Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Qupperneq 18

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Qupperneq 18
30 - Laugardagur 1. mars 1997 Jlagi*r-®múrat S K Á IC Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar Það er ekM á hverjum degi sem Gary Kasparov verð- ur að játa sig sigraðan, en til þess kom á dögunum þegar Vassily Ivanchuk hristi af sér slenið á stórmótinu í Linares, Spáni, sem lauk nú fyrir stuttu. Ivanchuk hafði rétt fyrir mótið reynt að hætta við þátttöku til að hvílast og vinna sig upp úr þeirri lægð sem hann er nú í, en sMpuleggjandi mótsins, Luis Rentero, sýndi harðfylgi og neitaði að láta hann sleppa. Það kom á daginn að Ivanchuk gekk illa á mótinu og var langt frá sínu besta, rétt eins og í Las Palmas í desember. Allir urðu því orðlausir þegar hann allt í einu tók sig til í 8. umferð móts- ins og sigraði sjálfan Kasparov. Ivanchuk var eini þátttakand- inn sem gat stært sig af því af- reM. Skjótt skipast veður í lofti Mótið var ægisterkt og spenn- andi. Meðal ELO-skákstig þátt- takenda töldust vera 2700 og því fellur mótið í 18. styrkleika- flokk, en aðeins eitt ELO-stig vantaði upp á meðaltalið til að 19. styrMeikaflokki væri náð. Til að byrja með stal Judith Polgar, sem einnig hefur verið í lægð síðustu mánuði og vikur, senunni frá Kasparov með því að tróna alein í efsta sæti eftir 5. umferðir. Eftir sigur gegn Ni- kolic, Ivanchuk og Drejev og Hasar í Linares jafntefli gegn Topalov og Adams var hún ein efst með 4 vinninga af 5, á meðan Kasparov, Kramnik og Adams fylgdu henni á eftir með 3/2 vinning. í 6. umferð skutust svo Kasparov og Kramnik upp að hliðinni á Polgar. Þeir deildu í fyrstu vina- lega með henni efsta sætinu, en ýttu henni í næstu umferðum harkalega niður á bóginn: hún tapaði þremur skákum í röð, fyrst fyrir Kramnik í 7. umferð, þá fyrir Anand og svo fyrir Kasparov. Þrátt fyrir þessa ósæmilegu meðferð náði Polgar þó að rétta sig við í loMn og endaði í 5. sæti, sem er góður árangur. Svona eins og til að bæta upp fyrir þetta þrefalda tap Polgar, þríefldist Kasparov eftir óvænt tap sitt gegn Ivan- chuk og sýndi gífurlegan styrk með því að sigra þrjár næstu skákir í röð. Kasparov gerði þannig sigurvonir Kramnik, sem fyrir tvær síðustu umferðir mótsins var einn efstur, að engu. Kasparov sigraði Kramn- ik örugglega í síðustu umferð og endaði þannig heilum vinn- ingi á undan næsta manni. At- hygh vekur að Anand, sem eins og er kunnugt er nú annar stigahæsti skákmaður heims, blandaði sér ekki í toppbarátt- una og lenti fyrir miðju. Hinn ungi Englendingur Michael Ad- ams stóð sig hins vegar með prýði og skaut sér stigahærri mönnum ref fyrir rass með því að lenda í þriðja sæti. Það er sem sagt greini- legt að þeir sem eru fyrir hasar og sápuóperur œttu ekki að láta pólitík- ina í skákheiminum framhjá sérfara Karpov í stjórnmálum Anatoly Karpov var að þessu sinni fjarri góðu gamni þar sem hann var uppteMnn við að sinna stjórnmálaframa sínum í Rússlandi. Fjarvera Karpovs vakti mikla reiði mótshaldarans í Linares, Rentero, sem taldi sig hafa vilyrði Karpovs fyrir því að hann yrði á meðal þátttakenda. Karpov bauð sig fram til pólit- ískra kosninga í rússnesku borginni Tula, sem fóru fram á meðan á mótinu í Linares stóð. Karpov fékk um 16% atkvæða, en Alexander Korschakov, sem er sakaður um að vera ná- tengdur glæpsamlegum mafíum í Rússlandi, sigraði með um 26% atkvæða. Framboð Kors- chakovs var stutt af Alexander Lebed, og ef til vill