Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 8
Jlagur-Œírtmtn DAGBÆICUR LÖGREGLUNNAR Reykjavík Akureyri Um helgina var tilkynnt um 6 líkamsmeiðingar, 11 innbrot, 12 þjófnaði og 16 eignarspjöll. Af- skipti voru höfð af 28 manns vegna ölvunarháttsemi á al- mannafæri og vista þurfti 35 í fangageymslu vegna ýmissa mála. Tólf ökumenn, sem af- skipti voru höfð af um helgina, eru grunaðir um ölvunarakst- urs, 13 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 21 ökumaður og tveir farþegar voru kærðir fyrir að nota ekki bflbelti. Átján ára piltur var gripinn við sölu á landa í Mosfellsbæ. í bifreið hans fundust 7 lítrar af þeim vökva. Pilturinn var færð- ur á lögreglustöð til skýrslu- töku. 18 ára og máttu ekki fara um borð Um miðnætti á föstudag var tilkynnt um mann sem átti að hafa stolið veskjum af gestum á veitingastað við Hafnarstræti. Maðurinn, sem margsinnis hef- ur komið við sögu mála hjá lög- reglu, var handtekinn og færð- ur í fangageymslu. Á honum fundust m.a. peningar, sem hann hafði stolið af einum gest- anna og var þeim komið til hans aftur. Þremur stúlkum á átjánda ári var vísað frá borði flutn- ingaskiptsins Serenu, sem lá í Sundahöfn. Logaði glatt á Bræðraborgarstíg Á laugardagsmorgun voru tveir menn handteknir í Fróðengi við að reyna að stela bensíni af bif- reiðum. Fimm menn voru handteknir á Eiðistorgi og færð- ir á stöð eftir að athygli hafði verið vakin á einkennilegu hátt- arlagi þeirra. Við leit í bifreið þeirra fundust 9 ávísanir. Tveir aðilanna voru í framhaldi af því færðir til yfirheyrslu, grunaðir um tékkafals. Síðdegis var tilkynnt umeld í þriggja hæða timburhúsi við Bræðraborgarstíg. Miklar skemmdir urðu á miðhæð húss- ins af völdum elds. Á efri hæð urðu skemmdir á gólfefni og talsverðar sótskemmdir. Elds- upptök eru ókunn. Hræddur við áhrifin Á laugardag var tilkynnt um neyslu LSD í húsi í Ásunum. Sá, sem neytt hafði efnisins, hringdi sjálfur á aðstoð þar sem hann varð hræddur þegar áhrifanna fór að gæta. Engin slík efni fundust við leit á heim- ih hans. Viðkomandi var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Ekið á reiðmann og bensínstuldur Ekið var á hest og mann á Heiðmerkurvegi við Rauðhóla. Ökumaðurinn ók af vett- vangi, en fljótlega Ökun ^V: tókst tókst að hafa upp á hon- um. Hest- urinn var það illa farinn að ástæða þótti til að slá hann af. Á laugardagskvöld var tilkynnt um að dökkhærður maður með skegghíung í svört- um buxum og svörtum jakka með svarta húfu hefði angrað 6 ára gamla stúlku í Fellunum. Leit var gerð að manninum en hann fannst ekki. Eftir miðnætti vár tilkynnt um pilt vera að reyna að stela bensíni af bifreið við Tryggvagötu. Hann var handtekinn með stóran kaffi- brúsa og tveggja metra langa slöngu í fórum sínum. Piltur var færður á lögeglustöð og sóttur þangað af foreldri sínu. Tennurnar fuku og Star Wars byssa Á sunnudag sprakk loftpressa í Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík 21.-24. mars fyrirtæki við Mýrargötu. Heddið sprakk af og gengu stimplarnir út. Rúður brotnuðu í húsinu, en svo heppilega vildi til að ekkert fólk var nálægt. Tennur voru slegnar úr manni á veitingastað við Laugaveg. Vel byrgur Kvartað var yfir bensínlykt á stigagangi húss við Bolholt. Einn íbúinn hafði byrgt sig vel upp af bensíni og komið ben- síntunnu fyrir á fyrstu hæð hússins með þeim afleiðingum að gufur frá því lagði um allt hús. Um kvöldið var tilkynnt um að byssu með „leysermiði" hefði verið beint inn um stofu- glugga húss í Hólunum. Við at- hugun kom í ljós að