Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Side 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Side 5
^Dagur-Œterám Þriðjudagur 29. júlí 1997 -17 MENNING OG LISTIR Veðjað á amerískt skott Gunnar Stefánsson skrifar Leikfélag Islands: VEÐMÁLIÐ eftir Mark Medoff. Þýðing: Jón Bjarni Guðmundsson. Leik- stjórn: Magnús Geir Þórðar- son. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Tón- listarstjórn: Emeb'ana Torrini. Leikgervi: Asta Hafþórsdóttir. Framleiðendur: Breki Karls- son, Karl Pétur Jónsson, Magnús Geir Þórðarson. Frum- sýnt í Loftkastalanum, Héðins- húsinu, 23. júlí. Innantómt og leiðinlegt Jæja, verkið segir einkum frá vinum tveimur og sambýlis- mönnrnn. Það er körfuknatt- leikskappinn Nick. Atgervi hans er aðallega í skrokknum og ekki síst neðan mittis því hann er kræfur að tæla konur. Veð- málið sem leikurinn dregur nafn af felst í því að hann veðjar við John Leeds sem með honum býr og er svona til- flnngabældur fyndinn og spak- ur námsmaður, - um það að hann komist yfir Júh'u sem gift er kennaranum Ron. Júh'a er þegar í stað til í tuskið, en Ron er hin mesta gunga og aumingi svo að furðu vekur að jafn kyn- þyrst kona og Júh'a skyldi hafa litið við honum. En þessi rola reynist þó elska konuna sína og er eina manneskjan í leiknum sem býr yfir ærlegum tilfinning- um. Til þess að gera langa sögu stutta þá hverfur íþróttahetjan á braut ein síns Uðs, Ron talar um að fara til ísraels og kveður með gyðingakveðju. En svo virðist að Júh'a og Nick ætli að draga sig saman enda er hún búin að spyrja hvort hann sé hommi og hann neitar því. Af þessu má ráða um hvað orðræður leiks- ins snúast. Nick talar ekki um annað en uppá- ferðir, Leeds vefur um sig orðaleikjum og slaufum en forðast að blanda sér í leikinn að öðru leyti, Júh'a er dáh'til gæra, og sé ég að persónusköpun hennar hefur farið fyrir brjóstið á fem- ínistum. Ég get þó ekki merkt að hún sé neitt fráleitari en há- skólakennarinn Ron sem ekki virðist hafa neina möguleika á að hugsa og tjá sig af viti. Þetta er allt einhvern veginn svo til- búið, innantómt, og, með leyfi að segja, leiðinlegt. Þýðingin er ekki óhpur, að veulegu leyti á amerísku enda er sú tunga að verða annað móðurmál landans, svo að smá- börnum er hún jafntöm okkar gömlu tungu. Hvað á að segja um þetta leikverk, tuttugu ára gamla ameríska fram- leiðslu sem þeim í Leikfélagi ís- lands hefin- fundist ástæða til að draga upp á svið Loftkastal- ans?. Maður er svo sem heima- kominn í því mentalíteti ( hugerni" kallaði Sigurður skóla- meistari það) sem ræður í amerískri af- þreyingarfram- leiðslu. En eins og ekkert er meira gamal- dags en tísku- verk gærdags- ins, þá verkar þetta tvítuga skelfing innihaldslaust og vakti að minnsta kosti hjá mér næsta takmarkaðan áhuga. Sjálfsagt hafa ýmsir gaman af þessu, eða svo virtist af undirtektum frum- sýningargesta. Og er víst eng- um of gott, auk þess sem gam- an er að fylgjast með leikurun- um fjórum sem eru meðal okk- ar fremsta fólks sinnar kynslóð- ar í leikhúsinu. Meiri metnaðar hefði maður óskað til handa því dug- mikla fólki sem að þessu stendur en sumarsýningin að þessu sinni vottar. miðlungsverk Benedikt Erlingssyni tókst að gera Leeds furðu trúverðugan en mest tók Gunnar Stefánsson eftir Kjartani Guð- jónssyni (standandi) í hlutverki hins furðulega náunga Rons. Leikurinn ágætur Ég hef ekkert að athuga við uppsetningu leiksins hjá Magn- úsi Geir, það er verkefnavalið sem hér er aðfinnsluvert. Hann hefur fengið leikarana íjóra til að leggja alúð við þetta og sum atriði voru raunar ágætlega af hendi leyst. - Baltasar Kormák- ur fer léttilega með hlutverk Nicks og Benedikt Erlingssjmi tókst að gera Leeds furðu trú- verðugan. Júh'a Margrétar Vil- hjálmsdóttir er fyrst og fremst kyntákn og hegðun hennar á sviðinu, limaburður og radd- beiting undirstrikar það. Mar- grét er álitleg leikkona og tókst hér vel upp. Hlutverkið er ein- hliða en hún skilaði því alveg á fullnægjandi hátt. Mest tók ég eftir Kjartani Guðjónssyni í hlutverki Rons. Þetta er, sem fyrr sagði, dálítið undarlegt hlutverk, en það merkilega var að Kjartani tókst að gera þenn- an furðulega náunga lifandi. Raunar er þetta eina persónan sem blóð er í frá hendi höfund- arins. Það gátu leikarinn og leikstjórinn fært