Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Qupperneq 5
jDagur-Œmmm Laugardagur 1. mars 1997 -17 MENNING O G LISTIR LEIKFÉLAG AKUREYRAR Ráðstefna um nauðganir ✓ dag verður þriðja málþingið gegn kynferðisofbeldi í Há- skólabíói og verður fjallað um nauðganir. Theodóra Þórar- insdóttir segir frá starfi Stíga- móta, Jóhanna V. Hjaltadóttir fjallar um viðhorf fjölmiðla og fréttir af kynferðisbrotamálum, Sigríður Friðjónsdóttir ræðir um nauðsyn þess að lögreglu- konur komi að rannsókn nauðgana, Steingerður Stein- arsdóttir fjallar um stöðu þol- andans í augum almennings og Eyrún Jónsdóttir fjallar um neyðarmóttökuna og hlutverk hennar. Þá heldur Anna Einars- dóttir, félagsráðgjafi, fyrirlestur um kynferðisofbeldi gegn þroskaheftum. Anna byggir fyrirlesturinn aðallega á erlendum rannsókn- um því nánast ekkert hefur ver- ið skrifað um kynferðislegt of- beldi gegn þroskaheftum á ís- landi. Hún veltir því m.a. fyrir sér af hverju þroskaheftir eru líklegri til að verða fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi en aðrir. „Ég tel ástæðuna vera þríþætta. í fyrsta lagi þá er þessi hópur fólks stórlega vanmetinn í sam- félaginu, í öðru lagi hafa marg- ir alist upp á stofnunum sem verður til þess að þeir hafa aldrei fengið að stjórna eigin lífi og glata þannig öllu frumkvæði og í raun eigin vilja. Þriðji þátt- urinn er síðan gífurlegur skort- ur á kynfræðslu." Anna segir að sú kynfræðsla sem er hér á landi hafi aðallega beinst að starfsfólki sem sinnir þroska- heftum en hún veit þó um eitt námskeið sem var haldið fyrir þroskaheft pör. Tala þroskaheftra sem taldir eru verða fyrir kynferðislegu ofbeldi er mjög mismunandi og fer að miklu leyti eftir því hvernig kynferðislegt ofbeldi er skilgreint. „Flestar rannsóknir sýna að 39-68% kvenna verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur en 16-30% karla. Þá er talið að þrosakheftar kon- ur séu tvisvar til þrisvar sinn- um líklegri til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en aðrar konur. -mar Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Laugard. 8. mars kl. 20.00. Föstud. 14. mars kl. 20.00. Athugið breyttan sýningarh'ma. Afmælistilboð Miðaverð 1500 krónur. Börn yngri en 14 óra 750 krónur. Undir berum himni eftír Steve Tesich Sýningar á „Renniverkstæðinu" (Strandgöhj 49) Aukasýning Laugard. 1. mars kl. 20.30. Þetta er allra síóasta sýning Látið hana ekki fram hjá ykkur fara Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hæat að hleypa gestum inn í salinn ertir að sýning er hafin. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. ^Oagur-^ímitm - besti tími dagsins! Freyvangs- leikhúsið Sýnum flrna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 5. sýning laugard. 1. mars kl. 20.30 6. sýning fimmtud. 6. mars kl. 20.30 7. sýning föstud. 7. mars kl. 20.30 8. sýning laugard. 8. mars kl. 20.30 9. sýning fimmtud. 13. mars kl. 20.30 Mibapantanir í síma 463 1193 millikl. 