Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Side 8
20 - Laugardagur 1. mars 1997 jDitgur-tEmrátn og myndarlegur eða.. Iftill og asnalegur? persónuþroska og fólk laðist að mönnum með heilbrigt sjálfs- traust auk þess sem rannsóknir sýni að konur sækist helst eftir traustum karlmönnum sem „skaffi" vel frekar en hávöxnum körlum. Hann telur að einn helsti vandi þjóðarinnar sé skortur á sjálfstrausti, ofmat eða vanmat á sjálfum sér. Heil- brigt sjálfstraust sé hins vegar Jóhann lngi Gunnarsson sálfrœðingur segir að sjálfstraustið skipti megin- máli. Heil- brigt sjálfs- traust sýni sterkan per- sónuleika. merki um persónuþroska. Lág- vaxnir karlmenn, sem hafi náð góðum þroska, geri gjarnan grín að sjálfum sér. Það sýni að þeir hafi sterkan persónuleika enda geti lágvaxnir karlmenn, sem hafi mikla trú á sjálfum sér, náð jafn langt ef ekki lengra en hinir hávöxnu. Ekki síst ef þeir leggja harðar að sér en hinir. -GHS Hávaxnar konur þykja glæsilegar og gjarnan er talað um stóra og stæði- lega karlmenn sem myndarlega meðan lágvöxnu karlarnir verða pínulítið útundan. Þegar nánar er að gáð hefur það þó ýmsa kosti að vera lágvaxinn því að margur er knár þótt hann sé smár og það getur ótví- rætt verið kostur hjá karlmanni að vera lágvaxinn og nettur, til dæmis í íþróttum. Jóhann Ingi Gunnarsson, sál- fræðingur og fyrrum handbolta- þjálfari, segir að mannskepnan stefni gjarnan að fullkomnun. Þannig gangi stórir menn stundum hoknir til að gera sig minni og litlir menn gangi á há- hæluðum skóm til að gera sig stærri. Þetta sé því fyrst og fremst spurning um hvernig menn upplifa sjálfa sig, hvort þeir upplifa sig litla eða stóra, myndarlega eða asnalega, og þar skipti persónuleikinn meg- inmáli. Sjálfstraustið sé lykilat- riði og það hvort menn eru sátt- ir við sjálfa sig eins og þeir eru. Sýna oft hroka Jóhann Ingi segist lítið hafa Margir karlar eru við- kvœmir fyrir hœð sinni. Rannsóknir hafa þó sýnt að hœðin skiptir litlu, að minnsta kosti í sam- skiptum við konur. Konur vilja umfram allt trausta karlmenn sem „skajfa“ vel. Þá eru þœr ánœgðar. orðið var við það í starfi sínu að litlir karlmenn hafi minnimáttarkennd. Hann telur þó að hún geti birst hjá lágvöxnum karl- mönnum í feimni og hlédrægni eða hroka. Karlar sem hafi lítið sjálfstraust sýni oft hroka í samskiptum við annað fólk til að reyna að stækka sig og stundum sveiflist þeir á milli hlédrægni og hroka, ruglist á hugtökum og telji sig sýna ákveðni þegar þeir sýna hroka. Hann telur að sjálfstraust lágvaxinna karlmanna geti sýnt Gunnar V. Andrésson blaðaljósmyndari er 167 sentimetrar á hæð og býsna ánægður með hæð sína. Gunnar er efalaust dæmi um lágvaxinn karlmann með sterkan persónu- leika því að þeir sem til hans þekkja vita að hann gerir óspart grín að sjálfum sér. Gunnar segir að hæðin hafí aldrei háð sér neitt nema þegar hann tali við stóra menn þá hafi hann staðið sjálfan sig að því að hækka sig upp til að ná augnhæð. „Ég vann með yndislegum manni, sem heitir Gunnar Salvarsson og vinnur nú á Sjónvarpinu, á Tímanum í mörg ár og við vorum nánir vinir. Hann er tæpir tveir metrar og þá varð ég var við þessi óþægindi. Ég átti dáht- ið erfitt með að tala við hann í ná- lægð nema ná mér í eitthvað til að standa á,“ segir Gunnar V. Andr- ésson. Þegar rætt er um unglingsárin segir Gunnar að hæðin hafi aldrei valdið sér þunglyndi þó að auðvitað hafi sér þótt stóru strákarnir eiga það gott. „Einhvern tímann var búið til dvergafélag hérna á DV eða Vísi. í félaginu voru ég, Eiríkur Jónsson, umsjónarmaður myndasafns, og Sigurð- ur Valgeirsson á Sjónvarpinu. Fréttatilkynningar félagsins voru alltaf hengdar neðarlega á skrif- borðsskúffur,“ segir Gunnar. Þegar rætt er um kvennamálin kveðst hann í gamla daga yfirleitt ekki hafa boðið upp í dans kvenfólki sér hærra en minnist þess að konan sín segi sig alltaf 170 sentímetra. „Hún vill hafa mig hærri en ég er,“ segir hann og hlær. Hann kveðst alltaf hafa gaman af að fá athygli út á hæðina. -GHS Auglýsti neðarlega áskúffum

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.