Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Page 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Page 1
Eftirminnilega gott BRAGA - íslenskt og ilmandi nýtt Jlctgur-ultmmn LIFIÐ I LANDINU Fimmtudagur 3. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 62. tölublað Eftirminniiega gott BRAGA á íslenskt og ilmandi nýtt Blað GUÐ HLÝTUR AÐ HAFA HÚMOR Annars gæti hann varla afborið mennina - segir biskup ísiands í viðtali við Dag-Tím- ann um biblíuhúmor Spaugstofumanna ✓ g held að allflestir hafi orðið nokkuð undrandi á þessum þætti. Bæði var það tímasetningin sem var al- veg ótrúleg, og líka hitt að af mönnum sem gefa sig út fyrir að vera spaugarar og skemmt- ikraftar, hlýtur það að vera stóralvarlegur hlutur að bjóða upp á efni sem er ekki hið minnsta fyndið," sagði Ólafur Skúlason biskup í samtali við Dag-Tímann í gær. Húmor í biblíunni „Ég er alveg viss um að Guð hlýtur að hafa húmor - annars gæti hann varla afborið menn- ina,“ sagði biskup í gær. „Séra Jakob Jónsson skrifaði á sínum tíma mikla bók um kímni og hæðni í biblíunni. Hann gengur til dæmis alveg út frá því að Jesús Kristur haíl sagt sumt með það fyrir augum að það kæmi við fólk sem þverstæða. Jakob hélt því fram til dæmis að þegar Jesús sagði að það væri erfiðara fyrir auðmann að ganga í gegnum hlið himinsins en úlfalda að fara í gegnum nálarauga, þá segir Jakob að Jesús hafi glott við. Hann segir að hlið í múrum Jerúsalems hafi einmitt verið kallað Nálar- augað vegna þess hversu þröngt það var. En að taka kvöldmáltíðina, kraftaverk og fjallræðuna og snúa út úr og gera spé eins og þarna var gert, það hreinlega gengur ekki. Það er satt að segja fyrir neðan all- ar hellur," sagði Ólafur Skúla- son. Kvartaði - kærði ekki Ólafur segir að hann hafi horft á Spaugstofuna laugardaginn fyrir páska. „Ég horfi yfirleitt ef ég get á Spaugstofuna. Það veit- ir ekkert af að varpa skemmti- legu eða aðhláturslegu ljósi yfir ýmislegt sem gerist. Ég horfði meira að segja á í fyrra þegar þeir fóru ekkert mjög mjúkum höndum um mig. Þá kvartaði ég ekkert - nema svona með sjálf- um mér. En mér þótti núna að ekki yrði setið undir þessu, og því skrifaði ég útvarpsráði og útvarpsstjóra. Ég kærði ekki, ég kvartaði,“ sagði séra Ólafur Skúlason. Ólafur segir að sér hafi verið sagt að í þættinum Þjóðarsálinni í fyrradag hafi fólk tjáð sig um þátt Spaugstof- unnar og ekki verið skemmt. Þá hefðu margir leitað til biskups- stofu vegna þáttarins og lýst yf- ir óánægju sinni. Strax eftir þáttinn á laugardagskvöldið hefði fól hringt sem átti engin orð yfir þætti Spaugstofunnar. Guðlast ekki eðlilegur hlutur „Ég held að guðlast heyrist ekki oft hér á landi. Næsti bær við guðlast er náttúrlega þegar menn nota sí og æ blótsyrði. Mönnum bregður oft á tíðum þegar þeir blóta og átta sig á að þeir meina það ekki með þeim hætti sem orðið gefur til kynna. Ég held að guðlast sé ekki við- urkennt í samfélaginu sem eðli- legur hlutur,“ sagði séra Ólafur. Dómur fyrir guðlast var síð- ast kveðinn upp árið 1984. Rit- stjóri Spegilsins, gamanblaðs, Úlfar Þormóðsson hlaut þann dóm. í þáttum í erlendu sjón- varpi, til dæmis hjá Benny Hill, er oft vikið að kirkjunni og kirkjunnar þjónum, ekki síst kaþólskum. Þar í landi hefur sumt af því efni valdið deilum og verið flokkað sem guðlast án þess að vitað sé að spaugarinn mikli hafi verið dæmdur eða ákærður. - JBP OTTUMST EKKI EILÍFAÚT- SKÚFUN Segir Kari Ágúst Úlfs- son Spaugstofuleið- togi f viðtali við Dag- Tímann „Nei, guð minn góður! Það er nú ekki til þess að hryggja eða særa þjóðina sem við erum með vikulega þætti,“ sagði Karl Ágúst Úlfsson leikari og helsti skrifari Spaugstofuþáttanna. „Það verður náttúrlega hver fyrir sig að meta hvort þarna var farið út fyrir vel- sæmismörk. Það er ekkert eitt svar til við slíku. Okkar mat er náttúrlega að svo hafi ekki verið. Fyrir mér allavega jafngildir það ekki niðurlægingu eða svívirð- ingu, ég tala nú ekki um guðlast, þótt maður sjái spaugfiegar hliðar, hvort heldur er á jarðlífinu eða guðdómnum," sagði Karl Ágúst. Karl Ágúst sagði að þeir Spaugstofumenn hefðu ekk- ert að óttast enda þótt hiti væri farinn að færast í mál- ið. Þeir bíði þess að niður- staða fáist í málinu. „Við óttumst alla vega ekki eilífa útskúfun eða refs- ingu Guðs. Málið er annars stutt komið, brófaskriftir, umræða og rannsókn lög- regluyfirvalda. Kannski eiga óþægindin eftir að aukast eitthvað, maður veit það ekki.“ -Gerist næsti þáttur kannski í Auðbrekkunni í Kópavogi, hjá RLR? „Ég vil eiginlega ekkert gefa upp um efni þáttarins á laugardaginn, en það er aldrei að vita. Við verðurn hins vegar að halda okkar striki, og mætum til vinnu eins og aðrir landsmenn,“ sagði Karl Ágúst. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.