Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Page 11
piagxnr-®txttmrt
Þriðjudagur 11. mars 1997 -11
Hörð barátta á
toppi og botni
FH-ingar urðu áttunda liðið
til að tryggja sér þátttöku-
réttinn í 8-liða úrslitakeppni
i handknattleik, þegar liðið lagði
Aftureldingu að velli í Mosfells-
bænum. Þar með er ljóst hvaða
lið keppa í úrshtakeppninni, en
röðun liðanna kemur ekki í ljós
fyrr en eftir lokaumferðina á
fimmtudaginn. Þrjú neðstu lið
deildarinnar sigruðu í leikjum
sínum um helgina og baráttan
um deildarmeistaratitilinn opn-
aðist enn eina ferðina upp á gátt.
UMFA-FH 24:26
Afturelding hafði unnið tvo stór-
sigra í röð og með sigri hefði liðið
tryggt sér deildarmeistaratitilinn.
Viljinn virtist hins vegar ekki
standa til þess framan af og þeir
brotlentu á heimavelli sínum
gegn ákveðnum FH-ingum, sem
náðu undirtökunum í byrjun
leiks. Um tíma í fyrri hálfleik var
níu marka munur á liðunum,
6:15, en heimamenn náðu að
brúa bihð niður í íjögur mörk fyr-
ir leikhlé. Lengst af í síðari hálf-
leiknum var 2-3 marka munur á
hðunum, en FH-ingar héldu
haus.
Fram-Haukar 24:27
Leikur liðanna var lengst af
sveiflukenndur, en engu að síður
mjög spennandi. Aron Kristjáns-
son var með 11 mörk í leiknum
fyrir Hauka sem þurfa nú ekki að
treysta á neina aðra en sjálfa sig
tii að vinna deildarmeistaratitil-
inn. Til þess þarf hðið að sigra
tvo erflða andstæðinga, ÍBV og
FH.
Staðan er nú þessi:
Afturelding 21 16 0 5 543:492 32
Haukar 20 14 2 4 511:475 30
KA 21 13 1 7 551:537 27
ÍBV 20 11 2 7 495:458 24
Fram 21 9 4 8 497:468 22
Stjarnan 21 9 3 9 545:529 21
Valur 21 8 3 10 471:481 19
FH 21 9 1 11 539:557 19
ÍR 21 7 1 13 506:511 15
HK 21 6 2 13 479:517 14
Grótta 21 6 2 13 491:537 14
Selfoss 21 5 3 13 515:571 13
Leikir sem eftir eru:
(11/3) ÍBV-Stjarnan
(13/3) Lokaumferðin:
Stjarnan-Grótta, Selfoss-ÍR, Fram-
KA, Valur-UMFA, FH-Haukar og
ÍBV-HK.
Framarinn Daði Hafþórsson, reynir skot að marki Hauka. Mynd:BG
Lemgo varð
bikarmeistari
Lemgo tryggði sér þýska bik-
armeistaratitilinn í á sunnu-
daginn, með því að sigra 2.
deildarliðið Dutenhofen 28:23.
Undanúrsht keppninnar fóru
fram á laugardaginn. Dutenhof-
en lagði Bad Schwartzau 22:20
og Lemgo lagði Grossvaldstadt
28:23.
Patrekur með fjögur mörk
Patrekur Jóhannesson, skoraði
ijögur mörk fyrir Tusem Essen,
sem mátti þola tap gegn Flens-
borg Handewitt á útivelh í þýsku
1. deildinni í handknattleik,
23:19. Leikurinn var sá eini sem
fram fór í 1. deildinni um helg-
ina.
Jason Ólafsson og félagar hjá
Leutershausen unnu Ossweil
34:22 á heimavelh sínum og
hafa nú tveggja stiga forskot á
næsta lið í suðurriðli 2. deildar-
innar. Wupperthal, hð þeirra Ól-
afs Stefánssonar og Dags Sigurð-
arsonar, lék ekki um helgina.
Liðið átti að leika við aðalkeppi-
nauta sínum í norðurriðhnum,
Bad Schwartzau, en leiknum var
frestað th 20. þessa mánaðar.
HB Þýskaland/fe
KARFA • Úrslitakeppnin
HANDBOLTI • 1. deild karla
HANDBOLTI
Suðumesjaliðin byija vei
KA-ÍBV 17:26
Flest aht hefur gengið á afturfót-
unum hjá KA-Uðinu á meðan að
Eyjamenn hafa verið á uppleið
eftir áramótin. KA-Uðið tapaði
sínum þriðja leik af síðustu fjór-
um í deUdinni og ef hðið fer ekki
að leika betur má búast við því
að leikmenn hðsins komist í sum-
arfrí þegar í þessum mánuði.
Áhorfendur eru aUavega ekki
vanir því að sjá sitt hð tapa með
níu marka mun á heimavelli, en
svo virðist sem hið unga ÍBV- hð
sé með gott tak á KA. Eyjamenn
væru lfldega í 2. deUdinni, ef þeir
hefðu ekki tekið þrjú af fjórum
stigum af KA í fyrra og leikir lið-
anna í vetur hafa verið hrein
einstefna.
Grótta-Selfoss 26:27
Hálfgerður úrshtaleikur í botn-
baráttunni, þar sem Selfyssingar
þurftu sigur tU að eiga möguleika
á að halda sér uppi. Hjörtur Leví
Pétursson skoraði sjálfsagt sitt
mfldlvægasta mark á ferlinum
þegar hann skoraði lokamark
leiksins á síðustu mínútunni.
