Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 21. september 1996 |Dagur-®«nmn í fiskeldi á Hólastað „Núorðið er ekki óalgengt að hjón þurfa að vinna í sitt hvorum landshluta og jafnvel sitt hvoru landinu, ef þau œtla að fá vinnu við hœfi sinnar menntunar. Þannig starfa ég hér norður á Hólum, en konan mín í Reykjavík. Þetta er vel mögulegt, en dýrt - og ekki tekur skatturinn tillit til þessa. En í samskiptatœkni heimsins eru sífellt fleiri möguleikar að opnast. Til að mynda er engin frágangs- sök orðin að reka hér á Hólum í Hjaltadal kennslu- og rannsóknarsetur á sviði fiskirœktar, sem starfar á alþjóðlega vísu, “ segir Helgi Thoroddsen, fisklífeðlisfrœðingur að Hólum íHjaltadal. að er Helgi Thorarensen, fiskh'feðlisfræðingur við Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal, sem hefur orðið. Hann kom frá Nýja-Sjálandi til starfa á Hólum snemmsumars á þessu ári. Helgi lauk doktors- námi í Kanada fyrir um tveimur árum og eftir það fluttu hann og íjölskylda hans til Nýja-Sjálands. A meðan þau voru þar í landi fékk kona hans, Guðrún Helga- dóttir, starf hér á landi - og er í dag aðstoðarskólastjóri Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Sé ekkert gert... Helgi segir að í fyrstu hafi ekki litið út fyrir að hann fengi vinnu við sitt hæfi á íslandi, enda þótt kona og börn væru farin heim. Um skeið starfaði hann við fiski- rannsóknir á Nýja-Sjálandi, en réði sig snemma á þessu ári til starfa við Háskólann í Árósum í Danmörku. Hinsvegar greip hann tækifærið strax þegar starf bauðst á Hólum í Hjaltadal, enda óneitanlega styttra þangað til konu og barna í Reykjavík en sé farið frá Nýja-Sjálandi eða Danmörku snemma á þessu ári. Með Helga dvelur að Hólum Jóhanna, tíu ára gömul dóttir hans og Guðrúnar, konu hans. Syðra dvelur Ólafur, sonur þeirra, hjá móður sinni. „Við vorum í svipaðri stöðu og fjöldi fólks sem hefur verið við framhaldsnám erlendis. Annað eða bæði hjóna troða marvaða í útlöndinn meðan þau leita starfs á íslandi. Sé ekkert gert eigum við á hættu að missa mikinn fjölda af vel menntuðu fólki úr landi - einsog til dæmis rektor Háskóla íslands hefur ný- lega bent á,“ segir viðmælandi okkar. Eldið aðlagað með rannsóknum Meginstarf Helga við Bænda- skólann að Hólum verður kennsla og rannsóknir á sviði fiskeldis, en rannsóknir verða æ stærri þáttur í starfinu á Hóla- stað. Á næstunni munu til dæm- is fara af stað rannsóknir og til- raunir með endurnýtingu vatns í fiskeldisstöðvum. Dælingar- og hitunarkostnaður þess er stór liður í rekstri stöðvanna, og betri vatnsnýting myndi þýða jafnframt peningasparnað. „Það er enginn vafi á því að í upphafi fóru menn of greitt í fiskeldið og að undirbúningur að rekstri fiskeldisstöðvanna var ekki nægur. Það er hinsvegar fjarri því að eldið sé dauðvona atvinnuvegur einsog margir virðast halda. Með aukinni reynslu fiskeldismanna og rann- sóknum hefur tekist að aðlaga fiskeldi að aðstæðum á íslandi. Ennþá er þó ýmislegt ógert í þeim efnum. Aðlaga þarf eldis- tækni og finna nýjar tegundir í eldi til þess að þær aðstæður sem hér eru fyrir hendi nýtist betur. Rekstur fiskeldisfyrir- tækja gengur bærilega í dag þó stofnkostnaður sé enn of hár til þess að verulegur vöxtur geti orðið í greininni á næstu árum. Þar sem réttar aðstæður eru fyr- ir hendi getur bleikjueldi hentað vei sem aukabúgrein,“ segir Helgi Thorarensen. Þekking og frumkvæði Hólaskóia hefur verið mörkuð skýr stefna í starfi sínu. Þar er lögð áhersla á kennslu í hrossa- rækt, fiskeldi og ferðamálum. Fjórir nemendur, allt konur, munu stunda nám við ferða- málabrautina í vetur, en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er uppá kennslu í ferðamálum á Hólum. „Við munum leggja áherslu á að mennta fólk til starfa við ferðamál í dreifbýli. Þörf er á fólki sem getur nýtt þá mögu- leika sem bjóðast á hverjum stað og hefur frumkvæði að stofnun nýrra fyrirtækja. Við leggjum ekki eingöngu áherslu á veitinga- og gistirekstur, heldur einnig uppbyggingu á hverskon- ar afþreyingu fyrir ferðmenn," segir Helgi, sem talsvert hefur komið að uppbyggingu ferða- málanámsins. „Á jafn litlum stað og hér á Hólum getur sérhæfing í kennaraliðinu aldrei orðið al- gjör - og það er skemmtilegt," bætir hann við. Matarheimspeki Á ferðamálabraut Hólaskóla verður í náminu í vetur lögð áhersla á það að ferðaþjónustu- fólk bjóði öðru fremur uppá ís- lenskan heimilismat á greiða- sölustöðum. „Ferðamenn vilja gjarnan borða það sama og inn- fæddir, eða að minnsta kosti ekki brasaða hamborgara og rjómalagað gumms. Það er eng- inn skömm af því að bjóða uppá íslenskan heimilismat. Þvert á móti eigum við að leggja áherslu á að bjóða uppá t.d. soðinn fisk og kartöflur, kjötbollur, kjöt- súpu, grauta af ýmsu tagi, slátur og formkökur. Svona mat færð þú hvergi nema á íslandi, en þessi matar- ff />Frr/> rxx/ v//ga//a/m srr/ Forsrjór/A/N FFÁ'UF? ^ Helgi Thorarensen og Jóhanna dóttir hans fyrir utan skólahúsið á Hóla- stað. „Engin frágangssök að reka hér á Hólum í Hjaltadal kennslu- og rannsóknarsetur á sviði fiskiræktar, sem starfar á alþjóðlega vísu,“ segir Helgi meðal annars hér í viðtalinu. Mynd: -sbs. gerð hefur einhverra hluta vegna ekki þótt fín. Því fer samt fjarri, þó auðvitað verði að að- laga framleiðsluna að kröfum nýs tíma með því að draga úr fitumagni. Það er einnig full ástæða til þess að ferðamenn fái tækifæri til þess að kynnast þjóðlegri matargerð og ýmsu góðgæti sem tengt er tilteknum svæðum. Reyktur svartfugl í Skagafirði, lundi í Eyjum og fýll í Mýrdalnum eru hluti af þessari matarheimspeki sem í hávegum skal höfð,“ segir Helgi Thorar- ensen að lokum. -sbs. iDagxir-CÍIttititm - besti tími dagsins! Faxnúmer auglýsingadeildar Akureyri 462 20 87 Reykjavík 563 16 40

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.