Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Page 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Page 7
|Dagur-®mtmn Laugardagur 1. mars 1997 -19 Sigrún Stefánsdóttir, lektor við Há- skóla íslands, tekur við forstöðu Norræna blaðamannaháskólans eða Nordisk Jurnalist Center næsta haust, sem er með aðsetur í Árósum í Danmörku. Miklar breytingar eru fram- undan en Sigrún segir að fólk sem bíði með breytingar fram yfir fimmtugt missi oft stökkkraftinn og þori ekki. „Þetta er eins konar endurmenntun- arstofnun fyrir blaðamenn, sem hefur smám saman verið að færa út kvíarnar og auka starfsemi sína. Mitt hlutverk verður að sjá til þess að blaðamenn á Norðurlöndum hafi aðgang að áhuga- verðum námskeiðum og að finna fjár- mögnunarleiðir. Ég vonast líka til að koma með eitthvað nýtt inn því hingað tfi hefur stofnunin fyrst og fremst tekið mið af Noregi, Svíþjóð og Danmörku en áherslan verið lítil á okkur hér x ein- angruninni, ísland, Færeyjar og Græn- land.“ Sigrún segir markmið stofnunarinnar að viðhalda og skapa áhuga innan fjöl- miðla á norrænni samvinnu og menning- arlegu samstarfi með námskeiðahaldi. „Ég ímynda mér að ég muni vilja kenna eitthvað líka, en mun aðallega halda ut- an um kennslu annarra." Á undanförnum árum hefur einnig verið byggt upp á vegum Norræna blaðamannaháskólans umfangsmikið starf í Eystrasaltslöndunum. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða grunn- námskeið í blaðamennsku og er Sigrún þeirrar skoðunar að þessi hlið starfsem- innar eigi eftir að eflast í framtíðinni og jafnvel skapa íslenskum blaðamönnum áhugaverð tækifæri við kennslu. Náðargáfan alræmda Sigrún hefur síðasta ára- tuginn byggt upp litla námsbraut innan Félags- vísindadeildar undir heit- inu hagnýt fjölmiðlun. í því uppbyggingarstarfi hefur gengið á ýmsu og segir Sigrún að þeir sem fussuðu hvað hæst yfir faginu í byrjun fussi nokkru minna í dag. „Þegar ég kom með blaðabunkann minn í fyrsta skipti á leið í kennslu hló einn maður að mér og sagði: Á nú að fara að kenna blaða- mennsku í Háskóla ís- lands. - En fyrstu árin átti ég líka dygga stuðrúngs- menn og kannski hefur mér í heildina fimdist þetta auðveldara en ég gerði ráð fyrir. Hitt er annað mál að það verða alltaf margir innan blaðamannastéttar sem hafa sínar skoðanir á þvx' hvort það sé yfirleitt hægt að kenna blaða- mennsku. Þeim fer þó blessunarlega fækkandi sem halda að þetta sé með- fædd náðargáfa sem ekki megi vinna neitt frekar úr.“ Fimmtug og ætlar að stökkva Sigrún segist hægt og hægt vera að venj- ast tilhugsumnni um að flytja frá íslandi og takast á við nýtt starf. „Ég hef flutt út áður og búið í Noregi og Ameríku en ég verð að játa að mér finnst þetta bæði flóknara og erfiðara núna. Kannski var kominn tími á breytingar hjá manni, ég er búin að vera hér við Háskólann meira og minna í 10 ár eða frá því ég lauk doktorsprófi. Ég held því líka fram að ef maður bíður mikið lengur þá missi mað- ur stökkkraftinn og þori ekki. Mér fannst því tilvalið að hoppa núna úr því að þetta áhugaverða tækifæri kom upp í hendurnar á mér. Maður bítur bara á jaxlinn og skellir sér í þetta.“ Undarleg ráðningamál Sigrún segist oft áður hafa þurft að bíta á jaxlinn og stundum fast. Spjótin bein- ast að gamla vinnustaðnum, Ríkissjón- varpinu. „Ég fór frá Rúv 13. september í hitteðfyrra, en það er nú eins og ég hafi aldrei getað farið því ég þvælist alltaf inn og út. Á sínum tíma flutti ég frá Ak- ureyri til að fara á Rúv og finnst alltaf einhvern veginn að það sé annað heimili mitt. - En ég viðurkenni að ég hefði gjarnan viljað fara þaðan með öðrum hætti eftir öll þessi ár sem fastur starfs- maður.“ Ertu bitur vegna ráðningamálanna? „Nei, ég er sko löngu hætt að vera bit- ur en var það fyrstu tvo mánuðina en hristi það af mér. Ég er hins vegar enn- þá þeirrar skoðunnar að það sé margt athugavert við starfs- mannamál stofnunarirm- ar. Ráðningarnar sem þarna viðgangast eru Rík- issjónvarpinu ekki til framdráttar og verða oft til þess að gott fólk flosnar burtu eða kemst ekki að.