Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 1
Góða helgi! Laugardagur 14. september 1996 - 79. og 80. árgangur -175. tölublað / kvöld fá lands- menn að kynnast nýrri hlið á Karli Ágústi Úlfssyni spaugstofumanni þegar frumsýnt verður í Þjóðleikhús- inu Hvítt niyrkur. Hádramatískt verk sem gerist úti á landi Mynd: Pjetur OKKAR SAMFÉLAG ER SVOLÍTIÐ ÞORP s kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Hvítt myrkur, dramatískt verk, sem gerist einhvers stað- ar á landsbyggðinni. Dagur Tíminn tók púlsinn á höfundin- um, sem hingað til hefur verið þekktur fyrir allt annað en dramatík, Karli Ágústi Úlfssyni. - Hvað er að segja um titil verksins? „Þetta er dramatískt verk sem gerist á hóteli á lands- byggðinni í vondu veðri. Fólk er innilokað og sér ekki út úr aug- um. í öðru lagi má skilja titilinn á íleiri en einn hátt, ýmsar per- sónur í verkinu eru umluktar þessu myrkri.“ - Þú ert að fjalla um þorps- samfélagið. „Já, Allt okkar samfélag er svolítið þorp. Ég hef búið í mis- stórum byggðakjörnum og mis- stórum samfélögum en mér finnst ég alltaf reka mig á sömu tilhneigingarnar, bara í mis- munandi .stærðargráðum. Að öðrum þræði er ég að velta því fyrir mér í þessu verki." - Gerist þetta í samtíman- um? „Þetta gerist nálægt nútxrn- anum en tíminn er ekki alveg skilgreindur." - Þú hefur verið þekktur fyrir grín en er þetta fyrsta dramat- íska verkið sem þú skrifar? „Ég hef skrifað nokkur leikrit og sum hafa verið sett upp en önnur ekki. Nei, þetta er alls ekki fyrsta dramatíska verkið sem ég skrifa. íslendingar þekkja þau ekki þar sem þau hafa aðeins verið sett upp er- lendis, t.d. í Bandaríkjnunum. - Ertu ekkert hrœddur við að sýna íslendingum hina hliðina? „Nei, en ég átta mig samt á að þetta er að sínu leyti eins og með grínleikara sem verða þekktir fyrir gamanhlutverk, það getur verið erfitt að brjót- ast út úr þeirri ímynd sem fólk setur mann í.“ - Á það eftir að há þér? „Ég trúi því ekki en það verður bara að koma í ljós. Það er eins með mig og sumar per- sónurnar í leikritinu, það verð- ur bara að koma á daginn hvort ég þarf að fylla út í þá ímynd sem umhverfið hefur sniðið mér, eða fæ að vera frjáls.“ (Hlær). - Hvort tekst þér betur upp í spauginu eða því dramatíska? „Ég hvorki vil né get tjáð mig um það. Þetta eru ólíkir hlutir og ég hef gaman af hvoru tveggja en á mjög mismunandi hátt. Ég er í raun og veru ánægður með að fá tækifæri til að stunda hvort tveggja." - Nauðsynlegt fyrir þróun listamanns? „Ja, a.m.k. fyrir mig. Alveg nauðsynlegt." - Rétt í lokin - hver er fram- tíð Spaugstofunnar? „Ég held hún sé björt, það er þó ekki frágengið hvað við ger- um í vetur. Þetta er nú hópur sem starfar saman með hléum.“ - Verðið þið í sjónvarpinu? „Það er ekki frágengið." - Eruð þið orðnir svolítið háðir hver öðrum eins og jjöl- burabrœður? „Já, það er einmitt eitthvað svoleiðis. Sem betur fer höfum við gaman af félagsskap hvers annars og það kemur alltaf eitt- hvað út úr honum.“ - Ykkur hefur aldrei dottið í hug að fá konu um borð? „Jújú, en eins og þú segir þá er þetta orðið eins og systkina- hópur sem erfitt er að breyta." -BÞ Tónlistarmaðurinn góð- kunni, Ingimar Eydal, hefði orðið sextugur í haust hefði hann lifað. Af þessu tilefni hafa íjölmargir tónlistar- menn tekið höndum saman og undirbúa nú veglega minningartón- leika. Sjá bls. 14.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.