Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 17
!Hagur-'®ímtmx
Láugárdagur,'19. apríl 1997 -29
LIF OG LAND
Land og þjóð
Hvert er annað nafn Borgarfjarðar eystri. Þessi mynd
tilheyrir spurningu nr. 11.
anna sem hann hannaði. Hvað er átt
við?
Sigurður
Bogi
Sævarsson
skrifar
1. Spurt er um konur tvær, bú-
settar í Mosfellsdal. Önnur þeirra
var alþingismaður til skamms
tíma og í forystustörfum á þingi.
Hin konan, tengdadóttir þing-
konunnar fyrrverandi, er vel
þekkt söngkona. Um hvaða kon-
ur er spurt?
2. Fjallið Vífllsfell, ofan við Sand-
skeið og Vífilsstaðaspítali draga nafn
sitt af sama manninum. Hver var hann?
3. Spurt er um þekkta hljómsveit frá
Akranesi, sem var uppá sitt besta fyrir
um tuttugu árum þegar hún söng um
Angelíu og Glaumbæ. Hvað hét hljóm-
sveitin?
4. Hvar í Vesturlandskjördæmi eru eftir-
taldir bæir; Skálpastaðir, Arnþórsholt,
Lundur, Oddsstaðir, Skarð, Kistufell og
Kross?
5. Rauðisandur er lítil og afskekkt sveit
á Barðaströnd. Upp að brekkurótum
bæjanna í sveitinni gengur gríðarstórt
sjávarlón og frá því margra km langur
áll. Hvað heitir þetta lón?
6. Spurt er um flugslys sem varð í Jök-
ulfjörðum í nóvember 1983 þegar fjórir
menn fórust. Hvað er hér átt við?
7. Spurt er um dal í Austur-Húnavatns-
sýslu. Þar voru áður minnst tuttugu bæ-
ir í byggð, en nú aðeins tveir, Balaskarð
og Gautsdalur. Hver er dalurinn?
8. Einn mesti stjórnmálaskörungur ald-
arinn var fæddur á öðrum degi jóla á
Syðri-Brekkum í Út-Blönduhlíð í Skaga-
firði. Hver var hann?
9. Spurt er um þekktan mann frá
Möðruvöllum í Hörgárdal, fæddan 1894.
Hann var einn af helstu braðryðjendum
blaðamennsku á íslandi, en ekki síður í
skógræktarmálum. Um hvern er spurt?
10. Bæirnir Þverá og Auðnir í Laxárdal
eru þekktir úr samvinnusögu landsins.
Á Þverá gerðist stefnumarkandi atburð-
ur í þeirri sögu 1881 og forvígismaður í
samvinumálum bjó á næsta bæ, Auðn-
um. Ilver er atburðurinn og maðurinn?
11. Spurt er um íjögur kauptún á Aust-
urlandi, sem öll hafa til að bera önnur
nöfn sem þau báru gjarnan forðum.
Spurt er hvert sé annað nafn Borgar-
fjarðar eystri, Reyðaríjarðar, Fáskrúðs-
fjarðar og Stöðvarfjarðar.
12. Á Egilsstöðum búa tveir menn sem
telja má til fremstu frjálsíþróttamanna
íslandssögunnar. Annar þeirra vann til
silfurverðlauna í tugþraut á Olympíu-
leikunum í Melborne í Ástralíu árið
1965, en hinn var fyrir um tuttugu ár-
um einn fremsti kúluvarpari í Evrópu.
Hverjir eru mennirnir.
13. Stuðlabergsmyndanir við Svartafoss
í Skaftfelli eru taldar fyrirmynd Guðjóns
Samúlssonar, arkitekts, í eina bygging-
14. Hvar var það sem hin rámu regin-
djúp „ræsktu sig fram“ að því er segir í
Áföngum Jóns Helgasonar?
15. Inni á Sprengisandi, í námunda við
Tungnafellsjökul, er landsvæði nokkurt
sem ber sama nafn og gata í vesturbæ
Reykjavíkur. Hvert er örnefni þetta?
16. Myndin hér að neðan er tekin í
Surtseyjargosinu fræga. Spurt er á
hvaða árabili það hafi staðið og hverjir
voru það sem fyrstir stigu á landi í
eynni?
17. Hvar í Rangárvallasýslu eru eftir-
taldr bæir; Árnagerði, Tunga, Teigur,
Valstýta, Deild, Háimúli, Árkvörn og
Bakastaðir?
