Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Side 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Side 1
DYR ViKUNNAR ✓ Iþetta sinn er það dýr, ekki maður, sem er uppáhald vik- unnar. Dýrið er að sjálf- sögðu froskurinn frækni sem fannst í bananakassa í mat- vöruverslun í Sunnuhlíð. Les- endur Dags-Tímans hafa getað fylgst með ferðum frosksins síð- ustu daga frá því hann stökk upp úr bananakassanum, neit- aði að borða, stytti börnum stundir, át flugu og stakk af lok- um af úr búrinu sínu yfir nótt með þeim afleiðingum að hann þornaði upp og dó. Við sem syrgjum froskinn getum þó huggað okkur við það að hans stutta líf var eflaust viðburða- ríkara en flestra bræðra hans frá Ekvador. Ekki nóg með að hann fengi að ferðast yfir hálf- an hnöttinn heldur baðaði hann sig svo rækilega í sviðsljósinu síðustu dagana sem hann lifði að sjálfur Kermit var orðinn verulega afbrýðisamur. ERFIÐ' LEIKAR ÞÝÐA TÆKIFÆRI Sigrún Stefánsdóttir íjöl- miðlafræðingur ílyst til Danmerkur næsta sumar. Nú eru dagar skrýtnir og ein- kennast af uppgjöri við það sem á undan er gengið og hugleið- ingum um það sem koma vill. Sigrún er að taka við forstöðu Norræna blaðamannaháskólans og fagnar og kvíðir breyting- unni í senn. Sjá bls. 19 Hagm-(Tímimt Góða helgi! Laugardagur 1. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 42. tölublað YFIRMAÐUR HTÁ CNN Leiknir fslendingar eiga gríðarlega möguleika í út- löndum, ekki síst ef þeir hafa heppnina með sér. Stefán Kjartansson er ungur og vel menntaður Breiðhyltingur, sem hefur náð langt á sínu sviði. Hann lauk prófi í grafískri hönnun frá Myndlista- og hand- íðaskólanum vorið 1993 en starfar nú sem yfirhönn- uður hjá CNN- Interactive, vefsíðu- deild CNN, í Atlanta í Bandaríkjunum. Hann hefur á stutt- um tíma komist hátt upp metorðastig- ann og á eflaust eftir að að láta draumana rætast enn frekar. Stefán er fæddur á Sigló árið 1970 og bjó þar til Qögurra ára aldurs, sonur Kjartans Stefáns- sonar blaðamanns og Guðrúnar Sigurðardóttur bókhaldara. Hann ólst upp í Breiðholtinu fram að 15 ára aldri og bjó nokkur ár í Kópavoginum eða þar til hann ákvað haustið 1995 að freista gæfunnar í margmiðl- un hjá fyrirtæki vinar síns í Bandaríkjunum. Ekkert varð þó úr því starfi og því fór Stefán til CNN, falaðist eftir vinnu og fékk hana strax. Allt brjálað „Það er búið að vera allt brjál- að síðan. Auk þess að vinna fyr- ir CNN hef ég gert í aukavinnu auglýsingar fyrir Brasilíumark- að fyrir Coca Cola úti,“ segir Stefán. „Ég vann mig upp. Þeg- ar ég byrjaði vorum við sex í hönnunardeildinni. í fyrra fékk ég það verkefni að endurhanna heimsíðu CNN-Interactive. Þetta var mjög stórt verkefni og Stefán Kjartansson, yfirhönnuður hjá CNN-lnteractive í Bandaríkjun um, hefur klifið upp metorðastig- ann á stuttum tíma. Það er ekki svo langt síðan hann var venju- legur stráksi uppi á íslandi. Mynd: BG upp frá því þá hækkuðu þeir mig í tign. Ég hef yfir- umsjón með öllu sem fer frá okk- ur,“ útskýrir hann. Vinnustað- ur Stefáns í Atl- anta er gríðar- stór, um 130 starfsmenn, þar af 13 á hönnunardeild- inni á 10. hæð í skýjakljúfi. Stefán seg- ist vera á svipuðum launum og tíðk- ast á ís- landi. Munm- sé töluvert ódýrara að lifa í Atl- anta. Lítið spenntur fyrir tölvum Stefán segist h'tinn áhuga hafa haft á tölvum og lítið komið ná- lægt þeim sem gutti. Hann hafi hins vegar neyðst til að læra á þær þegar grafísk hönnun tölvuvæddist á einni nóttu fyrir nokkrum árum. Það má því segja að það sé hálfskondið að maður sem ekki hefur neinn sérstakan áhuga á tölvum sé orðinn yfirhönnuður vefsíðu CNN. -GHS

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.