Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 12
+ Veðrið í dag Miðvikudagur 14. maí 1997 þurrkari f Þurrkari, 5 kg. Snýst í báðar áttir, tvö hitastig Verð kr. 33.155 Gæði, góð þjónusta. KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Norðan og norðaustan kaldi, en stinningskaldi á vestan- verðu landinu. É1 norðan til, skúrir eða slydduél á Aust- ijörðum en víða bjart veður sunnan- og suðvestanlands. Hiti nálægt frostmarki norð- anlands en 1-12 stig syðra. Stutt golfsumar á Akureyri Akureyrskir kylfingar tóku til hendinni á laugardaginn þegar vinnudagur var að Jaðri. Rúmlega sjötíu fé- lagsmenn mættu og unnu hin ýmsu verk í sjálfboðavinnu, jafnt utan- sem innanhúss. Á myndinni sjást þeir Gísli Bragi Hjartarson, Viðar Þorsteinsson, Hreinn Pálsson og Ómar Halldórsson vinna við stækkun á 18. teignum á Jaðarsvellinum. Nokkrar vikur eru síðan kylfingar fóru að slá hvítu kúluna, en þeir hafa ekki verið mjög upplitsdjarfir síðustu dagana, enda hefur verið kalt í veðri og hálfgert vetrarveður. Sumir hafa haft það á orði að golfsumarið hafi verið í styttra lagi að þessu sinni. Mynd:ie KARFA Kvennalands- liðið til írlands Kvennalandsliðið í körfu- bolta undirbýr sig nú af kappi fyrir átökin á Smá- þjöðaleikunum, sem fram fara hér á landi í næsta mán- uði. Liður í undirbúningnum er ferð liðsins til írlands, þar sem liðið mun leika 3 leiki við írska kvennalandsliðið. Fyrsti leikurinn verður í Dublin 15. maí nk. íslenska liðið er þannig skipað: Anna María Sveinsdóttir Keflavík Erla Þorsteinsdóttir Keilavík Erla Reynisdóttir Keflavik Birna Valgarðsdóttir Keílavík Björg Hafsteinsdóttir Keflavík Guðbjörg Norðfjörð KR Helga Þorvaldsdóttir KR Linda Stefánsdóttir KR Kristín Magnúsdóttir KR Alda Leif Jónsdóttir ÍS Anna Dís Sveinbjörnsd. Grindavík Hanna Kjartansd. Trewecca Nazarene Þjálfari liðsins er Sigurður Ingimundarson. Ilelgi Braga- son mun fara með liðinu og dæma leikina ásamt frskum starfsfélögum sínum. Það vekur óneitanlega at- hygli að aðeins ein stúlka kemur frá íslandsmeisturun- um í Grindavík, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir. gþö HANDBOLTI • HM í Japan Allir leikir Islend- inga á HM í beinni útsendingu Rfldssjónvarpið mun sýna alla leiki íslands í riðla- keppni heimsmeistara- mótsins í Japan í beinni útsend- ingu, en fyrsti leikur íslands í keppninni fer fram á laugar- daginn, en þá leika íslendingar gegn gestgjöfunum Japönum í opnunarleik mótsins. Níu klukkustunda tímamis- munur er á Japan og íslandi. Leikir íslendinga í keppninni fara því flestir fram á morgn- ana, að íslenskum tíma, en gert er ráð fyrir að þeir verði endur- sýndir síðar um daginn. Beinar útsendingar sjón- varpsins eru sem hér segir: Laugardaginn 17. maí: Ísland-Japan kl. 10:25 Sunnudaginn 18. maú Ísland-Alsír kl. 9:55 Fimmtudaginn 22. maí: Ísland-Júgóslavía kl.5:55 Laugardaginn 24. maí: Ísland-Litháen kl. 9:55 Sunnudaginn 25. maí: Ísland-Sádi Arabía kl. 5:55 Ef íslenska Iiðið vinnur sér sæti í úrslitakeppninni verða þeir leikir einnig sýndir beint. Þriðjudaginn 27. verður leikið í 16-liða úrslitum og tveimur dögum síðar fara fram leikir í 8-liða úrslitum. Leikir um ein- stök sæti hefjast föstudaginn 30. þegar leikið verður um 9.- 12. sætið og degi síðar verður keppt um sæti 5.-8. Sjónvarpið mun sýna leikinn um bronsverðlaun mótsins á miðnætti aðfaranótt sunnu- dagsins 1. júní og sömuleiðis úrslitaleik mótsins sem hefst tveimur klukkustundum síðar. HANDBOLTI 28 stunda ferðatag til Kumamoto s Islenska landsliðið í hand- knattleik kom til Kumamoto klukkan 11 um morguninn að íslenskum tíma, eða um 28 klukkustundum eftir að liðið lagði af stað frá Keflavfloirflug- velli. Ferð liðsins tafðist um margar klukkustundir vegna bilunar í vélinni sem flytja átti liðið frá Stokkhólmi til Tokyo. Var þá gripið til þess ráðs að fljúga til London og þaðan til Tokyo. Síðasti hluti ferðarinnar var síðan til Kumamoto og ís- lensku leikmennirnir voru orðnir slæptir þegar loks var komið á áfangastað. íslenska landsliðið leikur vináttuleik við Portúgal í dag, og hefst leikurinn klukkan 18 að japönskum tíma, en kl. 9 um morguninn að íslenskum tíma. Handbolta- stóðust lyfjaprófin Fyrir nýliðið keppnistímabil óskaði HSÍ eftir því af lyfja- eftirlitsnefnd ÍSÍ að tekin yrðu sýni nokkrum sinnum á keppn- istímabilinu og varð lyfjaeftir- litsnefnd við þeirri beiðni. Tólf lyfjapróf voru framkvæmd og reyndust þau öll neikvæð. Björgvin viil komatilKA Björgvin Rúnarsson, sem leikið hefur með Selfossi, hefur lýst yfir áhuga á að koma til KA. Björgvin sem er örvhent- ur var einn lykilmanna Selfoss á síðasta keppnistímabili. Hann lék í hægra horninu, en hefur einnig leikið sem skytta. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort gengið verði til samninga við hann. Björgvin skrifaði undir þriggja ára samning við Selfoss- liðið í vor, en liðið féll sem kunnugt er niður í 2. deild, svo ef samningar takast þá þurfa KA-menn einnig að semja við Selfyssinga.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.