Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Síða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Síða 9
i'rÍM'i^r IUV ÍDcigur-ÍEmtmit Föstudagur 12. september 1997 - 9 P JOÐMAL Gildí Jóhannes Gunnarsson framkvœmdastjóri Neytendasam- takanna skrifar S dag sinna Neytendasamtök- in fyrst og fremst almennu neytendastarfi hér á landi. Fram að þessu hafa það verið neytendur sjálfir sem kostað hafa starfið að mestu með fé- iagsgjöldum sínum. Og almenn- ingur er hlynntur Neytenda- samtökunum, það sýnir féiaga- Qöldi samtakanna sem er um nítján þúsund. Þessi félagafjöldi þýðir að Neytendasamtökin eru ijölmennustu neytendasamtök í heimi miðað við íbúafjöida. En það er ekki nóg. Hériendis eru einfaldlega of fáir neytendur tii að halda uppi jafn öflugu neyt- endastarfi og nauðsyniegt er. Stjórnvöid gera hins vegar ráð fyrir að neytendur sjái að mestu sjálíir um að neytenda- starf sé fyrir hendi. Er eðlilegt að stjórnvöld styrki neytendastarf? Neytendasamtökin hafa allt frá stofnun fengið árlegt framiag frá hinu opinbera. Þetta hafa ekki verið háar upphæðir, en hafa þó hjálpað svo hægt hefur verið að halda uppi lágmarks- þjónustu við neytendur. En er eðlilegt að hið opin- bera styrki Neytendasamtökin, er ekki eðlilegra að neytendur standi að fullu straum af nauð- synlegu starfi á þessu sviði? Þessu er til að svara að stór hluti af starfsemi Neytenda- samtakanna er samfélagsleg þjónusta, þjónusta sem stjórn- völd í nágrannalöndum okkar telja eðlilegt að sinna eða kosta. Þar má m.a. nefna kvörtunar- og leiðbeiningarþjónustu, upp- lýsingar og ráðgjöf um réttar- stöðu neytenda og verð-, mark- aðs- og gæðakannanir. Hér er um að ræða þætti í neytenda- öflugs neytendastarfs Hér á landi eru einfaldlega of fáir neytendur til að halda uppi því öfluga neytendastarfi sem nauðsynlegt er, segir m.a. í greininni. Mynd: Brink staríi sem allur almenningur þarf að hafa aðgang að og því eðliiegt að stjórnvöld tryggi að svo geti orðið. Raunar er það grundvallaratriði að neytendur hafi aðgang að slíkum upplýs- ingrnn ef frjálst markaðskerfi á að starfa á eðlilegan hátt fyrir alla. Einnig má benda á að sam- tök framleiðenda og seljenda eru rekin með félagsgjöldum sem neytendur í raun greiða með hærra vöruverði. Við því hefur enginn amast. Það er því jafn eðlilegt að samtök neyt- enda fái framlög úr sameigin- legum sjóði landsmanna, enda erum við öll neytendur. Upplýsingar til neytenda í riti sem komið hefur út og heitir Framtíðarsýn ríkisstjórn- ar íslands um upplýsingasamfé- lagið er m.a. að finna álitsgerð starfshóps um launafólk og neytendur. Þar stendur m.a.: Neytendasamtök og fyrirtæki verði hvött til að koma á fót öfl- ugu upplýsinganeti fyrir neyt- endur þar sem hægt sé að nálg- ast upplýsingar um verð- og gæðakannanir, lög og reglur um réttarstöðu neytenda og dóma- fordæmi í neytendamálum. Vís- ir að þessu upplýsinganeti er til hjá Neytendasamtökunum í dag. Eigi hins vegar að vinna slíkar upplýsingar markvisst og reglubundið, er í því fólgin mik- il vinna. Fjármuni til að sinna þeirri vinnu hafa Neytendasam- tökin ekki. Það er því ekki nægjanlegt að hvetja Neytenda- samtökin til góðra verka í þágu alls almennings, það þarf jafn- framt að tryggja að fjármunir séu fyrir hendi svo vinna megi verkið. Það er allavega greini- legt að hér er verk að vinna. Vanræksla stjórnvalda Það er eðlileg krafa að sköpuð sé sem jöfnust staða milli neyt- enda annars vegar og framleið- enda og seljenda hins vegar. Þetta hafa stjórnvöld á öðrum Norðurlöndum fyrir löngu skilið og um leið tryggt að það sé mögulegt með öflugum stuðn- ingi við neytendastarf. Stjórn- völd þar láta sér ekki aðeins nægja að hafa embætti Um- boðsmanns neytenda og að reka öflugar neytendastofnanir, heldur styrkja þau einnig neyt- endasamtök með verulegum upphæðum. Hér á landi hafa Neytenda- samtökin hlotið h'tinn stuðning stjórnvalda. Framlög hafa jafn- an verið lítil eða um 20 krónur á ári á hvern íbúa í landinu. Frændur okkar á Norðurlönd- um verja af opinberu fé á bilinu 100-150 krónum á hvern íbúa til neytendamála. í ljósi þess árangurs sem Neytendasamtök- in hafa sýnt hér á landi í bar- áttunni fyrir bættum hag al- mennings, er ljóst að aukið framlag til þessa málaflokks gæti skilað hröðum og mikil- vægum ávinningi. Fullyrða má að vanræksla íslenskra stjórn- valda í neytendamálum hafi kostað þjóðarbúið og almenn- ing verulegar upphæðir. Með aðgerðarleysi