Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Page 10
22 - Þriðjudagur 25. mars 1997
íl;tgur-'3ItmtiOT
RADDIR FOLKSINS
eiðis...
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri
Jesús Kristur hefur hvergi boðað að skíra ungbörn eða ferma eldri börn,“ segir í greininni.
Eftirfarandi frásaga er í
bókinni „Frá myrkri til
ljóss“, ævisögu Ólafíu Jó-
hannsdóttur, boðbera kærleik-
ans, eins og hún var kölluð.
Skrifað var um hana í Degi-
Tímanum þann 11. febrúar sl.
Arthur Gook, kristniboði á Ak-
ureyri, gaf bókina út árið 1925.
Olafía skrifar (á bls. 16-17):
„Eitt atriði er mér minnisstæð-
ast í sambandi við fermingu
mína. Eins og venja er fór systir
mín með mér til að neyta heil-
agrar kvöldmáltíðar, sunnudag-
inn eftir að ég var fermd. Eg
man vel, að við sátum innar-
lega að sunnanverðu. Meðan ég
sat þarna, varð mér það ein-
hvern veginn alveg ljóst, að
væri það rétt, sem ég hafði lært
um kvöldmáltíðina, þá ætti ég
engan rétt á að neyta hennar
og drýgði beina synd með því.
Ég fann alveg skýrt, að ég trúði
ekki á Jesúm eins og ritningin
talaði um að trúa á hann. Ég
fann ég átti ekki að fara inn að
altarinu, mig langaði til að
komast hjá því. Mig langaði að
fara burt úr kirkjunni. Ég hafði,
held ég, aldrei fyrr á æfl minni
fundið eins skýrt, að ég væri að
syndga, en þegar ég hugsaði til
fóstru minnar, sem sat við hlið-
ina á mér, að hún mundi ekki
geta skilið mig og halda að ég
væri ekki með sjálfri mér, og
svo yrði henni lagt þetta út til
minnkunar, þá brast mig áræði
til að fylgja samvisku minni og
ég gekk inn að grátunum með
hinu fólkinu."
Hér lýkur þessari athyglis-
verðu frásögn. Ég segi burt með
allar blekkingar, sem byggðar
eru á mannaboðorðum einum,
og munu þess vegna falla fyrr
eða síðar, eins og húsið, sem
byggt var á sandi, og lesa má
um í 7. kafla Matteusarguð-
spjalls. Upp með sannan krist-
indóm, sem byggður er á orð-
um Jesú Krists, á bjarginu, sem
mun standa, þrátt fyrir sterkan
blástur ýmissa kenningarvinda.
Halleiúja!
Kirkjunnar kennimenn segja
að fermingin sé staðfesting á
barnaskírninni. Minnast skul-
um við þess, að það stendur
ekkert um skírn ungbarna í
Nýja testamentinu. Biblíutext-
inn, sem þeir byggja barna-
skírnina á er í guðspjalli Matte-
usar 28:19. Þar stendur: „Farið
því og gjörið allar þjóðir að
lærisveinum, skírið þá í nafni
föður, sonar og heilags anda.“
Þýðing 1981. Að sjálfsögðu er
þarna átt við bibiíulega niður-
dýflngarskírn. Sýnir þessi texti
ekki alveg greinilega, að þarna
er ekki átt við ungbörn? Jú,
vissulega.
Það er víst um það, að Jesús
Kristur hefur hvergi boðað að
skíra ungbörn eða ferma eldri
börn.
Sóley Jónsdóttir,
Akureyri.
.. .og drukknaði -
Sagan er búin
*
Iblaðinu fyrir nokkrum dögum var birtur botn á vísu þar sem
auglýst var eftir fyrri parti. Parturinn sá reyndist í lengri kant-
inum og eiga sér skemmtilega sögu. Margir lesendur Dags-Tím-
ans þekktu þá sögu og hringdu með hraði að láta mönnum hana í
té. Hér á eftir fer sú útgáfa sem virðist réttust af þessari sögu:
Fjórir snillingar sátu yfir spilum og kváðu:
Steingrímur Eyfjörð byrjaði:
Sönn frásaga í sam-
bandi við fermingu
Við sögunni af Þorláki hugur mér hrýs,
hann er af guðs vegum snúinn.
Páll Vatnsdal bætti við:
Hann getur sín börn eins og mýs geta mýs,
um tneðlag er hreppurinn rúinn.
Davíð Stefánsson lagði til næstu tvær hendingar:
Öllu sem hangir er ógœfan vís
sé örlagaþráðurinn fúinn.
