Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 11
JUtgxtr-®mmm
|Dagur-®tmtmt
Laugardagur 19. apríl 1997-23
Mér finnst ekkert
leiðinlegt að elda.
Ekki þegar ég veit
hvað ég œtla að
hafa í matinn, hef
nógan tíma og ekk-
ert annað aðkall-
andi sem mig lang-
arfrekar til að
gera. Verst að
þessu er sjaldan
þannig farið. Kvöld-
matnum þarf að
hjarga milli sex og
sjö og á hverjum
degi þarf að finna
svar við sömu
gömlu þreyttu
spurningunni: Hvað
á að vera í matinn?
Auður
Ingólfsdóttir
skrifar
S
g hitti konu um daginn
sem var að barma sér yfir
einmitt þessu. Einn dag-
inn hafði henni, aldrei þessu
vant, dottið eitthvað sniðugt í
hug og þeyttist í búðina eftir
vinnu til að kaupa það sem
hana vantaði. Vandamálið var
að hún gat ómögulega munað
allt sem átti að vera í réttinum
sem hún vildi búa til og því féll
hugmyndin um sjálfa sig.
Konan minntist þess með
miklum söknuði þegar hún
hafði búið í Danmörku fyrir
tuttugu árum. Þá var algengt að
sjá stór spjöld hanga úr lofti
þar sem á voru skrifaðar 2-3
tillögur að kvöldmat og upp-
skriftir fylgdu með. Oft var til-
gangurinn að benda á vörur
sem voru á tilboði sem margir
viðskiptavinir hefðu eflaust
sniðgengið ef ekki hefðu fylgt
tillögur um hvernig hægt væri
að nýta tilboðsvöruna. „Þetta
var alveg tilvalið fyrir svona
rata eins og mig sem geta ekki
munað nema 6-7 hluti í einu,“
sagði konan og vildi endilega
benda íslenskum stórmörkuð-
um á að taka þennan sið upp.
Alltaf það
sama
Jafnvel þó búð-
irnar bregðist
við þarf engu
að síður að
taka ákvörðun
á hverjum degi
um hvað skuli
bera á borð.
Sumir leysa
málin með því
að hafa bara
alltaf það
sama. Eða
a.m.k. alltaf
það sama á
hverjum viku-
degi. Fiskur á
mánudegi, kjöt-
bollur á þriðju-
degi og fram-
vegis. Heldur
verður það þó
leiðigjarnt til
lengdar og
sennilega ekki æskilegt frá nær-
ingarfræðilegu sjónarmiði. Þar
er það víst fjölbreytileikinn sem
gildir.
Ég á engin svör fyrir þá sem
eru orðnir yfir sig leiðir á að
velta fyrir sér hvað eigi að vera
í matinn á hverjum einasta
degi. (Nema auðvitað að lesa
Matargatið reglulega og fá þar
hugmyndir!) En
það er kannski
huggun harmi
gegn að vita að
öll séum við í
sömu súpunni.
Hið daglega
amstur getur
orðið æði erfitt
og þreytandi á
stundum. Ef til
vill er lausnin
að skipta meira
með sér verk-
um? Að láta
ekki sömu verk
falla á sömu
herðar dag eft-
ir dag. Eða þá
að hafa fyrir
reglu að bregða
sér reglulega af
bæ og hvfla sig
á umhverfi
hversdagsins?
Þessu verður
hver að svara fyrir sig enda að-
stæður fólks misjafnar. Ein-
hleypingar líða t.d. sennilega
síður sálarkvalir vegna matar-
mála þar sem þeir þurfa ekki
um aðra en sig að hugsa. Sem
getur auðvitað leitt til allt ann-
arskonar sálarkvala sem koma
mat ekki neitt við.
Hvað sem öllum vangavelt-
um líður stendur eftir spurning-
in um hvað eigi næst að borða.
Þó henni sé svarað einu sinni
þarf nýtt svar næsta dag. Því
rétt eins og blaðamenn þurfa
að fylla síður þurfa mennirnir
að fylla magann.
Eg á engin svör
fyrir þá sem eru
orðnir yfir sig leið-
ir á að velta fyrir
hvað eigi að vera í
matinn á hverjum
einasta degi. En
það er kannski
huggun harmi
gegn að vita að öll
séum við í sömu
súpunni.
aí)
ittei
eimilis-
homið
Súkkulaðibúðingur
150 g súkkulaði
15 g smjör
4 egg
Skraut:
l'/dl þeyttur rjómi
mandarínurif
Súkkulaðið er brætt í þykk-
botna potti við mjög vægan
hita. Smjörið hrært út í og pott-
urinn tekinn af hitanum. Kælt
aðeins áður en eggjarauðunum
er hrært saman við, einni í
senn. Eggjahvíturnar stífþeytt-
ar, ca. 'A af þeim hrært saman
við súkkulaðihræruna, og svo
er hinum hvítunum blandað
varlega saman við, svo loftið
haldist í þeim. Blöndunni deilt
niður í Ijögur dessertglös. Það
má líka setja „moussið" í eina
stóra skál. Látið standa kalt í ca
2 klst. (eða yfir nótt). Skreytt
með þeyttum rjómatopp og ef
vill 2 mandarínubátum.