einn ná- grannanna hafði nýlega eignast penna með sterku rauðu punktaljósi og hafði hann verið að leika sér að því að miða því á næsta umhverfi sitt. Smygl að nóttu Aðfaranótt mánudags var vöru- bifreið stöðvuð á leið tií borgar- innar. Á palli hennar voru 2 fiskikör, 9 lambaskrokkar og hluti tveggja nauta ásamt bens- ínbrúsum. Ökumaðurinn var að koma að vestan með matar- forða fyrir fjölskylduna. Lögreglan óskar landsmönn- um öllum gleðilegra páska. Ó. Dala-Brie er hreint fráhœr ostur, Ijúffengur einn sér eða með ávöxtum, grænmeti og kexi. Veisla, teiti, saumaklúhhur eða róleg stund, kvert sem tilefnið er fá getur Jdú alltaf treyst á Dala-Brie. Og svo getur Dala-Brie verið tilefni út affyrir sig... ÍSLENSKIR * OSTAR -v,} Úr dagbók lögreglunnar á Akureyri dagana 17.-23. mars Segja má að síðastliðin vika hafi verið mjög umhleypinga- söm, frost og þýða til skiptis, rigning, slydda og snjókoma. Þó viðraði vel til útivistar síðustu daga vikunnar er sólin lét sjá sig. Eins og svo oft er þegar svona viðrar þá eru aksturs- skilyrði í lakara lagi á götum bæjarins. Vafalaust má rekja þau 15 umferðaróhöpp, sem tilkynnt voru til lögreglunnar, til slæmra akstursskilyrða þó ávallt sé einnig um að kenna óaðgæslu ökumanna. Um slys á fólki var að ræða í tveimur til- vikum. Ekið á stúlku Þriðjudaginn 18. mars varð árekstur tveggja ökutækja á Mímisbraut við Verkmennta- . skólann og var farþegi úr öðru þeirra fluttur á slysadeild FSA vegna hálsmeiðsla. Þá var ekið á stúlku laugardaginn 22. mars sem var á leið norðiu- yfir Kaupvangsstræti móts við hús númer 24. Stúlkan sem er 4 ára var flutt á slysadeild FSA með sjúkrabifreið en betur fór en á horfðist og reyndust meiðsl hennar minniháttar. Talsvert hefur borið á of hröðum akstri ökumanna og voru 21 ökumenn kærðir fyrir að virða ekki almennar hraða- takmarkanir. Hrósa má bæjar- búum fyrir að færa ökutæki sín til aðal- og endurskoðunar á réttum tíma. Tvær líkamsárásir í vikunni voru tvær líkamsárás- ir kærðar. Þær gerðust aðfara- nótt laugardagisns, önnur í heimahúsi en hin í miðbænum. Um minniháttar meiðsl var að ræða í fyrra tilvikinu en um viðbeinsbrot í því seinna. Fimm þjófnaðarmál voru kærð í vik- unni. Farið var inn í hús á brekkunni og þaðan teknir tveir sparibaukar sem fullir voru af smámynt. Einnig var farið inn í hús á Eyrinni og þaðan stolið um kr. 8.000.- í peningum úr peninga- kassa. Tilkynnt var um tvö inn- brot, annað í endurhæfingar- stöðina við Skógarlund þar sem litlar skemmdir voru unnar og líklega engu stolið, hitt í íbúðar- hús á brekkunni, þar sem litlu var stolið. Þá var einnig tilkynnt um tilraun til innbrots í leikskólann Iðavelli við Gránu- félagsgötu. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um inn- brot þessi eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna. Stinga bara af! Borið hefur á fjársvikamálum að undanförnu og komu þrjú slík inn á borð hjá lögreglu. Um er að ræða fólk sem stingur af frá ógreiddum reikningum svo sem á hóteli og fyrir akstur í leigubifreiðum. Þá komu fflcni- efni við um tilfellum í vikunni. Má þar nefna að tveir menn í vímuástandi voru hand- teknir í íbúð á miðbæjarsvæð- inu. Aðstæður þar-bentu-til að menn þessir hefðu verið í neyslu fíkniefna. Eru allir hvattir til að kom upplýsingum sem þeir kynnu að buk yfir um neyslu, sölu og dreifingu slíkra efna til lögreglunnar. Hægt er að hringja í símsvara og lesa upplýsingar inn á hann. Fullum trúnaði er heitið. Símanúmerið er 462-1881. M.A.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.