Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Qupperneq 5
IDagur-Œmttim
Fimmtudagur 3. apríl 1997 -17
VIPTAl PAGSINS
Á ofsalega sætan kærasta
Katrín Árnadóttir
var kosinn Ungfrú
Norðurland á dög-
unum. Kata sem er
19 ára stundar nám
á félagsfræðibraut í
Verkmenntaskólan-
um á Akureyri,
vinnur í keramik-
verslun og þrífur
teiknistofu á
kvöldin.
12 stúlkur tóku þátt í keppninni
Ungfrú Norðurland og munu
þær sem lentu í þremur efstu
sætunum taka þátt í keppninni
um Ungfrú ísland sem fram fer
í maí.
„Við áttum allar jafna mögu-
leika og ég tók
þessu ósköp ró-
lega. Fegurð er
svo afstætt
hugtak og
margt sem
kemur þar til.
Það sem einum
finnst fallegt
fmnst öðrum
ljótt. Ég var al-
veg óvön því ég
hef aldrei áður
tekið þátt, en
það var yndis-
legt að vinna.“
Eftir hverju erfarið?
„Það er framkoman, dóm-
nefndin tekur við okkur viðtal
um morguninn og síðan horfir
hún á generalprufuna og mynd-
ar sér skoðanir en endanleg úr-
slit ráðast síðan þegar keppnin
fer fram.“
Af hveriu ákvaðstu að taka
þátt?
„Það var bara til að gera
eitthvað nýtt og spennandi en
ég var líka hvött. Ég lét annað
ganga fyrir í fyrra þegar ég var
beðin um vera með og hugsaði
þá með mér að ég gæti bara
verið með næst.“
Hverju þurftirðu að breyta
eða „bœta"?
„Ég þurfti að styrkja rass og
læri og gerði það en annars var
það ósköp lítið.“
Aðspurð finnst Katrínu feg-
urðarsamkeppnir að sjálfsögðu
eiga rétt á sér en dregur í efa
að keppni sé réttnefni.
Eitt af því sem er gaman að
segja útendingum er að hver
einasti maður á íslandi þekki
stúlku sem einhvern tíma hefur
tekið þátt í fegurðasamkeppni,
finnst þér við ekkert biluð í
sambandi við fegurðarsam-
keppnir?
„Ég upplifi það ekki sem bil-
un heldur sem keppnisanda,
það er alltaf gaman að taka
þátt og sigra.
Eru íslendingar
ekki keppnis-
fólk?“
Ertufalleg?
ȃg er bara
svona ósköp
venjuleg og tel
mig ekkert fal-
legri en margar
aðrar stelpur
en hef greini-
lega einhverja
fegurð til að
bera annars
hefði ég ekki unnið. - En ég
myndast ekki vel.“
Ertu Ijóshœrð?
„Ég er með þennan íslenska
sauðalit á hárinu en það er lýst
og það verður yfirleitt ljóst í
sólinni á sumrin."
Katrín hefur eytt síðustu
dögum í að ganga um bæinn að
þakka fyrir þær gjafir og verð-
laun sem titillinn hafði í för
með sér. Þátttökurétturinn í
Ungfrú ísland er samt stóra
lukkan en þær sem voru í
þremur efstu sætunum á Akur-
eyri fara allar suður í þá
keppni. „Ég er mjög fegin að við
fáum að fara allar þrjár."
Áttu kœrasta?
„Já ég á ofsalega sætan kær-
asta og góðan. Hann var voða
stoltur." -mar
„Ég er bara svona
ósköp venjuleg og
tel mig ekkert fal-
legri en margar
aÖrar stelpur. “
BREF FRÁ AKRANESI
Frægðarsólin yfir mér
Sigurbjörg
Þrastardóttir
skrifar
Eg bý á útnára á skeri sem
nánast er í eyði. Þetta fæ
ég í það minnsta kosti á
tilfinninguna þegar ég sný
hnattlíkani og þarf stækkunar-
gler til að koma auga á heima-
hagana. Og samt eygi ég þá
ekki því auðvitað er Akranes
hvergi merkt inn á hnattlíkan
sem framleitt er í útlöndum.
