Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Page 17

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Page 17
iDagur-®tnTtmt Laugardagur 1. mars 1997-29 L í F O G LAND Land og þjóð Sigurður Bogi Sævarsson skrifar En af hverju dregur skarðið nafn sitt? 2. Hvað hét skerið á Straums- firði út af Mýrum, þar sem skip- ið Pourquoi pas steytti, með þeim afleiðingum að það fórst með allri áhöfn? 1. Um Tíðarskarð, efst á Kjalar- nesi, liggur Vesturlandsvegur. 3. Þar sem vegurinn um Breiðadalsheiði liggur upp úr Breiðadal við Öndundaríjörð er hann líkastur rispu í brattri (jallshlíðinni. Hvað heitir þetta hrikalega vegstæði? 4. Spurt er um bæ nokkurn í Húnavatnssýslu. Sagt er að ætt- boginn, sem þaðan kemur, sé mikið kjaftakyn. Hver er bær- inn? 5. Myndin, hér til hliðar, er úr kvikmyndinni Landi og sonum. Hvar á Norðurlandi eystra var myndin að stærstum hluta tekin upp? 6. Til umræðu hefur verið síð- ustu misseri að sameina þrjá kaupstaði á Austurlandi í eitt sveitarfélag. Hverjir eru kaup- staðirnir? 7. Hvaða ijall á Suðurlandi er það þar sem jötunninn stendur jafnan í hendi, að því er segir í Áföngum Jóns Helgasonar. 8. Hvað heitir félagsheimilið í Biskupstungum, sem er þekkt fyrir íjöruga dansleiki? uguniBJV '8 'jndnugBuiOT ' / unQBjsdnBjj -son So .myjo[ji>|S'j ‘jnyjofjjnp/Coy 9 'IBpjBQBJJBAS J 'S |Bpnpuo|a 1 jipBjssíinBjyn;) j, uuiM '£ 'ppjouH joij giJOJJS Z 'QIQJB5JS uin ipUBQIJ nuio>j uias ‘Kjsagníjjjij jij jsbs [Soujb|b[>j b æqjnBS b bqij EjSjoq [ij jba jSuijq jbSoi] qb iac[ jb ujbu jngojp qiqjb>|s j ■JQAS Svartholið fundið? Ari Trausti Guðmundsson skrifar I. Vitað er að innri hlutar stórra sólstjarna hrynja saman þegar þær enda virkniskeið sitt (,,deyja“). Þá hættir kjarnasam- runinn sem kyndir sólir á virka hluta ævinnar og feiknarmassi þjappast saman í ofurlítinn „hlut“. Þessi atburðarás gengur upp skv. eðlisfræðiþekkingu manna en það sem tekur við er harla óvenjulegt og jaðrar við brot á skynsemi og vitneskjunni um umheiminn. „Hluturinn“ sveigir rúmið í kringum sig og engin geislun, t.d. ljós, nær að sleppa frá honum innan við tiltekna fjarlægð frá „hlutnum“. Hann er því svartur og hefur massa en ekkert rúmtak. Það rímar illa við skilning okkar enda þarf að þróa eðlisfræðina lengra en komið er (þar með afstæðis- kenninguna) til þess að koma böndum skilnings á það sem er eða gerist í eða þétt við hinn svarta hlut. Þarna eru komin svartholin sem svo margir hafa leikið sér að í kvikmyndum og bókmenntum. II. Innan Vetrarbrautarinnar sem við tilheyrum (með sínum 100.000 milljón sólum), hafa stjörnufræðingar leitað að svartholum, þ.e. dauðum massamiklum sólum. Víða hafa sést lýsandi flatar gaskringlur sem snúast ofsabjartar um massamiðju er sýnist mjög ógreinileg eða dökk. Þarna kynnu að vera svarthol og eru gaskringlurnar þá efni sem sog- ast að massanum og sendir um leið frá sér sterka ljósgeislun, útvarpsbylgjur og fleira. En erf- iðlega hefur gengið að sanna tilvist svartholanna. IH. í septemberlok 1996 tilkynntu þýskir stjörnufræðingar að þeir hefðu fundið mjög ákveðnar vísbendingar um risasvarthol í miðju Vetrarbrautarinnar. Fyrir því hafa menn oft gert ráð fyrir og talið sig sjá slík fyrirbæri í miðju íjarlægra vetrarbrauta. Sérfræðingarnir mældu hreyf- ingar 39 fjarlægra sólna um miðju Vetrarbrautarinnar og þar með hvernig þær beygja ör- lítið inn að miðjunni. Þar er massamiðja sem togar í sólirn- ar líkt og jörðin togar í Tunglið og viðheldur sveigjimni á tungl- brautinni. Mælingarnar leiða af sér dágóða nálgun á massanum sem þarna er að verki. Hann er í miðju stjörnuiðunnar sem myndar Vetrarbrautina og er af stærðargráðunni 2,5 milljónir sólmassa en einn sólmassi er massi (þyngd) okkar sólar. Stefnan til þessa risasvarthols frá jörðu (sem er utan „hættu- svæðis", 30.000 ljósárum frá miðjunni) er í átt að stjörnu- merki bogmannsins. Þar er bjart þokuský og aflmikil út- varpsuppspretta: Sagittarius A* og gæti massinn mikli verið fólgin innan þess. Vetrarbrautin er þyrilvetrarbraut með nokkra arma sem snúast um þokukenndan kjarna, líklega með svarthol í miðju. Fluguvciðar að vetri (8) Straumflugur Stefán Jón Hafstein skrifar Eg gleymi seint hvernig fluguboxið mitt leit út þegar ég fór í fyrsta al- vöru fluguveiðitúrinn. Ég var með eitt lítið grænt box í brjóstvasanum, meistari minn og lærifaðir hafði raðað í það