Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 2
14 - Laugardagur 19. apríl 1997 ^Dítgur-'QIítttmn Bamahom Sumardagurinn fyrsti framundan og tími útileikjanna að renna upp. Not- um hugmyndaflugið og gerum eitt- hvað skemmtilegt. Vorleikir Þegar snjóa leysir fer litla fætur að langa að hlaupa. Aldrei er eins gaman í teygjutvist, snú snú og sippuleikjum en einmitt á þessum árstíma. Foreldrar, nú er tækifærið að kenna prinsessunum ykkar og prinsunum gömlu útileikina ykkar. Dansinn dunar í íþróttahúsinu Seltjarnarnesi mun dansinn duna í dag en þar fer fram ár- leg innanskólakeppni Danssmiðju Her- manns Ragnar. Keppt verður í barna- og samkvæmisdönsum og er margt vitlaus- ara en að bregða sér með börnin og horfa á. Keppnin hefst klukkan 16. Að- gangseyrir er 400 krónur en frítt fyrir yngri en Qögurra ára. Dans á sífellt meiri vinsældum að fagna hjá ungu kynslóðinni. Bróðir minn Ljónshjarta í norræna húsinu á sunnudaginn verður að þessu sinni sænsk kvikmynd, Bróðir minn Ljónshjarta, um bræðurna Karl og Jóhann. Eftir stutta lífdaga í jarðlíflnu lenda þeir Karl og Jóhann í ævintýra- landinu Nangijala. Líflð í Kirsuberja- dalnum er þó enginn dans á rósum því hinn grimmi riddari Þengill í Þyrnirósa- dal ógnar tilveru Kirsuberjadælinga. Myndin hefst kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Ævintýra-Kringlan fær Tönju í heimsókn í dag kl. 14.30 kemur Tanja tatarastelpa í heimsókn í Ævintýra-Kringluna (á 3. hæð Kringlunnar). Tanja er leikþáttur saminn af Ólöfu Sverrisdóttur leikkonu og eru víst að verða síðustu forvöð að sjá leikritið því hún ku vera að leggjast í ferðalög. Tanja segir krökkunum frá ýmsu sem flökku-tatari verður vitni að á ferðalögum sínum. Aðgangseyrir er 300 kr. og er barnagæsla innifalin. Kardimommubærinn á Húsavík Þeir Húsvíkingar sem hafa ekki þegar tekið börnin með á Kardimommubæinn geta bætt úr því um helgina. Ein sýning í dag klukkan 17 og á morgun verða tvær sýningar, önnur klukkan 15 og hin klukkan 18. Allir í leikhúsið! Ath! Barnahornið þiggur með þökkum ábendingar frá öllum þeim sem eru að skipuleggja eitthvað sniðugt og skemmtilegt fyrir litla fólkið. Endilega sendið okkur fax og látið vita (númer: 460 6171) Þuríður er orðin þula Þuríður Sigurðardóttir, nýjasta þulan hjá Sjónvarpinu. Mynd- sg Þuríður Sigurðardóttir söngkonafékk boð um að verða þula í Sjónvarpinu og tók því. Hún birtist í fyrsta skipti á skjánum á fimmtudagskvöldið. etta er ákveðin lífsreynsla og kom mjög snöggt til. Það var hringt í mig og ég var spurð hvort ég hefði áhuga á að prófa þetta. Ég er gjörn á að prófa eitthvað nýtt og lít á það sem góða reynslu í bankann. Það var hringt í mig á miðvikudegi, sagt að prufan hefði gengið vel og hvort ég væri til í að fara í útsendingu. Þetta var mjög snöggt," seg- ir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og starfsmaður Útvarps Umferðarráðs. Aðdragandinn var skammur Þuríður fylgdist með Ragnheiði Clausen að þulustörfum í Sjónvarpinu á miðviku- dagskvöldið og hoppaði svo inn í starfið á fimmtudagskvöldinu. Aðdragandinn var því mjög skammur. En hvernig skyldi þessari landsfrægu söngkonu hafa fundist þetta fyrsta kvöld fyrir framan myndavélina. Var það erfitt - skemmti- legt eða kannski truflandi? „Ég hef náttúrulega staðið fyrir fram- an sjónvarpsmyndavél áður svoleiðis að reynsla mín sem söngkona hefur komið sér vel. Ég hef unnið við útvarp þannig að það hjálpaði mér að takast á við augnablikið. Mér leið ekkert illa fyrir framan vélina enda var viðmót allra hlýtt og fólk sem hringdi var notalegt. Ég reyndi bara að tala til fólksins eins og ég geri þegar ég tala í útvarp," segir hún. Er í námi og syngur Þuríður er mjög önnum kafui kona. Hún er að láta gamlan draum rætast og stundar nám á listabraut í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. Hún syngur einnig með tríóinu Vanir menn, fyrst og fremst á árshátíðum, þorrablótum og þess hátt- ar og vinnur svo hjá Umferðarráði þann- ig að hún býst ekki við að koma mikið fram sem þula í Sjónvarpinu - en þó eitt- hvað. Sérstaklega ef fólk er ánægt með hana og vel gengur. -GHS ✓ tökin milli frændþjóðanna Islend- inga og Norðmanna út af Smugu- deilunni hafa birst í ýmissi mynd og nú hafa Norðmenn farið inn á nýjar brautir í áróðursstríðinu. Þeir hafa framleitt stuttermaboli með áletruninni „íslenskir sjómenn leita að Smugunni". Þegar myndin er skoðuð er ekki víst íslenskur ferðamaður rakst inn á Norske Baren á Kanaríeyjum fyrir stuttu. Þar voru stuttermabolir hangandi uppi á vegg, þar á meðal einn af „íslendingi" að leita að Smug- unni. Ekki er víst að allir verði jafn hrifnir af þess- um bol enda Norsararnir sjálfsagt bara að stríða. íslendingar láta sér þetta í léttu rúmi liggja enda Smuguna crugglega ekki að finna á Kanaríeyjum. að allir íslendingar verði jafn hrifnir, að minnsta kosti var íslendingurinn sem kom myndinni á framfæri við Dag-Tím- ann lítt hrifinn, en íslendingar láta sér þetta í léttu rúmi liggja. Smuguna er ör- ugglega ekki að finna á Kanarí. Svo mik- ið er víst. Það var íslenskur ferðamaður, sem var á sólarströnd á Kanaríeyjum um mánaðamótin mars-apríl, sem rakst inn á norsku krána Norske Baren, sá bolinn hangandi þar uppi á vegg - og fannst slegið undir beltisstað. Hann fór aftur inn á krána daginn eftir og tók mynd af veggnum og bolnum. Eins og sjá má er bolurinn greinilega til sölu á kránni en ekki fer neinum sögum af verðinu. -GHS Leiðrétting Iblaðinu í gær var ranglega greint frá tveimur Shi Tzu hundum sem voru á ræktunarsýningu Hundaræktarfélags ís- lands um síðustu helgi. Á myndinni eru besti hvolpur sýningarinnar, Kristals- Yasmín, sem er í eigu Hafdísar Sigurðar- dóttur. Einnig er þarna Tangsa-Loweesa, sem er í eigu Jóhanns og Soffíu sem ræktuðu hvolpinn.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.