Því hlýt ég að horfast í augu
við staðreyndir. í mannhafi
jarðkringlunnar eru þeir hlut-
fallslega fáir sem þekkja ísland
og enn færri kunna skil á
Skipaskaga sem eitt sinn var þó
frægur fyrir kvenfólk, kartöflur
og knattspyrnu. f besta falli er
bærinn þúst í hugarlendum höf-
uðborgarbúa sem stytta sér leið
með Akraborginni á hraðferð
sinni norður í land.
Því er það óneitanlega til-
breyting þegar kastljósi íjöl-
miðla er beint hingað uppeftir
sem snöggvast og athygli al-
mennings fylgir í kjölfarið. Þá
sést að sú sæta trú að maður sé
loks hluti af einhverju sem
skiptir máli. Að maður búi ekki
bara á litlausu nesi. Og þegar
ljósvakageislinn líður hjá reynir
maður að brosa ef svo ólíklega
vildi til að maður lenti á mynd.
Þó ekki væri nema loftmynd.
Helst er von þegar sundfé-
lagskrakkarnir synda árlegt
Faxaflóasund eða þegar gulu
gleðipjakkarnir í takkaskónum
vinna leik. Ekki er fréttagildið
minna þegar flytja á hingað op-
inberar stofnanir í heilum
skrokkum. Minni von er hins-
vegar til að Skagakvartettinn
gefi út disk eða Kútter Haraldur
kaupi kvóta þó það myndu út af
fyrir sig vera forsíðufréttir.
Undanfarið hafa þó verið hér
á ferð fleiri fréttasnápar en í
meðalári sem þakka ber djúp-
hugsuðum göngum undir Hval-
ljörð og úthugsuðu álveri á
Grundartanga. Rætt hefur verið
við innfædda
allt í kringum
Akrafjall vegna
þessa, myndir
teknar af undir-
skriftasöfnun-
um og sent út
frá kynningar-
fundum. Það
þykir fréttnæmt
að við eigum
bændur á bæj-
um hér í kring
sem þora að
standa upp og
segja sína
meiningu. Þeir
vilja hafa hönd í
bagga þegar
göng eru grafin
og verksmiðjur
reistar enda
eru þeir vanir
að hafa hendur
í heyböggum á sínum eigin tún-
um. Svo eigum við aðra bændur
sem jánka og standa utan við
andspyrnuhreyfingar og það er
ekki síður frétt.
Og þegar Ijósvaka-
geislinn líÓur hjd
reynir maÖur aÖ
brosa ef svo ólík-
lega vildi til aÖ
maÖur lenti a
mynd. (Þó ekki
vceri nema
loftmynd.)
Skyndilega er Borgarijarðar-
sýsla þannig
orðin gósen-
land í gúrkutíð
fróttaflórunn-
ar. í verkfall-
inu um daginn
fréttist líka að
hér væru bens-
ínbirgðir næg-
ar þannig að
sjoppurnar á
Skaganum
fylltust í snatri.
Svo seldist
knattspyrnu-
kappinn Bjarni
sem þýddi ríf-
lega umfjöllun
í blöðum. Við
búum sem sagt
í augnablikinu
á heitum reit
sem nánast er
í beinni út-
sendingu vikulega og því eins
gott að haga sér á meðan þessi
alda gengur yfir. Allir skandalar
rata nefnilega fljótt í fréltirnar.
Ég er þannig ekki lengur svo
viss um að ég búi á útnára. í
fyrsta lagi er ísland víst á allra
vörum í útlöndum út af Björk,
Bláa lóninu, Blur, Skeiðarár-
hlaupinu og öllu því. í öðru lagi
sé ég út um eldhúsgluggann
flest það sem fréttnæmast þykir
í íslenskum ljölmiðlum um
þessar mundir. Ég sit í miðju
kastljósleiftrinu en veit af fyrri
reynslu hversu hverfult það er.
Það sem er „hot news“ í dag er
úrelt á morgun svo að bráðum
man enginn eftir okkur lengur.
Göngin verða gömul tugga, ál-
verið hluti af landslaginu og
enginn stríðleiki lengux í lofti.
Það er ekki nema eitthvað
spennandi haldi áfram að ger-
ast hér í grenndinni að frægð-
arsólin hafi möguleika á að
tóra. En hvað getur svo sem ný-
stárlegt gerst þegar maður býr
á litlausu skeri á afskekktum
útnára? Svo sem ekkert, og
þó... Akrafjallið gæti jú alltaf
gosið!