Gunnfaugur Tryggvi lauk síðan kveðskapnum:
Svo drakk hann sig fullan og datt niðrum ís
og drukknaði. - Sagan er búin.
Þannig er Ijóðið í heild
Við 'sögunni af Þorláki hugur mér hrýs,
hann er af guðs vegum snúinn.
Hann getur sín börn eins og mýs geta mýs,
um meðlag er hreppurinn rúinn.
ÖUu sem hangir er ógœfan vís
sé örlagaþráðurinn fúinn.
Svo drakk hann sigfullan og datt niðrum ís
og drukknaði. - Sagan er búin.
Makar sem ekki leyfa kreistingar, á þeirri for-
sendu að sá sem svo elskulega býðst til að losa
makann við allan þennan hvíta faflega massa
' sem safnast saman í álitlegar bungur og op um
allan líkama, kunni ekki til verka, eru illa þolandi.
Svitamettað og súrefnissnautt andrúmsloftið
JPk sem fórnarlömb líkamsræktaráróðurs berjast
^ um að anda að sér, hefur vissan sjarma. Það
/r hefur púlið sem fleytir svitanum út um holurnar
hins vegar alls ekki. Líkamsþjálfun sem gengur út á að láta
sér líða illa í öndunarfærum og vöðvum er hverjum viti
bornum manni argasta skapraun. Og það versta er að mað-
ur lætur sig hafa það.
^ Svo var meinhorni farið að lítast vel á tilhugsun-
ina um lamað þjóðfélag. Þögn í nokkrar vikur.
Fá að hlusta á suðið í ísskápnum í friði. En þá
/K ætla þeir að hafa af manni allsherjarverkfallið
þessir fjandar.
Gegn viöteknum
gildum
Fyrr á árum var sérstakur
þáttur á dagskrá Útvarps-
ins sem hét Úr leiðurum
landsmálablaðanna. Hið
sama gerum við hér og nú.
í leiðara Austurland í Nes-
kaupstað segir Hjörleifur
Guttormsson. „Fréttir af sí-
auknum erfðabreytingum
lífvera og einræktun hafa
fengið marga til að staldra
við og spyrja hversu langt
eigi að ganga í krafti tækni
og vísinda. Með erfðabreyt-
ingum eru menn að fikta
við sjálft stafróf lífsins með
ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um. Með einræktun er
gengið gegn öllum viðtekn-
um gildum og aftengt það
öryggi sem lífheimurinn
nýtur með fjöfbreytni og
náttúrulegri blöndun
erfðavísa. Blind og siðlaus
hagnaðarvon knýr menn til
tilrauna og síðan fram-
leiðslu með þessum aðferð-
um... Löngu er tímabært
að svara því hvort skyn-
samlegt sé að að feta
áfram þessa braut.“
Þingeyri má ekki
blæða út
„Það er grátlegt að horfa
upp algjört úrræðaleysi
ráðamanna hvað Þingeyri
varðar. Það þurfti að taka
til höndum strax síðasta
sumar. Það vita allir það
sem vilja vita að kvótalaust
tíu þúsund tonna frystihús-
ið Éáfnir verður ekki end-
urreist í sinni fyrri mynd.
Menn tuldra sín á milli að
það þurfl að gera Fáfnis-
dæmið upp, en enginn þor-
ir að segja það upphátt,
ekki heldur þingmenn
Vestflrðinga. Hér verða
menn að fara að taka sér
tak. Það er ekki hægt að
horfa aðgerðalaust á Þing-
eyri blæða út,“ segir Hörð-
ur Kristjánsson í leiðara
Vestra.
Endumýja þarf
varðskipin
Sæmundur Stefánsson seg-
ir í leiðara Fjaðarpóstsins.
„Sjálfsagt er mörgum enn í
fersku minni allar þær um-
ræður sem urðu um þyrlu-
kaupamálið á hinu háa Al-
þingi fyrir nokkrum árum
og hvernig reynt var að
gera menn tortryggilega í
tengslum við það. Land-
helgisgæslan hefur mátt
lifa við aukinn niðurskurð
á síðustu árum og við blas-
ir að skipakostur hennar
er úr sér genginn og þarfn-
ast endurnýjunar. Atburðir
síðustu daga verða vonandi
til þess að opnar sjónir
ráðamanna fyrir því hve
nauðsynlegt það er að búa
vel að gæslunni og hugsa
þar djarfmannlega til
framtíðar í stað þess að
einblína á niðurskurðinn
sem hinn eina stóra sann-
leik.“
Umsjón:
Sigurður Bogi Sœvarsson.