sér vel í nyt. Amerískt úthverfi Leikmyndin og tónhstin er í þessum diskóstíl sem þykir fínn og sést hefur áður hjá leikstjór- anum. í fyrrasumar setti hann upp Stone Free sem lengi gekk þótt mér þætti það verk hvorki fugl né fiskur og furðulegt hve það náði vel til áhorfenda, vafa- laust einkum yngri kynslóðar. Það má vera að þetta leikrit, þótt ekki sé það nýtt, muni ná betur til þeirra yngri, fyrir þá miðaldra er það eins og gömul lumma. í íjölmiðlum er höfð eftir leikstjóranum sú ábending að íslenskt sjónvarps- og stórborg- arh'f hafi að mörgu leyti náð í skottið á amerískri fyrrimynd sinni“ og þess vegna muni Veð- máhð eiga hljómgrunn hér. Þetta er raunar það sama og blaðamenn frá Norðurlöndum hafa haldið fram, að Reykjavík sé að verða eins og amerískt út- hverfi. Frá sjónarmiði markaðs- setningar er það vafalaust skynsamlegt að hanga í þessu skotti eins og Leikfélag íslands gerir. En meiri metnaðar hefði maður óskað til handa því dug- mikla fólki sem að þessu stend- ur en sumarsýningin að þessu sinni vottar. Eitt að lokum: í leikskrá stendur að DV sé aðalstyrktar- aðih Veðmálsins, um leið og blaðið auglýsir menningarum- Qöhun sína og hstagagnrýni sterkum orðum. Erum við ekki komin hér út á hæpna braut? Getur það verið hlutverk fjöl- miðhs sem vih halda uppi fag- legri og heiðarlegri gagnrýni að tengjast markaðssetningu leik- listar með þessum hætti? Ég vona bara að gagnrýnendur DV séu sjáfstæðari en svo að þeir láti pyngju vinnuveitandans ráða mati sínu. Orgel á sumartóiilei kuin Haukur Ágústsson skrifar Sunnudaginn 27. júh' voru haldnir fjórðu tónleikarnir í röð sumartónleika 1997 í Akureyrarkirkju. Tónhstarmað- urinn, sem fram kom, var Six- ten Enlund, orgeUeikari frá Finnlandi. Sixten Enlund á að baki glæstan ferU í hst sinni. Hann hefur haldið tónleika viða um Evrópu og leikið inn á fjölda hljómplatna. Hann var formað- ur Finnska organistafélagsins og er sem stendur formaður Norræna kirkjutónhstarráðsins. Hann er orgeheikari í Norra svenska-forsamhngen í Helsinki og sjórnandi Sankta CecUlae kórsins. Sixten Enlund hóf tónleika sína á Sónötu nr. 11 í d-moll eftir J. Rein- berger. Verkið er x' fjórum hlut- um: Agitato, CantUena, Int- ermezzo og Fuga. Sixten Enlund lék verkið með brag þess, sem gjörla kairn tU verka jafnt tæknUega sem í túlkun. Fyrsta hlutann gæddi hann spennu, sem var í góðu samræmi við yfirskrift kaflans. Annar hlutinn var skemmtUega Leikur Sixtens En lunds bar í hví- vetna einkenni hins þjdlfaða túlk anda og lista- manns. lagrænn og syngjandi, hiim þriðji með þeyjandi yfirbragði og lokakaflinn hnitmiðaður og stígandi upp í þétta hljómasetn- ingu. Annað verk- ið, Second Book of Organ Pieces eftir F. Bridge, er í þrem hlut- um, AUegretto grazioso, Al- legro comodo og Allegero marziale e ben marcato. í þessu verki nýt- ir tónskáldið lit- ríka hljóma, ekki síst í fyrsta hluta, sem er hkt og leitandi að yfirbragði. Annar hlutinn hefur kanónískt yfirbragð, en sá síð- asti er ákveðinn og skapar skemmtUegt mótvægi í blæ við hina fyrri. Sixten Enlund laðaði fram blæbrigði verksins og nýtti fallega röddunarmöguleika org- els Akureyrarkirkju. Þriðja verkið vrr Lux aeterna eftir J. Kokkonen. Verkið er stutt en laðandi og myndrænt einkum í upphafi og lokum, þar sem tón- skáldinu tekst vekja upp mynd- ir sindrandi ljósglampa. Leikur Sixtens Enlunds skUaði þessum áhrifum vel. Vel gert Næstsíðast á efnisskrá var Passacagha eftir E. Englund. Hér spannar tónskáldið vítt svið tilfinninga jafnt í hljómsetningu sem raddferð, og komu þær vel fram í túlkun Sixtens Enlunds og yfirvegaðri registreringu hans. Lokaverk tónleikanna var Variationer och fuga över en finsk koral, op 7 eftir S. Solon- en. Svo sem heitið bendir tU hefst verkið á nokkrum tílbrigð- um, sem sýna skemmtUeg tök á þessu formi, þar sem hug- myndaauðgi og verklag nýtur sín framar öðru. Fúgan er ekki síður fallega unnin. Hún er ekki ýkja löng, en rís fallega í úr- vinnslu og lýkur á lokayfirferð um stefið í fuUri hljóðsetningu. Leikur Sixtens Enlunds bar í hvívetna einkenni hins þjálfaða túlkanda og Ustamanns. Honum var vel þakkað i' tónleikalok og Iék hann aukalag fyrir tónleika- gesti, sem sannarlega áttu með honum ánægjulega stund.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.