Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Qupperneq 7
ÍOagur-tEtmhm Laugardagur 14. júní 1997 -19 LIFIÐ I LANDINU Sérstök lög voru sett á „rokkarana". Þeir mega hvergi safnast saman og ekki bera merki félaga sinna í Dan- mörku. Ófriður enn á ný En meðlimum Banditos fjölg- aði hratt. Band- itos klíkan tók yfír stóran hluta á hassmarkaðn- um án þess að Vítisenglaklíkan fengi rönd við reist. Þegar Banditos hélt al- þjóðamót sitt á síðasta ári í Finnlandi þótti Vítisenglunum sér verulega ógnað. Þegar Banditos liðarn- ir héldu heim á leið til Danmerkur létu þeir ófriðlega í flugvélinni og þegar til Kastrup flugvallar kom klæddust þeir skotheldum vest- um því þeir bjuggust við hinu versta. Nokkrir félagar úr glæpakhku Vítisengla voru nefnilega mættir á flugvöllinn og tóku á móti þeim með skot- árás, haldandi það að þeir kæmu óvopnaðir úr fluginu. Þeir vissu hins vegar ekki að á flugvellinum voru menn úr Banditos klíkunni sem biðu eftir félögum sínum, vopnaðir, og svöruðu í sömu mynt. í árásinni lét einn Banditos meðlimur lífið og þrír særðust. Það er ótrúlegt að saklausir borgarar skyldu ekki slasast í árásinni því á annatíma eru á annað þúsund manns í flugstöðinni. Við berjumst, þið borgið... Talið er að 70% þeirra sem telj- ast til hættulegra „rokkara" séu í fangelsi í dag og þar sem stór hluti reyndari „glæparokkara" er kominn í fangelsi hafa þeir Þann 10. mars 1996. Fyrsta fórnar- lambið lét lifið við Kastrup flug- stöðina í Kaupmannahöfn eftir skotárás. algerlega misst tökin á glæpa- samtökum sínum. Það vantar félaga í klík- urnar og því hafa alls lags smá- krim- mar verið teknir inn þannig að litla stjórn er hægt að hafa á gjörðum með- limanna. Einnig eru dæmi um að unglingagengi sem aldrei hafa sest á mótorhjól séu skreytt merkj- um þessara glæpaklíka án þess að „rokkararnir" hafa hugmynd um hverjir þarna eru á ferð. Það er erfitt að spá því hvar þetta stríð glæpagengja mótor- hjólasamtakanna tveggja endar. Daglega eru einhverjar uppá- komur tengdar þessum „glæpa- rokkurum" og lögreglan stend- ur alltaf í baráttu við þá. Eng- inn veit hvað gerist næst og þessar árásir „rokkaranna" hafa blandast háværum um- ræðum Dana um ofbeldi í sam- félaginu. Af þessu er ljóst að Danir eru engir eftirbátar ann- arra vestrænna þjóða þegar kemur að ofbeldi. Gylfi Símonarson. Upphafið að glcepa- klíkum mótorhjóla- samtakanna md rekja til dranna 1960 og 1970 þegar dkveðnar hverfa- klíkur tóku að myndast í Kaup- mannahöfn. íþróttakennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár til að kenna íþróttir og bóklegar greinar. Skólinn er fámennur, nemendur á næsta vetri verða um 50 í 1.-10. bekk. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og nýtt íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Gott húsnæði á lágu verði er til reiðu fyrir kennara. Umsóknarfrestur er til 25. júní. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 463 3118 eða 463 3131. Mjaltir Sauðburður Frumtamningar Landnýting Rafsuða Fjölbreytt nám til lífs- bjargar í dreifbýlinu. Innritun stendur yfir. Bændaskólinn á Hvanneyri Sími 437 0000 http://www.hvanneyri.is Spennandi starfsnám Lánshæft samkvæmt reglum LÍN 'N AKUREYRARBÆR Leikskólakennarar Leikskólakennarar, laus eru til umsókn- ar störf á eftirtöldum leikskólum Akur- eyrarbæjar: Holtakot - staða aðstoðarleikskólastjóra og leik- skólakennara með deildarstjórn. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 462 7081. Árholt - staða leikskólakennara með deildarstjórn og almenn leikskólakennarastaða. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 462 3676. Lundarsel - staða leikskólakennara með deildar- stjórn og almennar leikskólakennarastöður. Upplýs- ingar gefur leikskólastjóri í síma 462 5883. Kiðagil - staða leikskólakennara með deildarstjórn og almennar leikskólakennarastöður. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 462 1761. Iðavöll - staða leikskólakennara með deildarstjórn. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 462 3849. Klappir - almennar leikskólakennarastöður. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 462 7041. Flúðir - staða leikskólakennara með deildarstjórn síðdegis. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 462 6602. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfélaga og Fé- lags íslenskra leikskólakennara. Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur starfs- mannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar í Geislagötu 9 og þar fást einnig umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1997. Starfsmannastjóri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.