18og20. Á öbrum tíma í síma 463 1196 (símsvari) Listin að lifa Áhrif heitir þetta verk Steinunnar og er úr gleri og leir. Eins og svo oft áður er það maðurinn sem er yrkisefnið. Verkin hennar Steinunnar Þórarinsdóttur eru llest um manninn og mörg þeirra segja sögu sem jaðra við að vera fantasíur. „Ég fjalla oft á tíðum um listina að lifa. Ég leik mér mikið með jafnvægi enda lífið hálfgerð jafnvægis- list,“ segir Steinunn. Steinunn er einn þriggja kvenna sem opna sýningu í Listasafninu á Akureyri í dag. Verkin sem hún sýnir eru þrí- víðar veggmyndir sem unnar eru úr járni, gifsi, blýi og gleri. Yrkisefnið er maðurinn en hún segir hann hafa verið sitt meg- inþema í langan tíma. „Ætli það sé ekki aðallega áhugi á samfé- laginu og á samskiptum," svar- ar Steinunn þegar borið er und- ir hana hversvegna maðurinn sé henni svo hugleikinn. Sýning Steinunnar í Lista- safninu er tíimda einkasýning hennar. En ætli verk hennar hafi breyst mikið í gegn um tíð- ina. „Maðurinn er alltaf í aðal- hlutverki en nú hafa bæst við hjá mér beinar skírskotanir í náttúruna,“ segir hún. Erfiður geiri Töluvert mörg verk Steinunnar eru í opinberri eigu og segir hún að það geti verið mjög spennandi að vinna verk út frá ákveðnu svæði. „Þá tek ég gjarnan mið af umhverfinu," segir hún. Nú hafa opinberar stofnanir hinsvegar hert sultar- ólina þegar kemur að listaverkakaup- um og finna myndhöggvarar fyrir því þar sem minna er um að höggmyndir séu í einkaeigu. „Þetta er erfiður geiri. Verkin eru fyrir- ferðarmikil, vinnsluferlið langt og kostnaður mikill,“ segir Steinunn. Hvað varðar sam- drátt hjá hinu opinbera bendir Steinunn við störf. hún á að listskreytingasjóður, sem hafi styrkt verkefni eins og t.d. höggmyndir, hafi verið í al- gjöru íjársvelti og því haldi stofnanir að sér höndunum. „En það þýðir ekki að hugsa mikið um það. Verður bara að halda áfram." AI ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen i kvöld. Uppselt Laugard. 8. ifiars. Orfá sæti laus. Föstud. 14. mars. Uppselt. Laugard. 22. mars. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld - Sunnud. 9. mars - Laugard. 15. mars. Ath. Fáar sýningar eftlr. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun sunnud. 2. mars. Nokkur sæti laus. Föstud. 7. mars. Nokkur sæti laus. Fimmtud. 13. mars. Ath. Siðustu syningar, KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams FRUMSÝNING fimmtud. 6. mars. Nokkur sæti laus. 2. sýn. miðvikud. 12. mars. Nokkur sætl laus. 3. sýn. sunnud. 16. mars. Örfá sæti laus. 4. sýn. fimmtud. 20. mars. Uppselt. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Á morgun sunnud. 2. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Laugard. 8. mars kl. 14.00. Sunnud. 9. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Laugard. 15. mars kl. 14.00. Uppselt. Sunnud. 16. mars kl. 14.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford í kvöld laugard. Uppselt. Laugard. 8. mars. Uppselt. Sunnud. 9. mars. Laugard. 15. mars. Örfá sæti laus. Athygli er vakin á að sýningin er ekki viö hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Á morgun sunnud. 2. mars. Uppselt. Síðasta sýningl Aukasýning föstud. 7. mars. Ekki er hægt aó hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSSKJALLARANS mánud. 3. mars Fyrstu opinberir tónleikar RÚSSÍBANA. Þeir eru: Guðni Franzson, klarinetta, Daníel Þorsteinsson, harmónika, Einar Kristján Einarsson, gítar, Jón Skuggi, bassi og Kjaitan Guðnason, slagverk. Auk þess kemur fram tangóparið Hany Hadaya og Bryndís Halldórsdóttir. Ýmiskonar tónlist. Dagskráin hefst kl. 21.00, húsið opnað 20.30, miðasala við innganginn. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar em á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.