Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 22. febrúar 1997 |Dagur-‘3Imrám
Noriko lchinose t.h. og Toshiko
Morimoto starfa með Heimsfriðar-
sambandi kvenna. Sambandið var
stofnað í heimalandi þeirra, Japan,
fyrir um áratug og hefur náð fót-
festu víða um heim. Myna:jHF
talinu stendur. Noriko segist þó
hafa náð nokkuð góðu sam-
bandi við íslenskar konur og
margar þeirra hafi fengið
áhuga á Heimsfriðarsamband-
inu. „Við byrjuðum á því að
ganga um með bæklinga. Þá
vissi enginn hverjar við vorum.
En okkur hefur tekist að mynda
sambönd og íslensku félagarnir
eru orðnir um 30 núna,“ segir
hún.
Vilja vera áfram
Noriko og Toshiko vita ekki hve
Iengi þær munu dvelja á íslandi
en ekki er annað að heyra en
að þær vilji vera sem lengst.
Hún rölti inn á ritstjórn í göngutúr sínum
um Akureyrarbœ. Var að selja myndir sem
vinkona hennar málaði. Vissi reyndar ekki
að hún var stödd á dagblaði og brá svolítið í
brún þegar falast var eftir viðtali.
s
g er hér að vinna fyrir
Heimsfriðarsamhand
kvenna," segir Noriko Ic-
hinose daginn eftir þegar hún
mætir í stutt spjall. Sér til
trausts og halds hefur hún vin-
konu sína Toshiko Morimoto
sem er á íslandi í sama tilgangi
en báðar eru þær frá Japan.
Heimsfriðarsamband kvenna
var stofnað fyrir um áratug í
Japan og þar eru höfuðstöðvar
sambandsins. Markmiðið er
hinsvegar að starfa á sem flest-
um stöðum í heiminum og kon-
ur í mörgum löndum tengjast
þessum samtökum. Þau eru t.d.
fjölmenn í Norður-Ameríku og
Kóreu en hafa einnig náð fót-
festu í sumum löndum Evrópu
og Afríku.
Sjálfboðastarf
Þær Noriko og Toshiko eru báð-
ar rúmlega þrítugar og hafa
verið á íslandi frá árinu 1994,
þó með nokkrum hléum. Alls
hefur Noriko starfað með
Heimsfriðarsambandinu í sjö ár
en Toshiko í þrjú ár. Þær kynnt-
ust þó ekki fyrr en þær komu til
íslands.
Noriko segir að vinna þeirra
hjá Heimsfriðarsambandinu sé
ekki launuð heldur sé um sjálf-
boðastarf að ræða. Einhverja
peninga fá þær þó í uppihald en
að mestu fjármagna þær dvöl
sína sjálfar. „Við förum alltaf
reglulega til Japans og þá
göngum við frá fjármálunum,"
segir hún.
Fyrst þegar Noriko kom til
landsins átti hún í erfiðleikum
með að ná sambandi við fólk
vegna þess að hún talaði enga
íslensku. Enn er íslenskukunn-
áttan lítil og enskan hennar
nokkuð stirð þannig að tungu-
málaerfiðleikarnir eru enn til
staðar. Hið sama má segja um
vinkonu hennar Toshiko, sem
er mjög hljóðlát á meðan á við-
„Ég vona að óg geti verið
áfram,“ segir Noriko og Toshiko
kinkar ákaft kolli. En hvað
skyldu þær gera með samtök-
unum sem þær vinna fyrir?
„Jú, við erum t.d. með fyrir-
lestra í hverjum mánuði um
efni eins og íjölskylduna, and-
leg málefni, ofheldi eða eiturlyf.
Síðan eru vikulegir fundir,“ seg-
ir Noriko. Einnig hafa þær farið
í heimsóknir á ýmsar stofnanir,
t.d. sjúkrahús og heimili aldr-
aðra, til að kenna japanska
pappírslist (Origami) og sam-
bandið hefur staðið fyrir undir-
skriftasöfnun til að stemma
stigu við ofbeldi og klámi í sjón-
varpi á fótavistartíma barna. AI
jDctgnr-®irttnn
- besti tími dagsins!
Verktakar, smiðir, bifvélavirkjar,
píparar, rafvirkjar, málarar,
verslunarmenn...
Kynnið ykkur
TILBOÐ
okkar á raðauglýsingum.
-ÞÆR SKILA ÁRANGRI -
Sími auglýsingadeildar er 460 6100
Fax auglysingadeiidar er 460 6161
Hvað er Heims-
friðarsamband
kvenna?
ær konur sem stofn-
uðu Heimsfriðarsam-
bandið trúðu því að
besta leiðin til að vinna að
friði væri í gegnum fjöl-
skyldurnar. Með því að
styrkja innviði ljölskyldunn-
ar væri kominn grunnur að
betra þjóðfélagi. „Tímabil
kvenna er tímabil samstarfs
byggt á sannri vináttu þar
sem menn og konur skilja
að hvort um sig voru þau
sköpuð til þess að bæta upp
hina góðu eiginleika hvors
annars," segir m.a. í stefnu-
yfirlýsingu sambandsins.
Konur í Heimsfriðarsam-
bandinu viðurkenna að
munur sé á milli kynjanna
en telja að vandamál heims-
ins verði ekki leyst nema
rökhyggja beggja fái að
njóta sín. Rökhyggja valds
og stjórnmála sé ekki nægj-
anleg heldur þurfi einnig að
koma til rökhyggja samúð-
ar, kærleika, þjónustu og
fórna. „Menn og konur
þurfa að starfa saman, ekki
aðeins vegna réttinda
kvenna, heldur til að skapa
nýtt heimili og þjóðfélag
með því að gera virk gildi
sem eru ómissandi öllum
mannverum. Þetta verður
best gert með því að festa í
sessi mikilvægi kærleikans
og þeirri hugmynd að lifa
fyrir aðra,“ segir í bæklingi
sambandsins.