Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 16
28~- LMítj'aMagut 19. apríl 1997 ílagur-'Ktmtmí77 LIF OG LAND p " Gunnar Sverrisson JOHANNESARSPJALL Sigum Megasi á tískukóngana Jóhannes Sigurjónsson skrifar Sem ég sat á dögunum ann- ars hugar og illa klipptur við útvarpið, þá nam ég allt í einu rödd þaðan sem sagði eitthvað á þessa leið: „Hártísk- an í sumar einkennist af notkun á gerfihári. Menn fá sér gerfi- lokka í öllum regnbogans litum og líma á hausinn á sér innan um þá lokka sem fyrir eru og þetta getur orðið alveg voðalega smart.“ Parna var greinilega á ferð- inni einhver hugmyndafræðing- ur úr hárgreiðslubransanum að gefa út tilskipun um hvernig við óupplýstir islendingar eigum að líta út til höfuðsins í sumar. Hártískan sem sagt. Og maður sá fyrir sér sköllótta kalla á elli- heimilum með gylltan hárhala lafandi fram á ennið, feita menn um fertugt með græna lokka innan um gránandi, horaðar unglingspíur með bleikt á bak við eyrun. Og allt vegna þess að einhverjir fabríkantar úti í heimi, sem þurfa að selja um- frambirgðir af gerfihári, skipa hártískukóngum að boða fagn- aðarerindið um allan heim, svo koma megi gerfihárbirgðunum í verð. Haughúsagrænn er tískuliturinn í ár Því þannig er tískan auðvitað. Hún hefur lítið sem ekkert með smekk, fegurð og list að gera, heldur er fyrst og fremst bis- ness, einhverjir þurfa að selja eitthvað og það er gert undir merkjum tískunnar. Einhverjir lúðulakar við Miðjarðarhafið sem hafa verið dubbaðir upp í nýju tískufötin keisarans og út- nefndir tískukóngar, senda frá sér yfirlýsingar um að haug- húsagrænn sé vor- eða haustlit- urinn í ár, og hálfvitar um heim allan keppast umsvifalaust við að klæða sig í haughúsagrænt. Og pilsasíddin á kannski að vera þetta 30 sentimetra frá jafnsléttu samkvæmt tilskipun- um tískukónganna, sem skeyta því auðvitað engu að konur um heim allan eru misháar til hnés- ins og margvíslegum kálfum gæddar. Samanber vísuorð Egils Jónassonar sem horfði á eftir pilsklæddri konu á götu og kvað: „Hvernig skyldi kýrin vera, fyrst kálfarnir eru svona?“ Horfellir er toppurinn í dag Og síðan kóróna tískukóngarnir sfnar forheimskandi fyrirskip- anir með því að láta stúlkur með greinileg anorexfu-ein- kenni sýna sínar forljótu flíkur, og lauma um leið þeirri hug- mynd inn hjá ungpíum heimsins að anorexía og horfellir sé topp- urinn í dag. Tískan er sem sé tilbúningur, uppspuni manna sem þurfa að selja vöru. Og flest kokgleypum við meira og minna alla vitleys- una. Eina fólkið sem virðist ónæmt fyrir áróðrinum eru sér- lundaðir sértrúarmenn á borð við Mennoníta og Amish-fólkið, sem klæðir sig alltaf eins og er raunar miklu smekklegra til fara en þeir sem elta tískuna í hvívetna. Og svo er sjálfsagt að taka ofan fyrir Björku sem klæðist aðeins því sem hún fílar best sjálf, og skiptir engu hvort um er að ræða samtíning úr klæðaskáp ömmu hennar, eða fokdýra hönnum Fransósans Jóns Páls Geltara. Andlegir útlitsgallar Ég verð reyndar að viðurkenna að ég sjálfur, fyrir svona 25 ár- um, fékk þá flugu í höfuðið að ég væri einkum og kannski eingöngu, kynþokkafullur í lambadrullugulu. Og í 2 ár gekk ég í lambadrullugulum jakkaföt- um, skyrtu, skóm og jafnvel brók. Og hef þá afsökun eina að þetta var einungis mín persónu- lega bábilja en ekki tilskipum frá Armani eða Karli Lagerfeld. Nei, eins og ég hef allltaf sagt, það á að siga Megasi á alla þessa tískufeikara við Miðjarð- arhafið sem svo voðalega hafa fordjarfað smekk og fegurðar- skyn fólks, einkum kvenna, um heim allan. Megas á að hóta því að rassskella þessa menn ef þeir lofa ekki að hætta að spreða sínum andlegu útlitsgöll- um yfir viðkvæmar og áhrifa- gjarnar kvensálir Vesturlanda.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.