HK-Stjarnan 26:25
Rétt eins og í síðasta leik HK-Uðs-
ins, gegn Selfossi, virtist staða
Uðsins vonlaus á lokakaflanum.
Stjarnan leiddi leikinn nær ahan
tímann og hafði yfir 20:24,
nokkrum mínútum fyrir leikslok.
Kópavogsmenn lögðu hins vegar
ekki árar í bát og Hjálmar VU-
hjálmsson skoraði sigurmark HK,
remur sekúndum fyrir leikslok.
haust héldu hinir ýmsu speking-
ar því fram að það þyrfti krafta-
verk tU að HK-hðið héldi sér uppi
og kannski verða handknattleiks-
áhugamenn vitni að einu slíku á
fimmtudagskvöldið.
ÍR-Valur 19:17
ÍR-ingar styrktu stöðu sína á
hættusvæðinu með sigrinum. ÍR-
ingar náðu undirtökunum á upp-
hafsmínútum síðari hálfleUcsins
og náðu að halda Valsmönnum í
þokkalegri fjarlægð frá sér fram
til loka. Magnús Þórðarson var
sterkur á línunni og gerði sjö af
mörkum ÍR.
✓
hætt er að segja að úrshta-
keppni DHL-deUdarinnar
hafl farið líflega af stað.
Fyrstu leikirnir voru skemmtUeg-
ir og greinflegt að menn ætla að
selja sig dýrt. KR-ingar héldu í
víking upp á Akranes og komu
ekki tómhentir tU baka. Þá tóku
Grindvíkingar á móti SkaUa-
grímsmönnum úr Borgarnesi og
væri synd og skömm að segja að
þeir hafi sýnt gestrisni að þessu
sinni. Þeir hreinlega kaffærðu
gesti sína.
ÍA - KR 67 - 81
KR-ingar tóku leik sinn við
Skagamenn strax í sínar hendur
og eftir tvær fyrstu mínúturnar
kom í ljós hvert stefndi. Gestirnir
tóku Ronald Bayless úr umferð
og eftir það ráfuðu heimamenn
um eins og höfuðlaus her og
vissu aldrei hvort þeir voru að
koma eða fara. Á meðan aht gekk
upp hjá KR var heimamönnum
fyrirmunað að leika körfubolta.
Þeir voru hugmyndasnauðir og
einstaklingsframtakið dugði ekki
gegn sterkum KR-ingum. Þeir
reyndu þó að klóra í bakkann í
vörninni en aUt kom fyrir ekki.
Það var ekki fyrr en vUluvand-
ræði fóru að
koma KR-ing-
um í koll að
Skagamenn
náðu að kom-
ast inn í leik-
inn á ný. Ron-
ey Eford var
kominn með 4
vfllur í fyrri
hálfleik og gat
því ekki leikið
vörnina sem
skyldi. Strax í
upphafi seinni
hálfleiks nýttu
heimamenn
sér þennan
veikleika og
náðu að jafna
leikinn með góðum leik Bayless
sem nú lék lausum hala. Hrannar
Hólm, þjálfari KR, setti þó fljót-
lega fyrir þennan leka og síðustu
mínúturnar notuðu Vesturbæing-
arnir tU að tryggja sér sigurinn á
slöppu Uði heimamanna.
Maður leiksins: Roney Eford, KR.
Grindavík -
Skallagrímur 111 - 68
íslandsmeistararnir hófu úrsUta-
keppnina að þessu sinni á sama
hátt og á síðasta ári, með stórum
sigri. Það voru Borgnesingar sem
máttu þola nánast niðurlægingu
af hálfu heimamanna í Grindavík.
Þeir héldu heim með 43ja stiga
tap á bakinu. Fyrstu mínútur
þessa leiks stefndi í spennu, því
eftir góða byrjun Grindvíkinga
náðu SkaUagrímsmenn að jafna
leikinn og komast yfir og þannig
skiptust Uðin á forystunni um
tíma í fyrri hálfleik. En um leið og
tók að halla undan fæti hjá gest-
unum brugðust þeir vitlaust við
mótlætinu. Þeir héldu að einstak-
Ungsframtakið fleytti þeim yfir þá
hindrun sem íslandsmeistararnir
eru. Skýring Tómasar Holton á
þessu stóra tapi var nákvæmlega
sú sama, að menn hefðu hætt að
spUa hver fyrir annan og þar sem
ekki væru neinar stórstjörnur í
Uðinu gengi það aUs ekki upp.
„Við höfum sýnt það í undanförn-
um leikjum að Uðið er gott þegar
það vinnur saman. Þess vegna er
liðið í úrsUtakeppninni nú.“
Lið heimamanna lék geysivel í
þessum leik. Hermann Myers fór
á kostum og hafði skorað 30 stig
þegar hann yfirgaf völUnn um
miðjan seinni hálfleik. Hann hitti
úr 13 af 15 skotum sínum utan af
velU og setti ÖU vítaskot sín niður.
Þá var hann með Joe Rhett alger-
lega í vasanum og vann aUar við-
ureignir þeirra bæði í vörn og
sókn. Unndór Sigurðsson átti
einnig fínan leik og það sama má
reyndar segja um aUt Grinda-
víkurUðið.
Maður leiksins: Herman Myers
UMFG
Herman Myers átti stórleik með Grindavik.
Aðalfundur
Sláturfélags
Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf.
verður haldinn á Hótel Selfossi, föstudag-
inn 4. apríi 1997 og hefst kl. 14.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta fé-
lagsins.
2. Tillaga um útboð B-deildarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega borin upp.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi
þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar
eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.
Reykjavík, 7. mars 1997.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.