Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 6
18- Laugardagur 22. febrúar 1997 Jkgur-3Ihramt úsundþjalavélstjórinn m\Tryggvi Sigurðsson er M MVestmannaeyingur í húð M~ og hár og hefur undan- JL farin 12 ár verið á Frá VE. En ífrítíma sínum smíðar hann bátalíkön eftir teikning- um frá Siglingamálastofnun af gömlum og horfnum bátum úr flotanum. Þegar rœtt var við Tryggva var hann í landlegu og að leggja lokahönd á módel af togaranum Austjirðingi Hvert smáatriði er þaulhugs- að, umhverfið snyrtilegt og fínt eins og hjá forfeðrum hans. Bátalíkönin þykja listasmíði og hefur hróður hans borist víða. Tryggvi nostrar við hvert einasta smáatriði, hvort sem það er stýrishús, rá eða reiði, allt skal vera á sínum stað og nákvæmlega eins og fyrir- myndin. Minnsta málið er að hanna og búa til skrokkinn, þ.e. fyrir Tryggva. Langmesta vinnan fer í alla litlu hlutina sem gera líkönin að sannköll- uðum meistarastykkjum. Tryggvi er með góða aðstöðu í kjallaranum heima hjá sér þar sem hann dvelur löngum stundum í landlegum. Óhætt er að segja að Eyjaílotinn eigi hug hans allan. Ekki nóg með að hann smíði bátamódel heldur hefur hann síðastliðin 14 ár tekið myndir af öllum nýjum bátum í Eyjaflotanum og öllum nýjum og gömlum bátum landsmanna sem hann kemst í tæri við. Auk þess hefur hann safnað myndum af gömlum Eyjabátum og öllum íslenska fiskiskipaflotanum. Á hann orðið myndir af nánast öllum vélbátum Eyjaflotans allt aftur til 1940. Auk þess getur hann rakið öll nöfn, vélategundir og örlög nánast allra báta í Eyja- flotanum frá því vélbátaútgerð hófst 1906. Tryggvi bíður eftir ræsi frá skipstjóranum á Frá og hann má ekki vera að því að teygja lopann. Hann vindur sér að upphaflnu. Eitt módel af hverjum bát „Segja má að áhugixm á smíði bátalíkana hafi blundað lengi í mér. Ég gældi við að hella mér út í þetta þegar ég ætti frí eða væri veikur. En það var ekki fyrr en 1987, þegar báturinn sem ég var á var í skveringu í Danmörku, að ég lét verða af því að hella mér í smíðina. Ég sá þá módel í búðarglugga í Danmörku. Mér fannst svo flott að sjá svona alvöru lítinn bát að ég var staðráðinn í að prófa þetta sjálfur. Ég keypti lítið módel úr tré sem ég setti sam- Mér fannst svo flott að sjá svona alvöru lítinn bát að ég var staðráðinn í að prófa þetta sjálfur. Ég keypti lítið mód- el úr tré sem ég setti saman. Eftir það fór ég að smíða sjálfur. Hann gæti verið módelsmiður í fullu starfi ef hann kysi það. Hann kýs hins vegar að halda áfram sjómennsku þar sem er á vísan að róa tekjulega séð því hann hefur fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá. En hann sér módelsmíðina fyrir sér sem ágætis tómstundagaman á efri árum. Tryggvi segist fá eitthvað fyrir sinn snúð fyrir módelin. Síðastliðið ár hefur Tryggvi verið með módel af Austfirðingi SU 3 í smíðum. nostrið, er eftir. f það fer lang- mesti tíminn, að útbúa rá og reiða, lúkar, ljós, björgunar- hringi, björgunarbáta, skrúf- una, mastur o.fl. o.fl. „Bátarnir eru af öllum stærðum og gerðum. Minnsti báturinn er 54 sm á lengd en sá stærsti 150 sm. Smíðatími fer eftir landlegu hjá mér. Ætli það fari ekki 200 til 250 klukkustundir að meðaltali í hvern bát. Helmingi fleiri vinnustundir fara hins vegar í stærri skip og togara. Síðastlið- ið ár hef ég verið að smíða lík- an af nýsköpunartogaranum Austfirðingi, sem mun fara á byggðasafnið á Eskifirði. Ég er að smíða Austfírðing fyrir syst- kini frá Eskifirði sem ætla að gefa hann til minningar um foreldra sína. Þetta er langstærsta verkefni mitt til þessa. Ég er nýbyrjaður á Helgu RE sem fer á síldar- minjasafnið á Siglufirði en fyrir eiga þeir sfldarflutningaskipið Haförninn, sem ég smíðaði 1995. Samtals eru þetta 20 módel sem ég er búinn að full- klára.“ Sjálfmenntaður í módelsmíðinni Fljótlega fór hróður Tryggva að berast víða um land og þá fóru ýmsir aðilar ofan af landi að hafa samband við hann. Þar sem módelsmíðin er algjör aukavinna hefur Tryggvi þurft að gefa ýmis verkefni frá sér. Ér Hvert einasta smáatriði á sínum stað! Hér sést stýrishúsið á Helga sem Tryggvi smíðaði fyrir nokkrum misserum. an. Eftir það fór ég að smíða sjálfur. Fyrsta módelið sem ég smíðaði var af Frigg VE. Mód- elið smíðaði ég alveg eftir Ijós- mynd af bátnum. Ég hafði aldrei fengið til- sögn heldur stúderaði þetta og fikraði mig áfram. Eftir að hafa smíðað nokkra Eyjabáta eftir ljósmyndum og gömlum smíðasniðum fór ég að skoða gamlar skipateikningar sem ég fékk hjá Siglingamálastofnun. í framhaldi af því fór ég að smíða módel eingöngu eftir teikninginn enda er það mun nákvæmara. Þeir hjá Siglinga- málastofnun hafa verið mjög liðlegir við mig. Það er ekkert mál að minnka teikningarnar. Þetta eru línuteikningar með öllum smáatriðum. Ég hef skipatæknifræðing á mxnum snærum og leita til hans ef ein- hver vandamál koma upp,“ segir Tryggvi, sem tekur skýrt fram að hann smi'ðar aðeins eitt módel af hverjum bát. Hann hefur ekki áhuga á fjöldaframleiðslu! Smáhlutirnir skipta mestu máli í grindina á bátunum sem Tryggvi smíðar notar hann vatnsheldan krossvið. Skrokk- inn klæðir hann svo með milli- metra þykkum balsavið sem er sérstakt módelefni en hann hefur þann eiginlega að hægt er að beygja hann að vild. Að þessu loknu sparslar hann skrokkinn með bflasparsli. En nú hefst vinnan fyrir alvöru hjá Tryggva því öll smáatriðin, allt Bátarnir sem Tryggvi hefur smíð- að síðastliðin tíu ár og eru í smíðum: Vonin VE, Erlingur VE, Erlingur II VE, Helgi VE, Jötunn VE, Blálindur VE, Frigg VE, Freyja VE, Öðlingur VE, Frár VE, Júlía VE, Gullborg RE, Helgi Helgason VE (í smíðum), síldarflutningaskipið Haförninn, Austfirðingur SU 3. Þá er 100 tonna sænskur trébátur í smíðum og einn 100 tonna austur- þýskur stálbátur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.