Sítrónufrómas fyrir 4
4 matarlímsblöð
4 egg
100 g sykurrifið hýði af
1 sítrónu
Safi af 3 sítrónum
l'/ dl þeyttur rjómi
Skraut:
Þeyttur rjómi
Matarlímið lagt í kælt vatn í
5 mín. Eggjarauður og sykur
þeytt vel saman. Sítrónusafan-
um og raspinu blandað út í.
Matarh'mið tekið upp úr vatn-
inu, bræðið það í lítilli skál yfir
vatnsbaði. Látið matarh'mið
kólna, verða ylvolgt, og látið
það út í eggja/sykurhræruna í
mjórri bunu, hrærið í á meðan.
Eggjahvíturnar þeyttar stífar,
rjóminn þeyttur. Eggjahvítunum
blandað saman við eggjahrær-
una og síðast er rjómanum
blandað saman við. Frómasinn
settur í skál, eða 4 minni
ávaxtaskálar. Látið frómasinn
standa á köldum stað, þar til
hann er borinn fram. Skreyttur
með rjómatoppum, röspuðu
súkkulaði eða ávöxtum.
Appelsínukaka
175 g smjör
175gsykur
3 egg
250 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
Rifið hýði af 1 appelsínu
og safi
Glassúr:
Flórsykur, appelsínusafi og
saxað súkkulaði stráð yfir.
Smjör og sykur hrært létt og
ljóst. Eggjunum bætt út í einu
og einu í senn. Hveiti, lyftiduft,
2 msk. appelsínusafi og raspað
hýði utan af 1 appelsínu hrært
út í. Hveiti og lyftidufti blandað
saman og bætt út í og hrært vel
saman. Deigið sett í vel smurt
og raspi stráð form. Bakað neð-
arlega í ofninum við 175°C í ca
1 klst. Kakan látin kólna áður
en hún er smurð með flórsykur-
glassúr, þ.e. flórsykri hrærðum
með appelsínusafa, og söxuðu
súkkulaði stráð yfir.
Marmelaðilengja
með kaffinu
300 g hveiti
75gsykur
3 tsk. lyftiduft
3 tsk. kardimommur
100 g smjör
1 egg
1 dl kaffirjómi
Fylling:
Appelsínumarmelaði,
flórsykurglassúr.
Hveiti, smjör, lyftiduft, kardi-
mommur mulið saman. Egg og
rjómi hrært saman og sett út í,
ef til vill má láta meiri rjóma út
í svo deigið verði mjúkt og gljá-
andi þegar það er hnoðað sam-
an. Flatt út í aflanga lengju sem
sett er á smurða plötu. Á miðja
lengjuna er sett þykkt lag af
appelsínumarmelaði og hlið-
arnar brettar yfir fyllinguna.
Smurt yfir með hrærðu eggi.
Bakað við 225°C í ca 20-25 mín.
Kakan látin kólna áður en flór-
sykurglassúr er settur yfir:
Flórsykur hrærður með appels-
ínusafa, hafður eins og þykkur
rjómi. Best er kakan nýbökuð.
Gulrótarbollur
(10-12 stykki)
25 g ger
2'/ dl mjólk
1 msk. sykur
1 tsk. salt
Rifið hýði af'/ sítrónu
1 dl. fint rifnar gulrœtur
150 g hveiti
100 g heilhveiti
Mjólk til að pensla með og
sesamfrœi stráð yfir
Hellið vel volgri mjólkinni yf-
ir gerið. Bætið sykri, salti,
sítrónuraspi og rifnum gulrót-
unum út í, síðast blöndum við
hveitinu og heilhveitinu smátt
og smátt út í. Deigið er hnoðað,
með meira hveiti ef þarf, og
smávegis volgu vatni. Jafnt og
gljáandi á það að vera. Hnoðið
10-12 bollur, settar á plötu og
látnar hefast í 30-40 mín. með
stykki yfir. Bollurnar smurðar
með mjólk og sesamfræi stráð
yfir. Bakaðar í miðjum ofninum
við 225°C í 10 mín. Það má
frysta bollurnar ef þær borðast
ekki strax.
1. Sjóðið alltaf gulræt-
urnar óskrældar, skræl-
ið þær bara eins og
kartöflur, og þær bragð-
ast miklu betur.
2. Þegar við bræðum
súkkulaði er ágætt að
láta örlitla matarolíu
saman við.
3. Til að skola sáran
háls: 1 tsk. salt út í 1
glas af volgu vatni.