Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Page 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Page 10
22 - Laugardagur 1. mars 1997 iD<igur-®hnhtn Halldór Bjarni í herberginu sínu á Krossi í Lundarreykjadal, en inn í það hafði hann ekki stigið fæti í nærfellt eitt og hálft ár í síðustu viku. Heimtur úr helj u að má segja að Halldór Bjarni Óskarsson frá Krossi í Lundar- reykjadal sé heimtur úr helju, en hann kom heim í heiðardalinn fyrir rúmri viku eftir að hafa verið í útlegð í nærfellt eitt og hálft ár. Halldór Bjarni er einn íjögurra ís- lendinga sem hafa þegið bæði nýtt hjarta og lungu en hann hefur verið í Svxþjóð frá því haustið 1995 vegna að- gerðarinnar. Hann hafði meðfæddan hjartagalla og auk þess voru lungun orðin mjög illa farin. Fyrst beið hann í ellefu mánuði þar til rétt líffæri voru til staðar og síðan hefur hann verið að ná sér eftir aðgerðina sem fram fór á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Fjölskylda Halldórs Bjarna er nú sameinuð eftir að hafa búið í sitt hvoru landinu allan þennan tíma, en móðir hans var með hon- um á meðan hann var í Svíþjóð, fyrir utan mán- aðartíma sem faðir hans var hjá honum sl. vor. Annars hafa tvö yngri systkyni Halldórs verið heima á íslandi ásamt föðurnum mestan hluta tímans sem mæðginin hafa dvalið í Svíþjóð. Styrkur að hafa móður sína „Það var mjög gott,“ sagði Halldór um að hafa móður sína hjá sér. „Ég hefði ekki getað gert þetta einn.“ íslensku læknarnir á Salh- grenska sjúkrahúsinu fá mörg hlý orð við eldhúsborðið á Krossi. Sigrún, móð- ir Halldórs Bjarna, segir þá hafa reynst þeim ákaflega vel á meðan á öllu þessu stóð. „Ég get bjargað mér,“ svarar Halldór Bjarni, aðspurður hvort hann sé ekki orðinn fullfær í sænskunni eftir þennan tíma í Svíaríki en hann vildi ekki gera mikið úr því. Á meðan hann beið fór hann tvisvar í viku í æfingar á sjúlcra- húsinu, „svo var maður aðallega með öðrum sjúklingum að skoða sig um,“ sagði hann. Ferðirnar urðu hinsvegar aldrei mjög langar, því þó hann væri með kalltæki á sér vildi hann ekki fara langt í burtu. Einn daginn, um fjögur- leytið, kom kallið. Halldór Bjarni dreif sig á spítalann og um kvöldið hófst að- gerðin. Eftir það ruglaðist tímaskynið hjá honum, en hann tel- ur sig hafa verið farinn að flnna mun á sér innan við mánuði eftir aðgerð- ina. En aðgerðin var erf- ið. Hann sagði kvalirnar í bakinu hafa komið sér á óvart, en spenna þurfti rifbeinin upp. Hann finn- ur ennþá tii í bakinu þó nokkrir mánuðir séu liðnir, en það fer þó batnandi. Nú tekur við reglubundið eftirlit. „Ég á að fara einu sinni í viku í bfóðprufu til að byrja með. Síðan eiga að líða tvær vikur á milli og svo mánuður, held ég.“ Halldór á eftir að fara nokkrum sinnum út til Svíþjóðar í viðbót, „núna í apríl þarf ég að fara, þá er liðið hálft ár frá aðgerðinni. Síðan þarf ég að fara í júlí.“ Auk þess verður Halldór á lyfjum til að bæla ónæmiskerfi líkamans. Það breytir ýmsu í hans daglega líQ. „Ég má ekki vera nálægt köttum eða fuglum. Ég á að passa mig á dýrum fyrst. Ég þarf líka að passa mig á öllum mygluðum mat, súrum og gröfnum. Ég á ekkert að borða hann. Það stendur alla ævi. Þetta er stærsta breytingin,“ segir hann með stöku jafnaðargeði. „Ég fór nú í fjósið í gær, en það var stutt. Ég þurfti að vera með grímu á mér.“ En kostirnir eru ótvíræðir. „Núna get ég labbað hérna upp og niður afleggjar- ann án þess að stoppa. Áður þurfti ég að stoppa nokkrum sinnum." En hann er ekki farinn að hlaupa. „ég er ekki kominn með nógu góða vöðva ennþá.“ Góðir nágrannar Halldór Bjarni og fjölskylda hans fengu að kynnast náungakærleik nágrann- anna í sveitinni. Ungmennafélagið Dagrenning í Lundarreykjadal, sem þau öll eru félagar í, stóð fyrir fjársöfnun til styrktar Halldóri og fjölskyldu hans og grunnskólanemendur í Andakílsskóla og Kleppjárns- reykjaskóla lögðu sitt af mörkum með jólakortasölu og áheitum og ýmsir fleiri lögðu hönd á plóginn. Það var styrkur í baráttunni, bæði fyrir Hall- dór Bjarna og fjölskylduna, að flnna fyrir þessum stuðn- ingi og vildu þau koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt þau. Halldór Bjarni var búinn að vera tvo vetur í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi þegar hann fór til Svíþjóðar, þannig að hann hefur tapað tveimur ár- um úr námi. Hann er ákveðinn í að halda áfram námi næsta haust, en er ekki búinn að ákveða í hvaða skóla. Hann ætlar að taka það rólega á næstimni, e.t.v. ekki að undra, enda er fjölskyldan loksins sameinuð eftir að hafa verið aðskilin í hátt á annað ár. „Ég á nú eftir að heimsækja krakkana,“ segir hann. -ohr „Ég má ekki vera nálœgt köttum eða fuglum. Ég á að passa mig á dýrum fyrst. Ég þarflfka að passa mig á öllum mygluðum mat, súrum og gröfnum... “ T" Halldór Bjarni Óskarsson við húsið heima á Krossi. Myndir: ohr

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.