Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Síða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Síða 7
Jlagur-mtmtmt Fimmtudagur 3. apríl 1997 -19 MENNiNG OG L.ISTIR í kvöld munu þau Helga Bryndís Magnúsdóttir og Jónas Ingimundar- son leika Qórhent á konsertflygil Akur- eyringa. Leikin verða vinsæl verk eftir Brahms og Dvorák. Tilkoma hins nýja flygils er þegar farin að hafa áhrif á tónlistarlíf á Akureyri og nú gefst enn tækifæri til að heyra nýja hlið á þessum glæsi- lega flygh. Valsar og ungverskir dansar eftir Johannes Brahms og slavneskir dansar eftir Antonin Dvorák eru á meðal vinsælustu verka klassískrar tónlistar og eru mjög þekkt. Fyrir daga upptökutækninn- ar var það algengt að hljóm- veitarverk væru umskrifuð fyrir fjórhentan píanóleik. Á því formi náðu þau eyrum fleiri en eingöngu þeirra sem áttu þess kost að heyra þau á hljómsveit- artónleikum. Ungverskir dans- ar Brahms og slvaneskir dansar Dvoráks eru til í þessum tveim- ur gerðum frá hendi tónskáld- anna sjálfra og savlneskir dans- ar Dvoráks eru reyndar upp- haflega skrifaðir fyrir píanó fjórhent. Valsar Brahms eru einnig til fyrir einn píanóleikara og njóta mikilla vinsælda sem slíkir. ;íj*ísA % w$m ■. il íiífiiís: Mánr- Jónast og Helga munu kynna verkin sem þau flytja en þeim sem kynnst hafa Jónasi Ingi- mundarsyni á tónleikum vita að þar hafa fáir tærnar þar sem hann hefur hælana í að veita hlustendum innsýn í undraheim tónlistarinnar á opinn og skemmtilegan hátt. -mar Nýtíst betur í tónlistarstjórnun Guðmundur Óli Gunnars- son hefur ákveðið að snúa sér alfar- ið að hljóm- sveitarstjórnun og hættir í haust sem skólastjóri Tónlistarskól- ans á Akureyri en þeirri stöðu hefur hann gegnt síðustu fímm árin. Guðmundur Óh ætlar á næstu árum að einbeita sér að starfinu með Sin- fómuhljómsveit Norðurlands auk annarra hljómsveitar- stjórnunarverkefna en hann hefur starfað mikið með Caput hópnum og eins með Sinfómu- hljómsveit íslands. „Ég ákvað að einbeita mér að faginu og er eingöngu að hætta þess vegna. Það er ein- faldlega of mikið til lengri tíma að sinna skólastjórastarfinu og öllu öðru sem ég hef verið að gera. Skólastjórastarfið er nátt- úrulega gríðarlega mikið, þetta er einn af stærstu tónlistarskól- um landsins og með íjölbreytt- ustu starfsemina. Það að sinna svona mörgu hefur bremsað mann af og ég held að þetta sé bara spurningin um hvaða for- gangsröð maður vill hafa á hlutunum." Skólastjórastarfið spennandi Guðmundur hefur síðasta hálfa árið verið á listamannalaunum og í leyfi frá Tónlistarskólanum og haft nóg að gera við hljóm- sveitarstjórnun. „Það sem margir átta sig ekki á er að vinnan fer að sáralitlu leyti fram á æfingum, hún fer öll fram áður en æfingarnar hefj- ast. Hljómsveitarstjórinn verður að vera búinn að læra músíkina og taka listrænar ákvarðanir um flutninginn þegar hann mætir á æfingar. Þetta er mikil vinna og ef maður sinnir þessu auk fullrar vinnu annars staðar gengur smám saman á þann forða sem maður hefur komið sér upp. í hljómsveitarstjórnun þarf maður stöðugt að vera frjór og þess vegna verður að koma í veg fyrir að maður þorni upp.“ Ertu of listrœnn til að stunda pappírsstjórn? „Ég vel tónlistarstjórn sem er nátt- úrulega það sem ég er bú- inn að læra í 10 ár. Það er nauðsynlegt að sinna dag- legum skólarekstri vel og ég held að ég nýtist betur í tónlist- arstjórnuninni en í skrif- stofustarfinu. - En mér hef- ur fundist mjög spenn- andi að sinna skólastjórastarfinu og þó þetta hafi verið strangur og erfiður tími þá hefur hann verið gef- andi. Það eru ótal hlutir að ger- ast sem gaman er að fást við, eins og t.d. í sambandi við breytingarnar á skólakerfinu. Þar eruiri við í rauninni að tala um hvort tónlistarskólarnir í landinu lifi af einsetninguna. Það þarf að ná samvinnu við grunnskólann og foreldra til að koma á breytingum svo að Tón- listarskólinn deyi ekki einfald- Iega.“ Metnaðurinn og krónurnar Ertu ánœgður með starfið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands síðastliðin fimm ár? „Já, ég er það, það hefur haft töluverð áhrif á tónlistarlífið út um landið og ekki bara hérna á Akureyri held- ur breytir þetta aðstæðum hjá t.d. starfandi tónlistarkennur- um víða og gerir það að verkum að þeir fást frek- ar til þess að fara út á land að kenna. Það eru eiginlega þrír hópar sem leika í hljómsveitinni, þ.e. kennarar úti á landi, nemend- ur sem eru komnir langt, og síðan fólk sem er fengið frá Reykjavík sem er þá að mestu fólk sem hefur kennt hér eða lært.“ Kemst sveitin af? „Þetta er náttúrulega rosa- lega þröngur ijárhagsrammi sem hljómsveitin hefur, þessar íjórar og hálf milljón og á næsta ári fimm milljónir. Að flytja flór- ar til fimm efnisskrár fyrir þennan pening býður upp á að starfsemin sé alltaf á eftir sjálfri sér peningalega sem stafar líka af því að menn hafa virkilegan metnað til að gera góða hluti.“ Það þarf að ná samvinnu við grunnskólann og foreldra til að koma á breyt- ingum svo að Tónlistarskól- inn deyi ekki einfaldlega. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.