18. Spurt er um jörð í Árnessýslu sem
er þekkt fyrir að þar var reistur heilag-
ur kross í kaþólskum sið, á síðari hluta
18. aldar var þar holdsveikraspítali, á
stríðsárunum var þar herflugvöllur og
þarna býr í dag Gaukur Jörundsson,
umboðsmaður Alþingis. Hver er staður-
inn
SaxUBQBpiBX ’8I
C;]i|sxpr[j ; jissac] jiíEq nja Jipv Zl
muita j pmq i; n8i;s mas njsjiíj Jiac) njoA
uuami!QB[q ji>[subjj Z961 |!J £961 y '91
[SBqjBSBmoj ' p [
■mnSiSBjjBj j [■ |
'Q!snq>|!0|ppr<j i jB8u!j/aj5)s
-jjo| iQBUUBq uuuq jugac] issojbjjbas qb j[puÁui
-jijáj jjos ijnq uossa[niuBS upfQiU) qb jíi Q[[BX '£l
[jBcfjBAn[n)[ lujjauj uu[q
jba uossjop||BH uui,)j|| go aujoq|0]A[ i buiib|QJOA
|[j uuba mas uossjuuig .inui[Bfq|!\ jba qb<[ z\
[pqnr>(J!>| jujau
uinjajqnpuB] mii]mpg B ja jnQjojjjBAQOJS go JiQng
nmujuu jipun joqe qqaS jnQjpfjsQiuqsBj ‘uiía
-jBQng jnpujau jnQB jba JiiQjpljBQÁay 'iQjagBqqBg
jnpujau mnpunjs ja tJjsÁa jnQjpjjjngjog [[
'B|BmnuuiAuiBS
Bjqsuaisi jnQBmsigjAJOj ijsjaq uuia ‘uossupf jqq)
-auag ofq mnuQny n 8o - qbujojs ‘BguiÁaguiq 8e[
-ajdnn>[ ‘jpuB[sj B gB[ajdni;>[ bjsjáj jba bjoacJ y oi
•smsQBiqungjoj^
Bjofjsjjj ‘uossuBjajs ÁJ[BA mn jjnds .io jojj (,
BjjaqQBjsjjæsjoj ‘uossnupp uunmjajj 'g
jn[npjBxu'| ■ i
•jsjoj Nya-dJ. JBuun[sæg
-sjgiaqpuBq iqjÁcj jngacj QisÁisSny q|a jjb jo jajj 9
'[[BQBAJBfæg 'S
[BpBfqÁajBpun'j 1 nja jiæq Jissacj jqjv 'f
imajs go pqmna •£
qiABfqÁay 1 puB[ B jbujjoj jBujninssigsApuo uubj
uias ns ‘jbuosjbujv sjipguj [gu!SÁa[ jba [[JJJA
nppici ‘jqjppsÁj
-m[Bfij unjgjs go J[ljpps|a>[jo<| amo[BS nja Bjjaq j
:JQAS
Séð til Surtseyjar. Hvernær gaus hún og hverjir stigu þar fyrstir á land. Spurning nr. 16.
Fluguveiðar að vetri (15)
Sá stóri
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Sá stóri er lífseigur í bókmenntum og
munnmælum veiðimanna. Furðu
lífseigur. Því ef grannt er rýnt í frá-
sögur þar sem menn koma saman á síð-
kvöldum, eða gluggað í bækur þeirra
sem skrá, virðist einatt koma í ljós að
það er ekki sá stóri - og þá á ég við þann
stærsta - sem veitir mestu gleðina, held-
ur einhver annar.
Hér er komið enn einu sinni að þeim
gömlu sannindum fluguveiðinnar að
ekki þurfa að fara saman magn í veiði
og gæði. Gæðin eru fólgin í ánægju sem
er margslungin. Jafnvel fiskur sem
hvorki sést né tekur getur veitt mestu
gleðina; fiskur sem mann grunar dag-
langt að elti fluguna og straumgáran
sem rís frá honum úr djúpinu er eini
vitnisburðurinn. Þá er hver taug þanin.
Þetta vita margir fluguveiðimenn.
Hvorki Qöldi fiska né stærð gerir útslag-
vel niður af hraunhrygg í ánni, ánægður
með hiut minn og syngjandi sæll í sól og
hita. Stóri fiskurinn á bakkanum veitti
nægju og hugurinn afslappaður, löng
lína úti og flugan á hægu reki. En hvílíkt
högg! Stöngin lamdist flöt í greip mér.
Hjólið söng þegar línan þeyttist út, en að
því hugði ég lítt því nú reis úr straumn-
um þessi feikna fiskur, alliu' upp úr,
metra í lausu lofti. Þar stoppaði hann.
Svo horfði ég agndofa á skepnuna lenda
kyfliflata með firna skvampi. Systir mín
stóð 100 metrum neðar og ieit upp. Svo
rauk hann út. Stöðvaði. Fann hvernig
stöngin togaði. Þá byrjaði ballið. Fiskur-
inn kom brunandi til lands. Ekki var
nokkur leið að vinna upp slakann sem
kom á línuna. Þarna hamaðist ég með
reista stöng og reyndi að ná inn línunni.
