Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 13

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 13
^Dagur-'ffimTÍrat JDagur-®ímtmx Laugardagur 19. apríl 1997 - 25 Hjónin Sigrún Jensdóttir og Torfi Geir Torfason á Ak- ureyri leggja til uppskrift- ir að þessu sinni. Torfi á heiður- inn af svínalundunum en hann er að sögn Sigrúnar mjög hð- tækur í eldhúsinu. „Algjör lista- kokkur,“ segir hún. Sem kemur sér vel þar sem Sigrún vinnur á kvöldin við skúringar og því kemur það oft í hlut Torfa að undirbúa kvöldmatinn. Auk skúringa vinnur Sigrún einnig í barnafataverslun en Torfi er lagerstjóri hjá Nóa-Síríus. Mágkona Torfa, Dagný Sif Einarsdóttir, hefur samþykkt að taka við af þeim Sigrúnu og Torfa og mun hún mæta í Mat- arkrók að viku liðinni. Camenbertfylltar svínalundir fyrir íjóra 800 g svínalundir V/stk. Camenbertostur 'A l rjómi 1 stk. rauð paprika 1 stk. grœn paprika 200 g sveppir salt pipar paprikukrydd olífuolía (til steikingar) Hreinsið svínalundirnar, skerið vasa í þær og fyllið með Camenbertosti. Lokið vel með grillpinnum eða tannstönglum. Kryddið. Steikið lundirnar vel uppúr olíunni eða þar til ostur- inn er orðinn bráðinn. Takið lundirnar af pönnuni, bætið olíu á pönnuna og steikið saxað grænmetið. Hellið rjómanum yf- ir og sjóðið niður þar til sósan þykknar. Berið fram með soðnu blóm- káli, spergilkáh og gratineruð- um kartöflum. Gratineraðar kartöflur Kartöflur ólífuolía Z l rjómi Garlic & Parsley salt rifinn ostur Smyrjið eldfast fat með ólífu- oh'u. Setjið hráar, flysjaðar og sneiddar kartöflur í fatið. Kryddið vel með GarUc og Parsl- ey salti. HeUið rjóma yfir. Bakið í ofni við 200°C í ca. 30 mínútur. Stráði rifnum osti yfir og bakið áfram í ca. 15 mínútur eða þangað til osturinn er bráðnað- ur. Heitur réttur Soðið spergilkál (broccoli) 1 dós sveppasúpa (Campell’s) 1 bolli mozzarellaostur 2 msk. fínt saxaður laukur 2 stk. harðsoðin egg (skorin í bita) '/ bolli majones 1 l rjómi ritzkex 5 sneiðar skinka (söxuð) Spergilkál sett í eldfast mót. Öllu öðru blandað saman og því hellt yfir spergilkálið. Brjótið ritzkex gróft og dreifið yfir rétt- inn. Hitið við 200°C í ca. 20-30 mínútur. Kaldur réttur Rifið brauð 2 msk. majones 1 dós sýrður rjómi ’/dós ananas / dós agúrka 2 tsk. tómatar 1 stk. rautt epli 1 stk. rauð paprika 200 g rœkjur blaðlaukur Rífið brauðið og setjð í botn- inn. Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma. Brytjið ananas, agúrku, tómata, epli og papriku og setjið út í majonesblönduna ásamt rækjunum. HelUð yfir brauðið. Skerið blaðlauk smátt og stráið yfir. Best er að bera réttinn fram ískaldan. Má gera daginn áður. ri" H—BMBMKg—■BBM Laukrúllur Prófaðu laukrúllur í staðinn fyrir grænmetisrúUm- 2-3 stórir laukar 2 dl soð 2-3 msk smjör eða smjörlíki Fars: 300 g kjötdeig 2-3 msk smjör eða smjörlíki V/ msk hveiti i egg 2 dl mjólk salt pipar Skrælið laukinn og leggið hann í léttsaltað sjóðandi vatn. Látið hann sjóða undir loki í 7-8 mfn. Takið laukinn uppúr og látið renna kalt vatn á af og til. Losið svo blöðinn varlega af. Rúllið kjötdeiginu með smjöri og hveiti þar til það er orðið mjúkt. Þeytið saman eggi, kryddi og mjólk og blandið varlega við kjötið. Restin af lauknum er fín- hakkað og rúUað inn í deigið. Leggið eina til tvær te- skeiðar á hvert laukblað og rúUið blaðinu svo saman í b't- inn pakka. Smyrjið eldfast form og raðið pökkunum í formið. (Gott er að setja tann- stöngla í pakkana). Steikið laukinn við 200°C í 30 mín. Berið þetta fram með tómötum. LYFTARAR EHF. Vatnagörðum 16. S: 581 2655 Irisman diesel og gaslyftarar Lyftigeta 1.5-4 tonn. Verð frá 1,805.000 kr. m/vsk Noveltek rafmagnslyftarar, staflarar og handtjakkar frá 500 kg. Verð frá 30,000 kr. m/vsk. Besta verðið í bænum. Aðalfundur Jökuls hf. Aðalfundur Jökuls hf. verður haldinn þriðju- daginn 29. apríl 1997 á Hótel Norðurljósi Raufarhöfn og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10 grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félags- ins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hlut- höfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnar viku fyrir aðal- fund. Að loknum aðalfundarstörfum verða bornar fram léttar veitingar. KRAJFTUR ehff. VAGNHÖFDA 1 • 112 REYKJAVÍK SÍMI 567 7100 • FAX 567 7106 m m mm a Islancfli Höfum alltaf til afgreiðslu með skömmum fyrirvara ýmsar stærðir og útfærslur af MAIM- vörubílum. Höfum einnig til afgreiðslu strax ýmsar stærðir af PESCI bílkrönum. Mes tincfl eelcfli vörubíll r pöi

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.