Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 19. apríl 1997 (®agurJ3Ifottrat SKOLALIFIÐ I LANDINU / dag fagnar Fram- haldsskólinn á Húsavík 10 ára af- mœli sínu, en skól- inn var formlega stofnaður 1. apríl 1987. Fyrsti skóla- meistari var Jón Hannesson sem gegndi stöðunni í 1 ár en s.l. 9 ár hefur Guðmundur Birkir Þorkelsson stýrt skólanum. Dagur- Tíminnn hitti Guð- mund að máli í vik- unni og rœddi við hann um Fram- haldsskólann og áhrif hans á samfé- lag og bœjarbrag á Húsavík. að má segja að skólinn hafi nú slitið barnsskón- um, orðinn 10 ára og starfsemin í nokkuð föstu formi. Auðvitað eru þó alltaf breyting- ar í gangi, við höfum verið dug- leg við að reyna ýmsar nýjung- ar í starfinu, sumar hafa fest sig í sessi, aðrar ekki eins og gengur. Húsvískir nemendur hafa frá upphafi nýtt sér skólann vel. Það hefur hinsvegar gengið hægara að laða nemendur úr nærsveitum og Norðursýslunni til skólans, en þó er ákveðin þróun í þá átt. Skortur á full- nægjandi heimavistaraðstöðu hefur þar ugglaust áhrif, en við getum aðeins boðið 12 manns upp á búsetu í Túni, gamla sýslumannshúsinu. Frá upphafi hafa eldri nem- endur sett ánægjulegan svip á skólastarfið. Hér var fyrir ófull- nægð þörf fullorðins fólks til framhaldsnáms, en þetta fólk átti ekki hægt um vik að taka sig upp með Qölskyldu og flytja burt til náms. Og þetta fólk, t.d. hópur sjúkraliða, hefði því alls ekki hafið nám á ný ef skólans hefði ekki notið við. En við getum bætt við okkur nemendum, 50-100 manns með góðu móti, og ætlum okkur stærri hlut af nemendafjölda í héraðinu.“ Einu sinni málað á 30 árum Aðspurður segir Birkir að sam- skipti skóla og samfélags séu mjög jákvæð. Foreldrar hafi reyndar ekki mikil bein afskipti af skólastarfinu og mjög lítið sé um kvartanir. Það túlki stjórn- endur skólans á þann veg að foreldrar treysti þeim vel fyrir velferð barnanna og að börnin beri skólanum svona heldur vel söguna heimafyrir, og því sjái foreldrar ekki ástæðu til mikilla afskipta. Framhaldsskólinn á Húsavík hefur löngum vakið athygli fyrir góða umgengni og raunar hefur svo verið á öllum skólastigum um áratugaskeið í bænum. Er umgengnin ennþá jafn góð og hvað skýrir þetta? „Skýringin er e.t.v. sú að við erum alltaf með sama húsvörð- inn í þessu húsi, Halldór Bjarnason, og hann á stóran þátt í þessu, en hefðin fyrir góðri umgengin er mikil og sterk. Þegar ég kom hingað fyrst trúði ég því ekki að búið væri að vinna í þessu húsi í tæp 20 ár og ekkert verið málað frá því starfsemi hófst. Síðan höf- um við reyndar afrekað það að mála einu sinni inni og úti og það hlýtur að teljast vel sloppið á 30 árum. Við reynum að halda hefðinni við og ég finn glögglega þegar gestir koma að þeir taka vel eftir umgengninni um skólann." Áður var eyða í mannlífinu - Hvaða áhrif hefur skólinn haft á samfélagið? „Ég hef heyrt það á Húsvík- ingum að bæjarbragurinn hafi breyst ákaflega mikið. Áður fyrr hvarf stór hópur ung- menna úr bænum á hverjum vetri og það skapaðist ákveðin eyða í mannlífið. Það er öruggt að tilvist Framhaldsskólans hef- ur jákvæð áhrif á mannlíf og menningu á Húsavík. Nemend- ur skólans eru áberandi í leik- listar- og tónlistarlífi í bænum, þeir fá tækifæri til að koma fram í tengslum við Tónlistar- skólann og leikfélögin og hér