er lífskjörum ein- faldlega haldið niðri. Neytendastarf skilar ávinningi fyrir alla Nefna má (jölmörg atriði um hvernig öflugt neytendastarf getur skilað einstakhngum og þjóðarbúinu í heild ávinningi. Hér verða í lokin tekin tvö dæmi. Verðkannanir hafa verið framkvæmdar hér á landi um árabil og árangur þeirra ekki dreginn í efa. Mikilvægi verð- kannana endurspeglast í þeirri staðreynd, að fyrir hvert 1% í verðlækkun einkaneyslunnar spara neytendur sem nemur tæpum 3 milljörðum. Gæðakönnunum hefur ekki verið hægt að sinna hér á landi vegna kostnaðar. Erfitt er að meta kostnað íslenskra heimila vegna mistaka við kaup á heim- ilstækjum og búnaði. Þó sýna dæmi að hægt er að komast hjá verulegum skakkaföllum, ef gripið er í taumana þegar grun- ur er um að vara standist ekki eðlilegar kröfur um gæði. Einnig gegna gæðakannanir mikilvægu hlutverki til að knýja á um aukna vöruvöndun. Á þessu ári er gert ráð fyrir að ís- lensk heimih ijárfesti í heimilis- tækjum, húsgögnum og hús- búnaði fyrir 22 milljarða króna. Mistök við val á tækjum og bún- aði til heimilisins og sem rekja má til skorts á gæðaprófunum eða upplýsingum geta því aug- ljóslega verið dýrkeypt og skipt heimilin hundruðum milljóna króna. Létt hurð, greið leið Jón Hlöðver Áskelsson skrifar Flestir lenda í því fyrr eða síðar að fást við að opna hurð, sem beita þarf afli við, jafnvel þarf að setja tá á milli stafs og hurðar meðan seilst er eftir því sem maður var með í höndunum og lagði frá sér utan dyra. Það er út af fyrir sig gott að þjálfa kraftana, en þó óæskilegt að þjálfunin auki slysahættu og skaprauni fólki, eins og þungar hurðir gera. Feður og mæður með börn í kerrum þekkja ör- ugglega hver vandi fylgir þung- um hurðum! Svo ekki sé nú tal- að um þá sem bundnir eru hjólastól, eða þurfa að styðjast við hækju! í eldra húsnæði, sem gengið var frá áður en slíkur búnaður var tiltækur, er þetta ástand skiljanlcgra, enda kostnaðar- samara að breyta en að koma slíkum búnaði fyrir í upphafi. Sjálfvirkur opnunarbúnaður í nýbyggingum eru greiðslur fyrir sjálfvirkan opnunarbúnað hurða svo lítið brot af heildar- kostnaði að ekki er hægt að af- saka að honum sé sleppt. Með sérstöku blaði Sjálfs- bjargar á Akureyri og nágrenni er hrundið af stað átaki sem beinist að því að sem víðast verði sjálfvirkum opnunarbún- aði hurða komið fyrir. í því sambandi hefur verið haft sam- band við aðila sem versla með slíkan búnað og þeir beðnir um að veita góð kjör fyrir þá sem Fólk stillir sjónvarpið með fjarstýringu og opnar bílskúrshurð- ina á sama hátt. Furðulegt er hve sjaldan sjálfvirkum opnunarbúnaði hurða er komið fyrir í fyrir- tækjum, stofnunum og í heimahúsum, þar sem þörfin virðist enn brýnni en við sjónvarpið og kemur öllum að notum. ganga frá kaupum fyrir 1. des- ember n.k. (sjá auglýsingar annars staðar) en félagið hyggst síðan á alþjóðadegi fatl- aðra, 3. des. n.k., veita því eða þeim fyrirtækjum viðurkenn- ingu sem best bregðast við þessari áskorun. Enda þótt átakið beinist að Eyjaijarðarsvæðinu og þetta blað sé borið út í um 6500 staði á því svæði, þá vonumst við til að þetta framtak hafi áhrif á úrbætur í þessum málum um allt land. Við viljum sér í lagi hvetja alla hönnuði bygginga og breytinga á húsum og þá sem eru í umsjón og forsvari fyrir slíkar framkvæmdir að leggja sitt af mörkum til að létta og greiða aðgengi allra að hús- næðinu. Akureyri ætti að verða öðrum bæjarfélögum til fyrir- myndar hvað varðar gott að- gengi að fyrirtækjum og stofn- unum. Til þess að slíkt verði að veruleika, verða forráðamenn bygginga bæði nýrra og gam- alla að nota þann aðgangslykil, sem hefur verið útbúinn sem viðmiðun fyrir gott aðgengi. Hjá Akureyrarbæ, sem reynslusveitarfélag með mál- efni fatlaðra á sinni könnu.'ætti metnaður að vera fyrir hendi að hafa forystu á þessu sviði. Til að tryggja að átakið „létt hurð greið leið“ hafi áhrif til langs tíma eru allir þeir sem hyggjast byggja eða breyta eldbra húsnæði hvattir til að kynna sér þá staðla og kröfur sem byggingayfirvöld eiga að fylgja varðandi gott aðgengi. Sá sem auðveldar fólki leið- ina til sín eignast fleiri vini og á það bæði við í einkalífi og við- skiptalífi. Oftast er um gagnkvæma hagsmuni að ræða og sjaldgæft að fólk græði nokkuð á því að halda fólki utan dyra, nema kannski óþægilegum rukkurum en þeir setja þungar hurðir ekki fyrir sig.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.