tveimur flugnaröðum: öðrum megin var Black Ghost í fagurri fylkingu, hinum megin í boxinu voru svartir nobblerar í öllrnn herklæðum. Allar flugur núm- er 4. Sumir veiða alla sína físka á tvær flugur: önnur er ljós, hin dökk; þeir segja að meira þurfi maður ekki, né fiskur. Meistari minn vildi ekki flækja málin fyrir mér þegar ég kæmi á urriðaslóð. Meistari minn vildi ekki heldur flækja málin um of þegar ég spurði hann um köstin. Hann sagði mér að horfa út yfir strenginn, kasta þvert og kannski aðeins skáhallt, láta fluguna reka þangað til hún væri komin beint niður und- an mér, þá byrjaði ég að draga mér línuna til að undirbúa næsta kast. Síðan tæki ég eitt skref nið- ur með straumnum og kastaði; þannig myndi ég sýna öllum fiskum á veiðistaðnum fluguna. Þetta var allt sem ég þurfti í tveggja daga veiðitúr, þessar tvær flugur, þessa einföldu að- ferð. Ég veiddi vel. Af byrjanda að vera. Gamlir refir í flugu- veiði kannast við þetta. Þessar hinar frómu leiðbeiningar sem ég hafði í vegarnesti eru grunnsporið í hinum flókna tangó fluguveiðinnar. Síendur- tekið, en með tilbrigðum, stundum svo flóknum að grunnsporið er ekki sýnilegt nema þjálfuðum augum. Þið ættuð að sjá fluguboxið mitt núna. Straumfluguboxið. Bölvuð óreiða. Fjöldi flugna, sumar aldrei notaðar, aðrar við einstök tækifæri. Ég held að smátt og smátt fari maður að fækka, og á endanum komist ég kannski á byrjunarreit, með eina dökka, eina ljósa? Hitt er nær sanni að ég mun ekki breyta því í bráð að koma straumflugunni fyrir fiskinn með ögn fjölbreyttari hætti en í fyrsta veiðitúrnum. Ég fór að hlusta á kallana þegar þeir stóðu saman í samræðum og þetta orð, „strippið“, skaut upp kollinum. Þeir voru að tala um misjafnar aðferðir við að hreyfa fluguna í vatninu. Særa fiskinn í töku... Fyrstu heilabrotin snérust um þetta sem þeir kölluðu að „gefa flugunni líf‘. Sumir sögðu að það héti að vera í sam- bandi. Það var skref númer tvö: í staðinn fyrir að kasta flug- unni út í strauminn og láta hana reka, gætti maður þess að taka inn slaka og halda h'nunni nokkuð strekktri, þannig að beint samband væri frá stöng og út í flugu. Maður ætti eigin- lega að sjá fyrir sér straumílug- una eins og síli sem bærist með straumnum en leitaðist við að andæfa gegn honum. Þetta var að gefa flugunni h'f. Og hefur þann kost að maður finnur tök- una alveg umsvifalaust, og jafnvel minnsta rjátl við hana. Svo fór maður að velta fyrir sér þessu með „strippið“. Þá lætur maður sér ekki nægja að halda ögn í við fluguna á reki sínu, heldur gefur henni svo mikið líf að fískinum sýnist hún synda mót straumi, og jafnvel að hiín sé að sleppa frá sér. í sumar leið man ég að eina leiðin til að fá fisk til að taka var það sem ég kalla „heljarstripp með hugar- orku“. Þá var ég að hjálpa mönnum frá útlöndum við að taka upp myndband um veiðar. Það vantaði tilfinn- anlega fisk í myndina. Við höfðum reynt allt og ég sagði þeim að nú yrði að veiða af „fullum þunga“. (Full force fis- hing!) Ég tók dúndursökklínu, setti flottan rector undir og lét sökkva vel eftir langt þverkast. Svo dró ég eins hratt og ég mögulega gat inn um leið og ég særði fiskinn í huganum til að taka. Búmm!!!! Við höfðum reynt allt nema þetta, og það virkaði í fyrsta kasti. Eftir treg- an dag nota ég stundum þessa aðferð. Var í Veiðivötnum heil- an dag um árið án þess að verða var, beitti loks heljar- strippi með hugarorku og setti í eina fisk dagsins! Maður þreytist fljótt með þessari aðferð. Ég fékk mér því myndbönd með útlenskum snillingum og sá hvernig þeir fara að. Þeir halda því fram að straumfluguveiði felist öll í strippinu. Hvernig þú hreyfír fluguna í vatninu skipti meira máli en hver hún er! Hægur dráttur með löngu togi handar- innar? Snöggir smárykkir? Stundum þarf Iangt og hægt tog, svo langt að maður nær því ekki nema lyfta stönginni hægt upp svo strekkist vel á línunni. f raun er engin uppskrift að því sem gefur árangur í hvert skipti. Reglan virðist einkum sú að festast ekki í vana. Skipta um aðferð oftar en maður skiptir um flugu? Eitt er þó al- veg fullreynt af minni hálfu: svekkelsi má ekki fara fram í fluguna! Það finnst í vatninu ef veiðimaðurinn er ekki rétt stemmdur. En ef maður reynir virkilega að ná hugarrokunni fram með réttu stripplagi þá er maður oft í góðum málum....

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.