eru að vaxa úr grasi lista- menn sem hafa mörgu að miðla til sam- borgaranna og hafa gert það svo eftir hefur verið tekið." Ilvað um pólitíska umræðu í skólanum og framhaldsskólum yfirleitt? Er pólitískur áhugi í algjöru lágmarki, eins og marg- ir vilja halda fram? „Það hefur orðið mikil breyt- ing frá því fyrir 20-30 árum þegar allt logaði í pólitískum áhuga og deilum í framhalds- skólunum. Það er hinsvegar langt í frá að nemendur hafi enga pólitíska vitund, þó flokks- pólitíkin virðist að mestu liðin undir lok í skólunum. Nemend- ur horfa á hlutina frá öðrum og víðari sjónarhóli en áður, þeir ræða hugtök eins og réttlæti og ranglæti en ekki út frá þröng- um flokkspólitískum sjónarmið- um. Og það er liðin tíð að ungir framsóknarmenn og ungir alla- ballar eyði öllum frímínútum í rifrildi. Krakkarnir „trúlofast" ekki flokkunum eins og tíðkað- ist hér áður.“ Héraðshollur skóli - Hvað um ímynd skólans, hlut- verk hans og framtíðarhorfur? „Við teljum okkur hafa ákveðnu hlutverki að gegna í þessu samfélagi og héraðinu öllu og viljum vera „héraðsholl- ur skóli“. Við leggjum mikið upp úr því að vera með ijöl- breyttan skóla þó hann sé ekki stór. Fjölbreytnin þarf að vera eins mikil og unnt er svo skól- inn geti uppfyllt sem flestar þarfir samfélagsins, þó auðvit- að höfum við ekki burði til að sinna þeim öllum. Það myndi draga verulega tennurnar úr starfseminni ef skólinn yrði með mjög einhæft námsfram- boð og það myndi þrýsta nem- endum burtu til náms. Og það verður að vera skilningur á því að minni skólar þurfa heldur lleiri krónur á hvern nemanda en þeir stærri, eins og raunar er viðurkennt í verki í grunnskólanum. Við höfum verið vakandi fyrir ýms- um nýj- ungum í skóla- starfinu. T.d. með stofnum verk- nokkr- um ár- um sem reyndist verulega gagnleg ákveðnum hópi nem- enda. í ár fórum við af stað með náms- grein sem snýst um að nemend- ur stofna og reka fyrirtæki frá a til ö og miðar af því að efla frumkvæði þeirra og styrkja frumkvöðla í atvinnulífinu. Þetta nám á framtíð fyrir sér og nemendur t.d. starfræktu nokk- uð öflugt þjónustufyrirtæki í vetur og tóku að sér snjómokst- ur, hreingerningar og íleira fyr- ir bæjarbúa með góðum ár- angri. Þá má ekki gleyma Farskóla Þingeyinga, sem er samstarfs- verkefni framhaldskólanna á Laugum og Húsavík. Þarna er- um við að svara kröfum um sí- menntun og höfum verið með mjög fjölbreytt námskeið á mörgum stöðum í báðum sýsl- um og þetta hafa margir full- orðnir Þingeyingar notfært sér. Áherslan í skólastarfinu á allra næstu árum verður örugg- lega í margmiðlun og kennslu- tækni í tengslum við tölvur. Tölvutæknin verður nýtt mun meira í kennslu, t.d. með fjar- námi, en ég held nú að hún komi aldrei í staðinn fyrir okk- ar gömlu og hefðbundnu skóla. Framtíðin veltur auðvitað á samstarfi skólans, sveitarfélaga og ríkisvaldsins. Það þarf að nást samstaða um það að skól- inn sé rekinn af myndarskap og hlýtur að vera verðugt mark- mið. Og það eru jákvæðar vís- bendingar um að svo verði, t.d. er talað um það í nýjum lögum að það sé hlutverk mennta- málaráðherra að sjá til þess að skólarnir hafi alla þá aðstöðu sem þeir þurfa. Og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það gangi eftir.“ js

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.