Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Blaðsíða 2
14 - Laugardagur 1. mars 1997 jDagur-CEmttrat 9-i Fyrir smáfólkið Enn ein helgin er runnin upp. Hvað með að drífa sig í leikhús? Nú eða þá baka með börnunum og fá kannski að launum eins og eitt stykki barnareið- hjól og brauðvél! Minnsta tröliið Sögusvimtan verður með brúðuleiksýn- inguna Minnsta tröll í heimi í Ævin- týra-Kringlunni á 3. hæð Kringlunnar í dag kl. 14.30. Sýningin segir frá trölla- stelpu sem er svo k'tið tröllvaxin að hún sést varla með berum augum og lendir þess vegna í vandræðum og m.a.s. h'fsháska. Sýningin tekur 30 mín. og kostar 500 kr. inn. Snillingar í Snotraskógi Möguleikhúsið við Hlemm frumsýnir um helgina barnaleikritið Snillingar í Snotraskógi eftir Björgvin E. Björgvins- son. Aðalsöguhetjurnar eru skógar- mýsla og íkornastrákur. Sú fyrrnefnda er nýbúi en íkorninn er fæddur og upp- alinn í skóginum. Saman lenda þau í ýmsum ævintýrum. Fyrsta sýning er í dagkl. 14. Herman í Norræna Það var árið 1961 þegar Zorro var að- alhetjan í bíó að Herman hinn norski var 11 ára og átti mömmu sem vann í búð og pabba sem keyrði vörubíl. Svo veikist Herman og missti hárið og lffið snarbreyttist. Um þetta íjallar myndin Herman (102 mín.) sem sýnd verður í Norræna húsinu kl.14 á morgun. Allir eru velkomnir og enginn þarf að borga. Bakað með börnunum Nú er rétti tíminn til að baka með börnunum. Reynið að finna í samein- ingu einhverja sniðuga rétti í barnaafmælið og sendið í uppskriftarsamkeppni um eftirlæt- isafmælisrétt barnanna. Hver veit nema þið dettið í lukkupottinn. Sjá nánari umijöllun á síðunni. Skautar og skíði Á Akureyri eru daður- og dekurdag- arnir í algleymingi. Líf og fjör í íjallinu og nógur er snjórinn. Opið milli 10 og 17 og sérstakur leikjagarður fyrir börnin. Ef börnin vilja ekki á skíði eða leika sér í snjónum þá er spurningin um að drífa sig á skauta. Þar verður opið milli 13 og 16. Eiga börnin einhverjar uppáhaldsuppskriftir sem notaðar hafa verið í afmælum ár eftir ár. Því ekki að taka þátt í uppskriftakeppni um eftirlætisafmælisrétt barnanna? Matreiðsluklúbbiu-inn „Nýir eftirlætis- réttir“ stendur fyrir uppskriftasam- keppni um eftirlætisafmælisrétti barnanna. Nú er tækifærið fyrir foreldra og börn að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, búa saman til uppskrift eða senda inn inn uppskrift að uppáhaldsrétt- inum sem hefur verið ómissandi í afmælum barnanna jafnvel ár eftir ár. Eftirlætisafmælisdrykkurinn getur verið ís, pítsa, heimagert sælgæti, heitur eða kaldur réttur, smábiti, drykkur, kaka eða annað skemmtilegt sem borið er fram í barnaafmælum. Eina skilyrðið er að uppskriftin hafi ekki birst á prenti áður. Margir luma á góðum og skemmtilegum réttum í barnaafmæli og nú er því til- valið tækifæri að leyfa öðrum að njóta þeirra auk þess sem vegleg verðlaxm eru í boði. Hjól, brauðvél og Andrés önd Það er til mikils að vinna, bæði fyrir börn og foreldra, í þessari skemmtilegu samkeppni. Fyrstu verðlaun eru glæsilegt 18 gíra Wheeler