Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 1
Tvöfaldurl. vinningur Góða helgi! Laugardagur 22. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 37. tölublað Heyrst hefur... ...að kvennaleikurinn sé ekki á nýjasta seðli Lengjunnar. Ástœð- an er sú að Jyrirfram er talið að Haukar séu miklu sigurstrang- legrL Karlaleikurinn er hins vegar á seðlinum og þar eru stuðl- arnir jafhir hjá liðunum, 1,80 hjá hvoru liðL ...að hljómsveitin Stalla Hú, œttuð úr Vestmannaeyjum, muni spila fyrir Hauka í báðum bikarleilgunum. Hljómsveitin hefur verið „sigursœl" í bikarleilgum því hún spilaði fyrir KA-menn síð- ustu tvo úrslitaleiki og unnu þeir í bœði skiptin. Ekki amalegur stuðningsmaður þar en nú er hljómsveitin sem sagt komin í lið með Haukum. ...að leikirnir tveir verði spilaðir á gólfteppinu góða sem notað var á HM. Þetta mun vera gert að beiðni sjónvarpsins þar sem eingöngu handboltalínur séu á gólfdúknum og komi það betur út á mynd en línufrumskógurinn á hinu venjulega gólfL íslenskir handboltaunnendur fá að titra og skjálfa af spenningi í dag, sérstaklega þeir hafnfirsku. Úrslitaleikir í bikarkeppninni eru á dag- skrá í Laugardalshöllinni og spilaHaukar íHafnarfirði til úrslita bæði í karla- og kvennaflokkl ' Mynd: Pjetur Fyrirliðarnir Gerður Beta (t.v.) og Ragnheiður takast á. Konurnar í Haukum mæta stallsystrum sínum í Val og hefst leikur lið- anna klukkan 13:30. Haukar hafa verið á góðri siglingu í deildinni í vetur, unnu íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og er af flestum spáð öruggum sigri. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að ekkert sé unnið fyrirfram. „í bikar leik getur allt gerst og má ekki vanmeta andstæðinginn. Þetta verður ekki auðvelt en við ætlum að mæta einbeittar til leiks og taka þeim sem hverjum öðrum sterkum andstæðingum," segir Ragnheiður Guð- mundsdóttir, fyrirliði Hauka. Gerður Beta Jóhannsdóttir, fyrirliði Vals, segir góða stemmningu í sínu liði. „Við höfum allt að vinna en engu að tapa því Haukarnir eru taldir mun sigurstranglegri. Pressan er á þeim en ekki okkur og ef við komum afslappaðar í leikinn getur allt gerst,“ segir hún. Hjá körlunum er baráttann á milli hinna gulu og glöðu KA manna og hinna hafn- firsku Hauka og hefst leikurinn klukkan fimm dag. KA er í úrslitum íjórða árið í röð. í fyrra og árið á undan stóðu þeir uppi sem sigurvegarar og stóra spurningin nú er hvort þeim takist að vinna bikarinn þriðja árið í röð. Ef Haukar fá einhverju að ráða tekst þeim það ekki. „Við fórum auð- vitað í leikinn með því hugarfari að við náum bikarnum. Annars væri ekk- ert gaman að þessu,“ segir Gústaf Bjarnason, fyrirhði Hauka. Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA er hins vegar hvergi banginn. „Ég er bjartsýnn og spái að leikurinn fari 29-26 fyrir KA,“ segir hann. Tekst Haukumað ná bikamum

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.