveldistíma Keflavíkursjón- varpsins lauk haustið 1966 þeg- ar íslenska sjónvarpið tók til starfa. Þá dettur botninn gjör- samlega úr því og þegar Þor- björn spurði menn árið 1968 hvort þeir vildu frekar horfa á Keflavíkursjónvarpið eða ís- lenska sjónvarpið var greinilegt að þar á milli var engin sam- keppni, yfirgnæfandi meirihluti „Við getum ekki hugsað okkur samfélagið án sjónvarpsins. Það hefur komið í staðinn fyrir kirkjuna og það hvílir ákveðin helgi yfir því rétt eins og yfir morgun- og kvöldbænum á síðmiðöldum", segir Þorbjörn Broddason. Mynd-JHF liðin og nú er sjónvarpið að sögn Þorbjarnar enginn að- skotahlutur í samfélagslíkam- anum heldur sjálft taugakerfið. Ein spurningin sem krakk- arnir í könnun Þorbjarnar fengu var hvert þau myndu vilja flytja ef þau yrðu að flytja frá íslandi. „í fyrstu könnuninni var um helmingur sem valdi eitthvert Norðurlandanna og 15% Bandaríkin en í síðustu könnuninni hefur hlutur Norð- urlandanna minnkað um helming og Bandaríkin hafa sem næst tvöfaldast en önnur lönd hafa líka færst í aukana. Það eru því þrjár megin niður- stöður, Norð- urlöndin hafa hrunið, Banda- ríkin hafa tví- eflst og Ijöl- breytnin hefur aukist." Hin kvenlegu Norður- iönd Þessi sama spurning sýnir ekki einungis hve Bandaríkin eru ríkjandi í hugum unglinganna vegna framboðs á bandarísku efni í íslensku sjónvarpi heldur leiðir hún í ljós athyglisverða skiptingu á milli kynjanna. Norðurlöndin fara niður hjá báðum kynjum en munurinn þar á er þó bullandi mark- tækur, mun fleiri stelpur kjósa Norður- lönd og strák- arnir þá Bandaríkin. „Ég skýri þetta með því að Bandaríkin séu fulltrúi tækni, fram- fara, bjartsýni, sjálfstæðis og karlmennsku. Norðurlöndin aftur á móti eru tákn öryggis, mýktar, vel- ferðar og í rauninni móðurlegr- ar umhyggju. Ég les kven- og karlleika inn í þessar niðurstöð- ur, þeir sem vita að þeir verða að leita samstöðu, veita og gefa skjól kjósa frekar að fara til Norðurlandanna." Þorbjörn komst að því að meðalsjónvarpsnotkun unglinga er 15-20 klukkustundir á viku en hámarkssjónvarpsnotkun er hjá 11-12 ára krökkum. Síðan minnkar þörfin fyrir sjónvarp þegar krakkarnir verða frjáls- ari og áhugamálin breytast með gelgjuskeiðinu en þá hefur hlut- ur bandaríks efnis líklega þegar haft verulega mótandi áhrif á hugsunarháttinn þótt Þorbjörn segi að varhugavert sé að full- yrða um shkt. Amma og bænirnar Áhriíin eru alltaf erfið viður- eignar og Þorbjörn segir að þrátt fyrir alla þessa rann- sókn sem hefur tekið næstum þrjá áratugi verði ekkert sannað um áhrif sjón- varpsins. „Ég sýni fram á hvernig viðhorf fræði- manna og þá án efa almenn- ings í garð sjónvarps hafa breyst. í byrjun er sjónvarpið eins konar boðflenna í samfé- laginu en þróast yfir í að verða eitt af viðmiðunaratriðunum, einn af grunnþáttum samfé- lagsins, þáttur sem við vísum til og miðum okkur við. Við erum orðin svo nátengd og hand- gengin sjónvarpinu að við erum löngu hætt að sjá það. Á sjö- unda áratugnum var sjónvarpið framandi hlutur í samfélagssál- inni en núna getum við talað um sjónvarpssamfélagið. Við getum hreinlega ekki hugsað okkur samfélagið án sjónvarps- ins, það hefur komið í staðinn fyrir kirkjuna og það hvílir ákveðin helgi yfir því rétt eins og yflr morgun- og kvöldbæn- um á síðmiðöldum. Við megum alls ekki ekki missa af því sem er í sjónvarpinu og hið sama gildir um blöðin og útvarpið. Fjölmiðlanotkunin er ritúal. Maður les t.d. leiðara blaðanna og svo spyr einhver síðar um Það fara auðvitað svakalega margir í Þjóðleikhúsið eða um 100 þúsund yfir árið sem eru jafn- margir og horfa á sjónvarpið á hverju kvöldt “ tók íslenska sjónvarpið fram yf- ir. „Áhrifin verða hins vegar aldrei endanlega sönnuð vegna þess að samanburðurinn var ekki gerður. Keflavíkursjón- varpið dundi yfir okkur og við sitjum uppi með þau áhrif, það blasir t.d. við að íslendingar horfa meira til Bandríkjanna en flestar Evrópuþjóðir. Við þurf- um ekki annað en að athuga hvar ýmsir merkilegir þættir eru sprottnir upp í menningu okkar eins og t.d. dægurtónlist- in og körfuboltinn. Þetta er upprunnið í Keflavík og Njarð- víkum sem segir okkur að bandaríski herinn hefur verið mjög liðtækur í því að móta vissa þætti íslenskrar menning- ar. Sjónvarpið var inni á gafli fjölda fólks og í þessari fyrstu ritgerð minni sem ijallar um þetta get ég ekki sannað áhrif Keflavfkursjónvarpsins en hins vegar kemur það glögglega fram að það var ríkur þáttur í daglegri tilveru fólks hér á ár- unum 1955-1970. Vilja flytja til Bandaríkjanna Heildarkönnun Þorbjarnar tek- ur til fjögurra mismunandi tímaskeiða þar sem spurningar voru lagaðar fyrir 10-15 ára unghnga á ár- unum 1968, 1979, 1985 og 1991. Breyting- arnar þarna á milli eru miklar og í síðustu könnuninni voru þeir krakkar t.a.m. teljandi á fingr- um annarrar handar sem sögðu að ekki væri sjónvarpstæki á heimilinu. Á fyrstu árum sjónvarps var því tekið með kostum og kynj- um en hinn nýi miðill var menningarelítunni þyrnir í aug- um. Á íslandi þótti ófínt að eiga sjónvarp og það var mönnum vegsauki ef þeir sögðu frá því að þeir væru ekki búnir að fá sér sjónvarpstæki en sú tíð er «... svo spyr einhver síðar um daginn hvað var í leiðaranum og það man maður ekkt enda les maður ekki endilega til að frœðast heldur af þörf á sama hátt og amma hafði þörffyrir að þylja bœnirnar. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.