þætti einhverjum lesendum fróðlegt að vita að einn af dyggustu flokksmönnum Lebeds ber nafnið Gary Kasparov. Það er sem sagt greinilegt að þeir sem eru fyrir hasar og sápuóperur ættu ekM að láta pólitíkina í skákheiminum framhjá sér fara. Við skulum sjá hvernig Kasparov tapaði fyrir Ivanchuk í Linares á meðan Karpov tap- aði fyrir Korschakov í Tula: Hvítt: V. Ivanchuk Svart: G. Kasparov Kóngs-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Bg5 a6 7. Dd2 c5 8. d5 b5 9. cxb5 Rbd7 10. a4 Da5 11. Rge2 Rb6 12. Rcl axb5 13. Bxb5 Ba6 14. Rla2 Bxb5 15. axb5 Rh5 16. Hbl Bd4 17. Bh6 Hfe8 18. b3 e6 19. dxe6 Hxe6 20. Be3 Bxe3 21. Dxe3 d5 22. b4 Da3 23. bxc5 Rc4 24. Dd4 Rf4 25. 0-0 25...Dxa2 26. Hf2 Da3 27. Rxd5 Dd3 28. Dxd3 Rxd3 29. Hc2 Ra3 30. Ha2 Rxc5 31. Hbal f5 32. Rc7 He5 33. Rxa8 Rxb5 34. exf5 gxf5 35. Rb6 Rc3 36. Hc2 og Kasparov féll á tfma, 1-0. Þrautin: ♦ 765 V KG963 ♦ K63 ♦ Á9 N S é K82 VÁ72 ♦ ÁDG872 * 4 Suður spilar 5 tígla í sveita- keppni eftir að vestur hefur opnað á spaða. Útspilið er lauf- kóngur. Hvernig er best að spila? Allt spilið: 4 765 V KG963 ♦ K63 * Á9 ♦ ÁDG43 * 54 ♦ T * KDG32 N V A S * T9 V DT8 * 954 * T8765 * K82 VÁ72 * ÁDG872 * 4 Þorláksson Lausnin er fólgin í að dúkka útspilið! Nú er hægt að kasta hjarta í laufásinn og fría litinn með trompun. Fyrst tekur sagn- hafi einu sinni tromp. Frá Bridgefélagi Akureyrar Sveit Stefáns G. Stefánssonar sigraði í aðalsveitakeppni BA sem lauk sl. þriðjudag. Með Stefáni spiluðu Hróðmar Sigur- björnsson, Skúli Skúlason, Jón- as Róbertsson og Stefán Ragn- arsson. Lokastaða íjögurra efstu sveita f lokakeppninni: 1. Stefán G. 61 2. Anton Haraldsson 59 3. Páll Pálsson 39 4. Sveinn Pálsson 20 Næsta keppni félagsins er tveggja kvölda tvímenningur af barómeterætt. ÆsMlegt er að skráningu hafi lokið á mánu- dagskvöld. Óli Ágústsson tekur við skráningu í síma 462-4120. íslandsmót kvenna og yngri spilara Islandsmót kvenna og yngri spilara í sveita- keppni fer fram um helgina og hefst spila- mennska M. 11.00 í dag. Spil- uð verða 100-120 spil og ræðst það af þátttöku. Yngri spilarar eru þeir sem fæddir eru 1972 og síðar. Öllum er heimill aðgangur og er spilað að Þöngla- bakka 1. Sigurbjörn Haraldsson, hinn kornungi og efnilegi spilari frá Akureyri, á eflaust eftir að blanda sér í baráttuna um efstu sætin á Islandsmóti yngri spilara í sveitakeppni. Sigur- björn er aðeins 17 ára og á því framtíðina fyrir sér. Myndin er tekin árið 1993 þegar „undrabarnið" sigraði í fjölmennu afmælismóti Soffíu Guðmundsdóttur á Akureyri, aðeins 14 ára gamall, ásamt Reyni Helgasyni. Gestgjafinn er fyrir miðju. Frá Bridge- félagi Reykjavíkur Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur lauk sl. miðvikudags- kvöld en þó liggja úrsht ekM fyrir. Ástæðan er kæru- mál sem ekM er búið að afgreiða í innbyrðis við- ureign sveit Gylfa Baldurssonar og Eurocard. Sem stendur er Iokastaðan þannig: Gylfi 215 Eurocard 214 Samvinnuferðir 213 VÍB 204 Roche 201 Marvin 201 Símon 200 Frá Bridgefélagi SÁÁ Bridgefélag SÁÁ spilar mitchell tvímenning öll þriðjudagskvöld í Ármúla 40. Þriðjudaginn 18. febrúar sl. spiluðu 19 pör og varð meðalskor 216. Efstu pör: NS 1. Guðbrandur Guðjohnsen 262 2. Guðlaugur Sveinsson- Unnsteinn Jónsson 239 3. Bjarni Bjarnason- Guðmundur Þórðarson 231 AV 1. Halldór Ármannsson- Gísli Sigurkarlsson 286 2. María Ásmundsdóttir- Steindór Ingimundarson 234 3. Jón Stefánsson- Sveinn Sigurgeirsson 233.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.