barnareiðhjól frá Fálk- anum og Melissa brauðvél frá Fálkanum. Önnur verð- laun eru bókapakki frá Vöku-Helgafelli og ársáskrift að Andrésar andar blöðum með möppu. Þriðju til fimmtu verðlaun eru áráskrif að Andrésar andar blöðum með pöppu. Að auki verður veitt sérstök við- urkenning fyrir frumlegasta réttinn sem berst í keppnina. í dómnefnd sitja Björg Sigurðardóttir, ritstjóri mat- aruppskrifta Nýrra eftirlætisrétta, Valgerður Bene- diktsdóttir klúbbfélagi, Thelma Bergmann Árnadóttir, sem verður fulltrúi barnanna, Hjörtur Þór Grjetarsson frá Fálkanum og Guðrún Gyða Árnadóttir, blaðamað- ur. Uppskriftir skal senda undir dulnefni og láta nafn foreldris og barns fylgja með í lokuðu umslagi. Skila- frestur rennur út 7. mars. Utanáskrifin er Eftirlætis- afmælisréttur barnanna, Vaka-Helgafell, Síðumúla 6,108 Reykjavík. Kolfínna á Dillidögum - nnnt rt liíí n mrráí l-, „Heföi einhver viljað sjá konu í hlutverki Gauja litla?“ Svokallaðir Dillidagar hafa staðið yfir hjá Framhaldsskól- anum á Húsavík s.l. viku, fulbr með fróðleik og skemmtan. M.a. hefur verið keppt um Dilli- bikarinn í ýmsum ótrúlegum greinum, söngvakeppni mikil var haldin, ræðukeppni fór fram milli nemenda og kennara (nemendur unnu, nema hvað!), og góðir gestir sóttu skólann heim. í gestahópnum var m.a. Kolfinna Baldvinsdóttir, sem brá sér úr Dagsljósinu og norð- ur yfir heiðar. Kolfinna ræddi á léttu nót- uniun við nemendur og kenn- ara um konur í fjölmiðlum, einkum konur á skjánum, og raunar almennt um stöðu kvenna. Hún fjallaði m.a. um útlitskröfur sem gerðar væru til skjákvenna, kröfur sem ekki væru gerðar til kollega þeirra karlkyns, menn á borð við Ólaf Sigurðsson og Boga Ágústsson, án þess hún væri nokkuð að setja út á þeirra útlit. Þó væri ástandið hér betra en víðast er- lendis, þar sem konur á skján- um væru yfirleitt brúkaðar upp á punt. Og hún sagði að það væri auðvitað óþolandi þegar hún væri búin að leggja mikla vinnu í sjónvarpsefni, mjög stolt yfir árangrinum og vongóð um jákvæð viðbrögð, þegar svo helstu viðbrögð væru þau að hneykslast væri á dragtinni sem hún var í eða tígrisbuxun- um. Og Kolfinna viðurkenndi reyndar, eftir fyrirspurn úr sal, að slík viðbrögð kæmu yfirleitt frá öðrum konum. „Konur eru konum verstar,“ sagði Kolfinna. Fjörlegar umræður spunnust í framhaldi af fyrirlestri Kol- finnu og tókst henni að fá við- stadda til að tjá sig og skiptast á skoðunum. Margir voru for- vitnir um vinsæla samstarfs- menn Kolfinnnu s.s. Heiðar snyrti, Gauja litla, Loga og Jón Viðar. í því sambandi fullyrti Kolfinna, og kom þá aftur inn á konur á skjánum, að enginn kona í þyngdarflokki Gauja litla, hefði nokkurn tímann fengist til að gera það sem hann hefur gert á skjánum í vetur, og raunar ólíklegt að áhorfendur hefðu kært sig um að sjá shka konu á skjánum. js Kolfinna Baldvinsdóttir kann greinilega vel við sig á kennara- borðinu, svartklædd í stíl við nafn- ið, eins og grímulaus feminískur Zorró. Mynd: js á Húsavík

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.