Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Page 9
ílagur-ÍEfenmn
Fimmtudagur 3. apríl 1997 - 21
FOLK
Pylsudrottning
Djúpavogs
Berglind Heiður Andrésdóttir er
pylsudrottning Djúpavogs.
Hana hitti tíðindamaður Dags-
Tímans í Essó-sjoppunni, sem
stendur skammt frá bryggj-
unni. Ég var að vinna hér í
fyrrasumar og kem síðan hing-
að og vinn þegar ég á frí frá
skólanum. í vetur hef ég verið í
skólanum á Eiðum, en ætli ég
fari ekki í Menntaskólann á Eg-
ilsstöðum næsta vetur. Við er-
um ekki nema fjörutíu nemend-
xu- á Eiðum í vetur og það er
eiginlega of fátt, segir Berglind
Heiður. - Hún segist kunna
býsna vel við að vinna í sjopp-
unni á Djúpavogi. í það minnsta
finnst henni allt vera skárra en
að vera í fyrstihúsinu, en þar
var hún í tvö sumur að plokka
orma úr þorski og annað á
svipuðum nótum.
Texti og myndir:
Sigurður Bogi Sævarsson.
Fjárbændur í Ijarðarbotni
Á bænum Óseyri, í botni Stöðv-
arfjarðar, búa bræðurnir Sig-
urður, Þórir og Jón Bjarnasyn-
ir. Við hittum þá tvo fyrstnefndu
þegar þeir voru að bjástra í
íjárhúsum sínum við að bera
inn hey. Þeir eru með á fóðrum
um 120 fjár, en áður en riða
gerði skráveifu í búskap þeirra
fyrir nokkrum árum voru þeir
með mun stærra ijárbú. Það er
léleg eftirtekja af sauðíjárbú-
skap í dag, en okkar sauðfé
skilar engu að síður mjög góð-
um afurðum. En kjötið má ekki
heldur vera of feitt - þá fer það
í C-flokk, segja þeir bræður.
Þeir viðurkenna fúslega að lífið
sé síðan fleira en saltfiskur og
sauðfé. Ég veit nú ekki hvort ég
á að upplýsa það - jú það er
reyndar allt í lagi - en ég hef
alla tíð haft gaman af steina-
söfnun, segir Sigurður, að-
spurður um áhugamál. Þórir
segist alla tíð hafa verið mikill
áhugamaður um frjálsar íþrótt-
ir, og stundaði þær á sínum
yngri árum. í dag lætur hann
sér að mestu nægja að fylgjast
með þeim í sjónvarpinu og þar
á meðal er Jón Arnar Magnús-
son, frjálsíþróttamaður, í miklu
eftirlæti hjá Þóri.
Gjörvulegur puttalmgur
Það fylgir ferðalögum að taka
upp puttalinga. Fyrst er tékkað
á gjörvuleikanum og keyrt
spottakorn framhjá þeirn. Ef
allt er í þessu fína með putta-
linginn er í góðu lagi að taka þá
uppí, svona rétt til þess að
halda manni selskap með
kjaftagangi hluta leiðar. Það
vantar ekki að Friðgeir Fjalar
Víðisson er málgefinn maður.
Hann hefur búið eystra í tvö ár
við að skapa listaverk úr stein-
um. Steinarnir tala sagði meist-
ari Þórbergur - og ljóst er að
steinar, unnir af Friðgeir Fjal-
ari, segja sitthvað um hagar
hendur hans. Hann hefur
tröllatrú á því að það geti orðið
gildur atvinnuvegur að vinna úr
austfirsku fjallagrjóti, enda seg-
ir hann að það séu gimsteinar
sem glói. Friðgeir Fjalar fer úr
bflnum á Nesjum. Hann ætlar
að húkka sér far áleiðis til
Reykjavíkur en blaðamaður
hyggst hafa viðdvöl um stund á
Höfn. Þar við situr og leiðir
skilja.