“ Hver er þín skoðun á því að þú varst ekki ráð- in? „Ég hef náttúrulega mínar kenningar um hrossakaup og pólitrk og að það sé eitthvað annað en fagleg sjónarmið sem ráða ferð. Það eru mörg fordæmi fyrir svipuðum hlutum og ég var að fara fram á - eða að vera í allt að hálfu starfi hér við há- skólann og í fullu starfi á Sjónvarpinu, svona ráðn- ingar eru út um allt. Leik- fléttan var undarleg en kannksi var þetta mín gæfa. í þessum hremmingum mínum, þegar ég lét þetta angra mig, sagði Grænlendingur við mig að erfiðleikar þýddu tækifæri og ég trúi því. Ef maður hefur það of gott gerist ekkert." En eitt og hálft starf, hefði það ekki verið dálítið mikið? „Ég er náttúrulega vinnufíkill, ég verð að hafa mikið að gera og hef alltaf lifað þannig. Ég hef líka þá óbilandi trú að maður geti ekki kennt blaðamennsku án „Ég er dálítið til- finningasöm þessa dagana en maður þroskast á að breyta til og þótt ég sé að verða fimmtug þá er enn ágœtt að þroskast dálítið. Ég œtla mér ekki að verða leiðinleg nöldrandi kerling og þetta er ákveðin yngingaraðferð. “ Sigrún Stefánsdóttir, lektor við Háskóla íslands, tekur við forstöðu Norræna blaðamannahá- skólans eða Nordisk Jurnalist Center næsta haust, sem er með aðsetur í Árósum í Danmörku. þess að vera í blaðamennsku eða á fjöl- miðli. Maður trénar að innan ef maður er ekki í tengslum við fjölmiðla og það er nauðsynlegt að halda sjálfum sér við.“ Sigrúnu finnst leiðinlegt að sjá Rúv dragast aftur úr, henni þykir afar vænt um stofnunina og marga sem þar vinna. „Það þarf að gæta þess betur að Rúv sé samkeppnishæft og það mótvægi sem það þarf að vera við annað efni sem er í boði.“ Af hverju fjölmiðlun? Sigrún segir að það hafi verið eins og hver önnur tilviljun að hún skellti sér á bólakaf í fréttirnar. „Ég notaði útilokun- araðferðina þegar ég var að hugsa um hvað ég ætti að læra. Það erfiðasta sem ég gerði í skóla var að skrifa ritgerðir fyrir Gísla Jónsson, þótt sæmilega gengi. En tilviljunin var farsæl, ég hafði þjáðst af útþrá og langaði til Bandaríkjanna í nám, sótti um styrk og komst þannig í burtu. Þetta var strax eftir stúdentspróf þegar ég var búin að vinna mér fyrir far- seðli í frystihúsinu yfir sumarið. Síðan hef ég verið eins og krfan, komið til Ak- ureyrar og goggað aðeins og flogið af stað aftur.“ Sigrún tók smá hliðarskref frá fjöl- miðafræðinni eftir blaðamannanámið, hana langaði að verða íþróttakennari. „Daginn sem ég útskrifaðist frá Iþrótta- kennaraskólanum fór ég og talaði við Sigurð Bjarnason á Mogganum og hann var búinn að ráða mig fyrir hádegi og þar með voru örlög mín ráðin. Þar var ég í tvö ár og fór þá til Noregs í blaða- mannaskólann og vann síðan á norsku blaði og fór heim þegar þáverandi eigin- maður minn Björn Þórleifsson var búinn í sínu námi. Við fórum þá heim til Akur- eyrar og hann gerðist félagsmálastjóri og ég ritstjóri íslendings. Þetta myndi nú tæpast gerast með þessum hætti í dag.“ Endurhæfing vinnufíkils Sigrúnu líður skrýtilega þessa dagana og sefur illa þessar nætur. „Einn daginn hlakka ég til að flytja og næsta dag hugsa ég hvað ertu nú að þvæla þér út í. Ég horfi á heimili mitt og fæ hroll í bakið við tilhugsunina um að pakka, selja og flytja. Síðan hugsa ég um það hvenær ég komi aftur og hvernig ég verði þá, hvernig synir mínir verða og hvernig þetta muni koma við þá. Ég á tvo stráka og annar er á Akureyri og hinn í Amer- íku eins og er. - En síðan hugga ég mig við að þeir geti alveg eins komið til Ár- ósa að heimsækja mig einsog til Reykja- víkur og á tímum Internets getum við verið í sambandi. Og hvað geri ég við blindan kött sem hefur verið minn dyggi lífsförunautur í svo mörg ár? Ég hugsa að ég verði að taka hana með. Já, ég er dálítið tilfinningasöm þessa dagana en maður þroskast á að breyta til og taka á og þótt ég sé að verða fimmtug þá er enn ágætt að þroskast dálítið. Ég ætla mér ekki að verða leiðinleg nöldrandi kerling og þetta er ákveðin yngingarað- ferð. Vinir mínir eru líka búnir að lofa staðfastlega að heimsækja mig.“ Heldurðu að þetta verði nóg vinna fyrir þig? „Ég læri kannski af Dönum að vinna bara eina vinnu. Ég lít hýrum augum til þess að þeir endurhæfi vinnufíkilinn og ég fari bara heim klukkan fjögur að spila golf sem ég hef reyndar aldrei á ævinni gert. Maður getur ekki alltaf unn- ið eins og skrattinn sé á hælunum á manni. Mig langar til að gera svo margt, taka myndir og sinna áhugamálum mín- um, - kannksi gefst tækifærið núna þeg- ar maður fer að geta lifað af einum launum. Það er ansi langt síðan maður hefur getað það, en ég man hins vegar þegar ég byrjaði hjá Sjóvarpinu að þá lifði ég ágætis lífi af laununum mínum, síðan hefur farið hratt niður á við.“ -mar

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.