Þá kom það. Urriðinn skaut sér undir
bakka 20 metrum neðan við mig. Þetta
liorfði illa. Gengi ég niður meðfram há-
um bakkanum gæti ég flækt í hvönn.
Eða línan lent á steinum. Ég náði inn
slakanum á hjólið, hugsaði ráð mitt,
renndi mér á rassinum niður bakkann
og kom standandi í strauminn. Svo þok-
aði ég mér niður til móts við fiskinn sem
lá kyrr. Undir bakkanum. Þetta var
bölvað.
ið. Þótt þessir pistlar hafi oft tekið á sig
blæ sagnameistara Munchausens bar-
óns ætía ég ekki að ljúga upp á mig stór-
um fiskum né mörgum. Ég hef veitt
sárafáa stóra fiska og ótrúlega sjaldan
lent í góðri veiði. Mjög oft fengið smáa
fiska og ákaflega oft ekki neitt. En von-
andi dylst engum sem fylgist með flugu-
veiðum að vetri að ég er ánægður með
minn hlut.
Þar sem nú lýkur pistlunum „flugu-
veiðar að vetri“ og við taka „fluguveiðar
að vori“ ætla ég að monta mig meðan
færi gefst, af þeim stóra sem ég veiddi.
Nei, það er ekki sá sem þið sjáið á
myndinni, sem fylgir pistli dagsins.
Myndin er af þeim stærsta sem ég
hef veitt. Ilann var 16 punda stórlax í
Selá. Dagurinn var yndislegur, eiginkona
og veiðifélagi búin að landa 12 punda
fiski, klukkan var kortér í lok og ég var
með einhenduna mína við hyl. Langt
kast, svarta frances túban sökk vel niður
- og stoppaði eins og einhver væri að at-
huga hana. Svo strekktist á línunni. Ég
náði að feta mig á hálum botninum nið-
ur meðfram bakkanum til móts við lax-
inn, þar toguðumst við á í 20 mínútur,
og það var ekki fyrr en hann var kominn
upp á bakkann að við hrópuðum af
undrun og gleði yfir sköpunarverki
meistarans. Undurfögur var skepnan.
Þetta var sá stærsti í pundum.
Sá stærsti í huganum er urriði. Dag-
urinn var yndislegur, ég búinn að landa
silfurbjörtum fjögurra punda urriða,
einum stærsta og fallegasta sem ég hafði
þá veitt. Þetta var á stórfiskastað í Laxá.
Nú þreytti ég löng köst út og lét sökkva
Ég hélt stönginni út frá mér og lín-
unni frá gróðrinum og grjótinu, læddist
nær þar sem línan lá innundir. Hvar var
hann? Hversu djúpur var holbakkinn?
Nú voru fáir metrar í hann, ég hélt
stönginni út frá mér, línunni strekktri.
Horfði. Læddist. BÚMM! Oft hef ég séð
endur fljúga undan bakka þegar þær
styggjast. Og lætin, maður lifandi. Maður
svoleiðis hrekkur í kút. En fljúgandi
stórurriði! I flasið á manni! Hann kom á
stökki út undan bakkanum og hlunkað-
ist með háum dynk fyrir framan mig þar
sem hann tók sporðdansinn út og hvarf
í flauminn! Ég hef ekki hugmynd um
hvernig ég lifði þetta af. En þarna stóð
sporðblaðkan hálf uppúr og fiskurinn
kafaði í strauminn. Hann hélt sig ná-
kvæmlega utan seilingar. Ég sá að
straumflugan var kyrfilega föst og tók
heljarfast á móti. En hann haggaðist
ekki. Og þá meina ég haggaðist ekki.
Þetta var járn í járn. Mig logverkjaði í
vinstri handlegginn. Með hægri hönd
læsti ég hjólinu. í 20 mínútur. Þá gafst
ég upp á að þoka honum nær. Bað um
háfaþjónustu systur minnar, sem stóð
kyrr meðan ég hörfaði niður fyrir fisk-
inn og gat sveigt hann að landi og þræl-
að grunlausum yfir háfsopið. Stóri fal-
legi fiskurinn sem ég veiddi fyrr um
morguninn varð undarlega smár þegar
ég lagði lúnn á bakkann. Glerharður
skolturinn var með fluguna í beini,
skrokkurinn eitilstinnur og gljáinn á
roðinu dimmur eins og djúpið sem hann
kom upp úr. 5.5 pund. Þetta er sá stóri í
mínu lífi. Þótt vigtin segi annað.